Þjóðmál - 01.06.2013, Page 61

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 61
60 Þjóðmál SUmAR 2013 sáttarinnar, en rann sóknin hefði staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár . Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits ríkisins: „Rannsóknin verður ekki eins flókin, málaferlin hérna, þeim lýkur hér með, með þessari sátt . Í staðinn fyrir að geta verið langvinn og það sem að skiptir auðvitað allra mestu máli fyrir neytendur í landinu er að, að það nást fyrr fram breytingar á viðkomandi markaði sem er til umfjöllunar . Þá til hagsbóta fyrir neytendur . Samkeppnin á að geta glæðst hérna, fyrr heldur en ella hefði verið .“ Hér eru það þessar breytingar á markaðn- um sem skipta máli að mati forstjórans, sem Borgun nefndi „breytingar á eignarhaldi“ félaganna . „Samráð“ kallar hins vegar ekki á breytingar á markaðnum, aðeins starfs- háttum . Forstjóranum varð tíðrætt um hag neytenda, en sem fyrr sagði sneri málið að seljendum, verslun og þjónustu, auk hins tæknilega samstarfs sem gerð var athuga semd við . Hæg hefðu heimatökin verið hjá ríkinu, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, báðir í eigu ríkisins til ársins 2003, áttu meirihluta í Visa Íslandi . Það voru ríkisstofnanir sem leiddu þá þróun eignarhalds sem hér skiptir máli . Nokkru síðar áttaði útvarp ríkisins sig á að báðir forstjórar kortafélaga hefðu skipt um starfsvettvang og félögin bæði skipt um nöfn . Úr því varð frétt, gefið var í skyn að forstjórarnir hefðu misst vinnuna vegna dugnaðar Samkeppnisstofnunar, en ekki mundi RÚV eftir því að stofnuninni hafði nýlega verið breytt í Samkeppniseftirlit . Stofnunin fékk ekki aðeins nýtt nafn heldur líka nýjan forstjóra og nýja kennitölu . Ekki mundi útvarp ríkisins að það hafði sjálft nýlega fengið nýtt nafn, kennitölu og nýjan forstjóra . Þessi fréttamennska er ábyggilega „í almannaþágu“ eins og lögin um útvarp ríkisins kveða á um . Allra síst mundi Ríkisútvarpið að ríkisbankar höfðu meirihluta bankarekstrar í landinu á höndum á þessum löngu liðnu árum . Ríkisstofnun, Ríkisútvarp og ríkisbankar áttust við . Skemmtiefni var þegar tveir ágætir þing- menn komu í spjall í Kastljósi 12 . janúar 2008 . Hvorki þeir né stjórnandi þáttarins höfðu áttað sig á að samráðið, sem stjórn- irnar játuðu, var einkum tæknilegt samstarf um þróun lausna á borð við debetkort og posakerfi . Hvort tveggja hinar þörfustu lausnir í sjálfu sér . Nei, grafalvar legt mál, fuss um svei . Stjórnandi þáttarins og gestirn- ir fluttu áhugavert mál um allt annað en kjarna málsins, allir stórhneykslaðir . Svo kom Umboðsmaður neytenda í sjónvarps- viðtal á Stöð 2 og hneykslaðist f .h . neytenda . Hin játuðu brot sneru samt að seljendum en ekki neytendum . Þetta ágæta fólk kom allt óundirbúið í sjónvarp og talaði út og suður um allt annað en málið snerist um . Dómstóll götunnar var auðvitað agndofa og taldi að um „verðsamráð“ hefði einkum verið að ræða . Fussum svei . Eignarhald kortafélaga og samkeppni Þegar Íslandsbanki var myndaður 1990 komu hlutir fjögurra banka í korta- félögum saman í einn stað . Íslands banki eignaðist 50% í Kreditkorti hf . Lands bank- inn tók Samvinnubankann yfir og eignaðist þar með næstum sama hlut fall, líklega 47%, í Visa Íslandi . Þetta ólíka eignarhald gaf félögunum um árabil mis munandi karakter og ólík tengsl við útibú og afgreiðslur banka og sparisjóða . Kreditkort var minna félagið á þessum árum . Smám saman hafði kvarnast úr mark aðs hlutdeildinni og nam hún aðeins 24,5% þegar ég hóf þar störf 1998 . Það voru helst Íslandsbanki og Sparisjóður vélstjóra sem studdu Kreditkort, en aðrir hölluðu sér að Visa .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.