Þjóðmál - 01.06.2013, Page 94

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 94
 Þjóðmál SUmAR 2013 93 Löngu tímabærar tillögur til úrbóta Jón Steinar Gunnlaugsson: Veikburða Hæsta­ réttur: Verulegra úrbóta er þörf, Almenna bókafélagið, Reykjavík 2013, 96 bls . Eftir Jakob F . Ásgeirsson Ég hef þrisvar sinnum átt aðild að dómsmáli . Áður en til þess kom bar ég mikið traust til íslenskra dómstóla og þeirra sem þar störfuðu . En reynsla mín af þessum dómsmálum er þess eðlis að ég myndi ekki ráðleggja nokkrum manni að eiga neitt undir ís lenskum dómstólum . Fólk ætti þvert á móti að forð ast þá eins og heitan eld inn . En sé engrar und an komu auðið myndi ég ráð leggja fólki að segja alls ekki satt og rétt frá í íslenskum dómsal, jafnvel þótt menn haldi sig í 100% rétti, heldur segja aðeins það sem þjónar mál staðnum og helst að ýkja hressilega í þágu hans . And stæð- ingurinn í mála ferlunum er nefnilega vís til að ljúga eins og hann er langur til . Og þar sem dóm arar eru sumir húðlatir er ekki ólík legt að þeir deili bara í með tveimur þegar þeir vega og meta málflutning þeirra sem takast á . Ef annar aðilinn segir satt en mótaðilinn segir 100% ósatt verður niðurstaðan þar með 50% lygi . Það er þess vegna áríðandi að ýkja sem mest í eigin þágu (en auðvitað með sannfærandi hætti) . Mjög mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir því að dómarinn hefur í flestum tilvikum lítinn sem engan áhuga á málsefninu . Ef dómarinn finnur tæknilegt atriði til að hengja hatt sinn á gerir hann það hikstalaust, hvað svo sem sagt er í dómsalnum eða stendur í málsskjölun- um, því að þá þarf hann ekki að ómaka sig við að gera sér grein fyrir efnisatriðum málsins og vega þau og meta . Ef kallaðir eru til sérfróðir meðdómendur eða mats menn þykist dómarinn himin höndum hafa tek ið . Þá er hann nefnilega stikkfrí . Þá er óhætt fyrir hann að láta við það sitja að blaða í gegn um málsskjölin um leið og hann horf- ir á sjón varpsfréttirnar á kvöldin og hann getur leyft sér að vera annars hugar í rétt ar- hald inu, því að niður staða hinna sér fróðu mun ráða dóms niður- stöð unni . Þetta kann að vera gott og blessað þegar deilt er um vísinda leg álitaefni, sem dómar inn botnar hvort eð er ekkert í, og byggt er til dæmis á læknis fræði legri álitsgerð, en nær auðvitað engri átt þegar hinir „sérfróðu“ eru sál fræð ing ar eða félags- fræðingar og um er að ræða mannlegt atferli sem dóm ar ar eiga að geta lagt mat á án utan að komandi hjálpar . Því miður er það svo í íslensku dómskerfi að álitsgerðir sálfræðinga eru taldar hafa jafnt vægi í þeim málum þar sem þær eiga við og álitsgerðir verkfræðinga í öðrum málum . Engu skiptir þótt hin sálfræðilega álitsgerð sé stútfull af blaðri og sjálfsögðum sannindum og ekki heldur þótt vitað sé að mjög auðvelt er að hafa rangt við í sálfræðiprófum og að siðblindingjar leiki sér að því að vefja sálfræðingum um fingur sér . Nei, mat sálfræðingsins skal vera ígildi niðurstöðu verkfræðingsins á burðarþoli brúar, svo að dómararnir geti vikið sér undan þeirri skyldu að komast sjálfir að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.