Þjóðmál - 01.06.2013, Side 52
Þjóðmál SUmAR 2013 51
Lóu Pind Aldísardóttur, sem unnir eru
fyrir Stöð 2, fjalla í grunninn um þetta .
Sjónarhornið er á „tossana“, þ .e . þá sem
dragast aftur úr og falla frá námi . Tölurnar
sem hún dregur fram eru ógnvænlegar .
Þegar þetta er ritað hefur aðeins einn þáttur
verið sýndur, en svo virðist sem „tossarnir“
nái saman í að hafa leiðst í skóla . En hvar
byrjuðu leiðindin? Var það ekki þegar
þeir gátu ekki lengur fylgt félögum sínum
eftir? Mætti ekki laga það með breyttum
kennsluháttum; að leggja meiri áherslu á
grunnkennsluna? Þurfa t .d . öll börn að fara
í gegnum sama námsefnið? Má það ekki
fylgja áhugamálum? Ein leið sem könnuð
hefur verið af kennaradeild Durham- og
Dundee-háskólunum í Bretlandi kallast
jafningjakennsla . Aðferðin hefur verið
reynd á 7–12 ára börnum sem pöruð
eru saman . Best gefst að tvö ár skilji að
í aldri . Nemendur velja sjálfir lesefni og
ræða framburð og merkingu orða sín á
milli . Sama á við um stærðfræði . Það hefur
sýnt sig að umræðan dýpkar skilning á
viðfangsefninu og gagnast ekki síður þeim
sem er í „kennarahlutverkinu“ . Árangur,
jafnvel þótt samnám hafi aðeins varað í 20
mínútur á viku, er meiri en af milljarða
punda prógrömmum sem hið opinbera
hellir yfir allt skólakerfið . Hér er aðeins
nefnt eitt dæmi en möguleikarnir til að
aðstoða börn við að ná tökum á námi sínu
eru óþrjótandi, það eina sem vantar er
hugvit, vilji og alúð þeirra sem um sýsla .
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins segir: „Sjálf stæðisflokkurinn vill hraða inn-
leið ingu laga frá 2008 um skólastigin .
Mikilvægt er að hagkvæmni, sveigjanleiki,
fjöl breytni, ábyrgð og valfrelsi sé í fyrir-
rúmi á þessum sviðum og að kerfið þjóni
ein stakl ingnum og sam félaginu en ráði
ekki sjálft för . Foreldrar og ein stakling-
arnir sjálfir eiga að hafa val um skóla
enda fylgi fjár fram lag nemanda á öllum
skóla stigum þar sem kostur er .“ Takist
nýjum menntamálaráðherra að tryggja
fram gang stefnu síns flokks mun flest
það sem drepið hefur verið á hér færast
til betri vegar . Gangi þetta eftir mun ekki
bara vorið brosa framan í börn þessa lands
heldur mun birta þess fylgja þeim áfram
ævi veginn .
T akist nýjum menntamálaráð-herra að tryggja framgang
stefnu síns flokks mun flest það
sem drepið hefur verið á hér
færast til betri vegar . Gangi þetta
eftir mun ekki bara vorið brosa
framan í börn þessa lands heldur
mun birta þess fylgja þeim áfram
æviveginn .