Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 61

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 61
60 Þjóðmál SUmAR 2013 sáttarinnar, en rann sóknin hefði staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár . Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits ríkisins: „Rannsóknin verður ekki eins flókin, málaferlin hérna, þeim lýkur hér með, með þessari sátt . Í staðinn fyrir að geta verið langvinn og það sem að skiptir auðvitað allra mestu máli fyrir neytendur í landinu er að, að það nást fyrr fram breytingar á viðkomandi markaði sem er til umfjöllunar . Þá til hagsbóta fyrir neytendur . Samkeppnin á að geta glæðst hérna, fyrr heldur en ella hefði verið .“ Hér eru það þessar breytingar á markaðn- um sem skipta máli að mati forstjórans, sem Borgun nefndi „breytingar á eignarhaldi“ félaganna . „Samráð“ kallar hins vegar ekki á breytingar á markaðnum, aðeins starfs- háttum . Forstjóranum varð tíðrætt um hag neytenda, en sem fyrr sagði sneri málið að seljendum, verslun og þjónustu, auk hins tæknilega samstarfs sem gerð var athuga semd við . Hæg hefðu heimatökin verið hjá ríkinu, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, báðir í eigu ríkisins til ársins 2003, áttu meirihluta í Visa Íslandi . Það voru ríkisstofnanir sem leiddu þá þróun eignarhalds sem hér skiptir máli . Nokkru síðar áttaði útvarp ríkisins sig á að báðir forstjórar kortafélaga hefðu skipt um starfsvettvang og félögin bæði skipt um nöfn . Úr því varð frétt, gefið var í skyn að forstjórarnir hefðu misst vinnuna vegna dugnaðar Samkeppnisstofnunar, en ekki mundi RÚV eftir því að stofnuninni hafði nýlega verið breytt í Samkeppniseftirlit . Stofnunin fékk ekki aðeins nýtt nafn heldur líka nýjan forstjóra og nýja kennitölu . Ekki mundi útvarp ríkisins að það hafði sjálft nýlega fengið nýtt nafn, kennitölu og nýjan forstjóra . Þessi fréttamennska er ábyggilega „í almannaþágu“ eins og lögin um útvarp ríkisins kveða á um . Allra síst mundi Ríkisútvarpið að ríkisbankar höfðu meirihluta bankarekstrar í landinu á höndum á þessum löngu liðnu árum . Ríkisstofnun, Ríkisútvarp og ríkisbankar áttust við . Skemmtiefni var þegar tveir ágætir þing- menn komu í spjall í Kastljósi 12 . janúar 2008 . Hvorki þeir né stjórnandi þáttarins höfðu áttað sig á að samráðið, sem stjórn- irnar játuðu, var einkum tæknilegt samstarf um þróun lausna á borð við debetkort og posakerfi . Hvort tveggja hinar þörfustu lausnir í sjálfu sér . Nei, grafalvar legt mál, fuss um svei . Stjórnandi þáttarins og gestirn- ir fluttu áhugavert mál um allt annað en kjarna málsins, allir stórhneykslaðir . Svo kom Umboðsmaður neytenda í sjónvarps- viðtal á Stöð 2 og hneykslaðist f .h . neytenda . Hin játuðu brot sneru samt að seljendum en ekki neytendum . Þetta ágæta fólk kom allt óundirbúið í sjónvarp og talaði út og suður um allt annað en málið snerist um . Dómstóll götunnar var auðvitað agndofa og taldi að um „verðsamráð“ hefði einkum verið að ræða . Fussum svei . Eignarhald kortafélaga og samkeppni Þegar Íslandsbanki var myndaður 1990 komu hlutir fjögurra banka í korta- félögum saman í einn stað . Íslands banki eignaðist 50% í Kreditkorti hf . Lands bank- inn tók Samvinnubankann yfir og eignaðist þar með næstum sama hlut fall, líklega 47%, í Visa Íslandi . Þetta ólíka eignarhald gaf félögunum um árabil mis munandi karakter og ólík tengsl við útibú og afgreiðslur banka og sparisjóða . Kreditkort var minna félagið á þessum árum . Smám saman hafði kvarnast úr mark aðs hlutdeildinni og nam hún aðeins 24,5% þegar ég hóf þar störf 1998 . Það voru helst Íslandsbanki og Sparisjóður vélstjóra sem studdu Kreditkort, en aðrir hölluðu sér að Visa .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.