Þjóðmál - 01.06.2013, Side 60

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 60
 Þjóðmál SUmAR 2013 59 mál til hlítar og upplýsa það . Gögn „Stóra korta samráðsmálsins“ bera með sér að vera sérvalin úr miklu magni haldlagðra gagna, með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem samkomulag varð um . Fjöldi annarra gagna, mikilvæg skjöl þeirra á meðal, var sniðgenginn og þeim haldið leyndum . Kjarni þess máls, sem að Kreditkorti snýr, er sá að málið var aldrei rannsakað til fullnustu og upp lýst . Ég tel að í raun hafi verið um að ræða sameiginleg markaðsyfirráð og mis- beitingu þeirra . Í því felst að starfsmenn og stjórnendur félaga, sem háð eru mis beitingu sameiginlegra yfirráða, fá stöðu starfs manna í einum og sama rekstrinum . Brotið lá hjá eigendunum . Játningar stjórnar manna voru því falskar . Sakarefni Kredit korts, sem SE taldi upp í níu liðum, eru öll fölsk í ljósi hins raunverulega brots . Að auki er vert að muna að hluti starfseminnar, útgáfa korta og þjónusta tengd korthöfum, hafði verið klofinn með „lóðréttri“ skiptingu frá félaginu undir gamla nafninu, Kreditkort hf . Sá hluti var alveg jafn „sekur“ og Borgun, ef um sekt var að ræða . Vafamál er að SE sé heimilt að sleppa aðila máls við viðurlög, en leggja á aðra, að geðþótta sínum . Í hugum almennings táknar „ólöglegt sam ráð“ einkum verðsamráð . Það var hins vegar samstarf um tæknilegar lausnir á borð við debetkortakerfið og svonefnt posakerfi í verslunum sem þóttu umfangsmest þess sem sneri að Kreditkorti hf . Hvort tveggja voru þjóðþrifamál, ekki hentar smáþjóð að vera með tvöföld eða margföld kerfi, en samstarf keppinauta er þó háð leyfum . Reyndar hafði fengist tímabundin heimild fyrir samstarfinu um debetkortin, en mönnum láðist að biðja um framlengingu . Merkilegt í þessu sambandi er að samstarfið um debetkortakerfið var alls ekki á vegum kortafélaganna . Það var á vegum Reikni- stofu bankanna og eigenda hennar, banka og sparisjóða, einnig uppgjör kerfisins við söluaðila . Kortafélög leiðbeindu aðeins hvað tengingu kortanna við posakerfi snerti og önnuðust samskipti við erlend greiðslukerfi . Þetta var árin 1994–1995 en ég tók til starfa árið 1998 hjá Kreditkorti . Stjórnarmönnum kortafélaga lá svo mikið á hlýða yfirboðurum sínum og játa samráð vegna þessa gamla máls, sem var orðið 13 ára 2007, að þeir sáust ekki fyrir og játuðu það á kortafélögin . Getur verið að gríðarlegar sektargreiðslur kortafélaga verði skýrðar með þessu máli? Nei, lykilinn er að finna í orðum forstjórans, — „eignarhald Borgunar var endurskipulagt“ . Þar liggur hundurinn grafinn . Hér er ríkið, um ríkið, frá ríkinu, til ríkisins R íkisútvarpið komst nú í feitt: Í kvöld-fréttum 10 . janúar 2008 var rætt við Pál Gunnar Pálsson . Þar sagði hann að málinu hefði lokið mun fyrr en ella vegna É g tel að í raun hafi verið um að ræða sameiginleg markaðsyfirráð og misbeitingu þeirra . Í því felst að starfsmenn og stjórnendur félaga, sem háð eru misbeitingu sameiginlegra yfirráða, fá stöðu starfsmanna í einum og sama rekstrinum . Brotið lá hjá eigendunum . Játningar stjórnarmanna voru því falskar . Sakarefni Kreditkorts, sem Samkeppniseftirlitið taldi upp í níu liðum, eru öll fölsk í ljósi hins raunverulega brots .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.