Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 60

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 60
 Þjóðmál SUmAR 2013 59 mál til hlítar og upplýsa það . Gögn „Stóra korta samráðsmálsins“ bera með sér að vera sérvalin úr miklu magni haldlagðra gagna, með hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem samkomulag varð um . Fjöldi annarra gagna, mikilvæg skjöl þeirra á meðal, var sniðgenginn og þeim haldið leyndum . Kjarni þess máls, sem að Kreditkorti snýr, er sá að málið var aldrei rannsakað til fullnustu og upp lýst . Ég tel að í raun hafi verið um að ræða sameiginleg markaðsyfirráð og mis- beitingu þeirra . Í því felst að starfsmenn og stjórnendur félaga, sem háð eru mis beitingu sameiginlegra yfirráða, fá stöðu starfs manna í einum og sama rekstrinum . Brotið lá hjá eigendunum . Játningar stjórnar manna voru því falskar . Sakarefni Kredit korts, sem SE taldi upp í níu liðum, eru öll fölsk í ljósi hins raunverulega brots . Að auki er vert að muna að hluti starfseminnar, útgáfa korta og þjónusta tengd korthöfum, hafði verið klofinn með „lóðréttri“ skiptingu frá félaginu undir gamla nafninu, Kreditkort hf . Sá hluti var alveg jafn „sekur“ og Borgun, ef um sekt var að ræða . Vafamál er að SE sé heimilt að sleppa aðila máls við viðurlög, en leggja á aðra, að geðþótta sínum . Í hugum almennings táknar „ólöglegt sam ráð“ einkum verðsamráð . Það var hins vegar samstarf um tæknilegar lausnir á borð við debetkortakerfið og svonefnt posakerfi í verslunum sem þóttu umfangsmest þess sem sneri að Kreditkorti hf . Hvort tveggja voru þjóðþrifamál, ekki hentar smáþjóð að vera með tvöföld eða margföld kerfi, en samstarf keppinauta er þó háð leyfum . Reyndar hafði fengist tímabundin heimild fyrir samstarfinu um debetkortin, en mönnum láðist að biðja um framlengingu . Merkilegt í þessu sambandi er að samstarfið um debetkortakerfið var alls ekki á vegum kortafélaganna . Það var á vegum Reikni- stofu bankanna og eigenda hennar, banka og sparisjóða, einnig uppgjör kerfisins við söluaðila . Kortafélög leiðbeindu aðeins hvað tengingu kortanna við posakerfi snerti og önnuðust samskipti við erlend greiðslukerfi . Þetta var árin 1994–1995 en ég tók til starfa árið 1998 hjá Kreditkorti . Stjórnarmönnum kortafélaga lá svo mikið á hlýða yfirboðurum sínum og játa samráð vegna þessa gamla máls, sem var orðið 13 ára 2007, að þeir sáust ekki fyrir og játuðu það á kortafélögin . Getur verið að gríðarlegar sektargreiðslur kortafélaga verði skýrðar með þessu máli? Nei, lykilinn er að finna í orðum forstjórans, — „eignarhald Borgunar var endurskipulagt“ . Þar liggur hundurinn grafinn . Hér er ríkið, um ríkið, frá ríkinu, til ríkisins R íkisútvarpið komst nú í feitt: Í kvöld-fréttum 10 . janúar 2008 var rætt við Pál Gunnar Pálsson . Þar sagði hann að málinu hefði lokið mun fyrr en ella vegna É g tel að í raun hafi verið um að ræða sameiginleg markaðsyfirráð og misbeitingu þeirra . Í því felst að starfsmenn og stjórnendur félaga, sem háð eru misbeitingu sameiginlegra yfirráða, fá stöðu starfsmanna í einum og sama rekstrinum . Brotið lá hjá eigendunum . Játningar stjórnarmanna voru því falskar . Sakarefni Kreditkorts, sem Samkeppniseftirlitið taldi upp í níu liðum, eru öll fölsk í ljósi hins raunverulega brots .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.