Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 94
 Þjóðmál SUmAR 2013 93 Löngu tímabærar tillögur til úrbóta Jón Steinar Gunnlaugsson: Veikburða Hæsta­ réttur: Verulegra úrbóta er þörf, Almenna bókafélagið, Reykjavík 2013, 96 bls . Eftir Jakob F . Ásgeirsson Ég hef þrisvar sinnum átt aðild að dómsmáli . Áður en til þess kom bar ég mikið traust til íslenskra dómstóla og þeirra sem þar störfuðu . En reynsla mín af þessum dómsmálum er þess eðlis að ég myndi ekki ráðleggja nokkrum manni að eiga neitt undir ís lenskum dómstólum . Fólk ætti þvert á móti að forð ast þá eins og heitan eld inn . En sé engrar und an komu auðið myndi ég ráð leggja fólki að segja alls ekki satt og rétt frá í íslenskum dómsal, jafnvel þótt menn haldi sig í 100% rétti, heldur segja aðeins það sem þjónar mál staðnum og helst að ýkja hressilega í þágu hans . And stæð- ingurinn í mála ferlunum er nefnilega vís til að ljúga eins og hann er langur til . Og þar sem dóm arar eru sumir húðlatir er ekki ólík legt að þeir deili bara í með tveimur þegar þeir vega og meta málflutning þeirra sem takast á . Ef annar aðilinn segir satt en mótaðilinn segir 100% ósatt verður niðurstaðan þar með 50% lygi . Það er þess vegna áríðandi að ýkja sem mest í eigin þágu (en auðvitað með sannfærandi hætti) . Mjög mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir því að dómarinn hefur í flestum tilvikum lítinn sem engan áhuga á málsefninu . Ef dómarinn finnur tæknilegt atriði til að hengja hatt sinn á gerir hann það hikstalaust, hvað svo sem sagt er í dómsalnum eða stendur í málsskjölun- um, því að þá þarf hann ekki að ómaka sig við að gera sér grein fyrir efnisatriðum málsins og vega þau og meta . Ef kallaðir eru til sérfróðir meðdómendur eða mats menn þykist dómarinn himin höndum hafa tek ið . Þá er hann nefnilega stikkfrí . Þá er óhætt fyrir hann að láta við það sitja að blaða í gegn um málsskjölin um leið og hann horf- ir á sjón varpsfréttirnar á kvöldin og hann getur leyft sér að vera annars hugar í rétt ar- hald inu, því að niður staða hinna sér fróðu mun ráða dóms niður- stöð unni . Þetta kann að vera gott og blessað þegar deilt er um vísinda leg álitaefni, sem dómar inn botnar hvort eð er ekkert í, og byggt er til dæmis á læknis fræði legri álitsgerð, en nær auðvitað engri átt þegar hinir „sérfróðu“ eru sál fræð ing ar eða félags- fræðingar og um er að ræða mannlegt atferli sem dóm ar ar eiga að geta lagt mat á án utan að komandi hjálpar . Því miður er það svo í íslensku dómskerfi að álitsgerðir sálfræðinga eru taldar hafa jafnt vægi í þeim málum þar sem þær eiga við og álitsgerðir verkfræðinga í öðrum málum . Engu skiptir þótt hin sálfræðilega álitsgerð sé stútfull af blaðri og sjálfsögðum sannindum og ekki heldur þótt vitað sé að mjög auðvelt er að hafa rangt við í sálfræðiprófum og að siðblindingjar leiki sér að því að vefja sálfræðingum um fingur sér . Nei, mat sálfræðingsins skal vera ígildi niðurstöðu verkfræðingsins á burðarþoli brúar, svo að dómararnir geti vikið sér undan þeirri skyldu að komast sjálfir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.