Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 95
94 Þjóðmál SUmAR 2013
réttlátri niðurstöðu í ljósi efnisatriða máls-
ins og gildandi laga . Loks er að nefna að
ganga verður út frá því að það er líklegra
en ekki að dómarinn hugsi ekki ýkja skýrt,
svo sem ótal illa orðaðir og moðsuðulegir
dómar eru til vitnis um .
Þótt Jón Steinar Gunnlaugsson sé maður
óvenjulega hreinskilinn er ekki trúlegt að
hann legði blessun sína yfir svo óvirðuleg
skrif um kollega sína í dómarastétt . Tilefni
nýrrar bókar Jóns Steinars er þó hið sama
og tilefni reiðilestursins að ofan: of margir
lítt ígrund aðir og illa rökstuddir dómar .
Jón Steinar beinir sjónum sínum að
Hæsta rétti og telur ástæðuna fyrir slæleg um
vinnu brögðum þar á bæ síðustu árin vera
óhæfilegt vinnuálag dómara .
Árið 2003 voru kveðnir upp í Hæstarétti
440 dómar, en árið 2012 voru þeir 710 . Við
þessu hefur verið brugðist með fjölgun dóm-
ara og eins konar deildaskiptingu réttar ins .
Dómarar við Hæstarétt eru nú 12 auk þess
sem heimilt er að kalla til varadóm ara ef á
þarf að halda . Í flestum málum dæma þó
aðeins þrír hæstaréttardómarar . Á undan-
förnum árum hafa einstaka dómarar þurft
að dæma í yfir 300 málum á ári . Það þýðir
að þeir hafa haft að meðaltali minna en
einn vinnudag til að gaumgæfa hvert mál .
Þetta hefur leitt til þess að sumir dómarar
hafa stundum haft tilhneigingu til að
reiða sig meira en góðu hófi gegnir á þann
dómara sem fyrirfram hefur verið valinn
til þess að skrifa dómsatkvæði . Ennfremur
hefur þetta dregið mjög úr fordæmisfestu
Hæstaréttar .
Í grein í Morgunblaðinu um þetta kver Jóns
Steinars skýrði Magnús Thoroddsen, fyrr-
verandi hæstaréttardómari, frá því að hann
hefði oft haft á orði á undanförnum árum að
það væri enginn hæstaréttur lengur á Íslandi
heldur aðeins deildaskiptur áfrýjunar-
dómstóll . Hann rifjaði upp að þegar hann
hóf störf hjá Borgardómi Reykjavíkur árið
1960 hafi fimm dómarar skipað Hæstarétt
og dæmt allir í öllum málum . Eftir u .þ .b .
tveggja ára starf taldi Magnús sig geta
sagt fyrir um það með a .m .k . 80% líkum
hvernig mál færi í Hæstarétti ef því væri
áfrýjað . Þegar hann starfaði sem lögmaður
fjörutíu árum síðar treysti hann sér ekki til
að segja fyrir um það með 50% líkum hver
niðurstaða máls yrði í Hæstarétti . Þannig
hafði stórfjölgun mála, fjölgun dómara og
deildaskipting réttarins leikið fordæmisfestu
hæstaréttardóma .
Með ólíkindum má teljast að þetta skuli
hafa verið látið viðgangast jafnlengi og raun
ber vitni, því að fordæmi æðsta dóm stóls
er eitt af grundvallaratriðum réttar öryggis
í hverju landi . Tillögur Jóns Steinars um
úrbætur í þessum efnum sýnast því löngu
tímabærar .
Jón Steinar leggur til að stofnaður verði
nýr áfrýjunardómstóll sem taki til landsins
alls . Flest mál yrðu til lykta leidd á þessu
millidómsstigi . Hæstiréttur myndi aðeins
dæma í þýðingarmestu málunum, þ .e . þeim
sem varða stjórnskipunina eða hafa mikið
fordæmisgildi fyrir réttarkerfið í heild sinni .
Myndi Hæstiréttur veita leyfi til að skjóta
slíkum málum beint af neðsta dómstigi
til Hæstaréttar . Með þessu fyrirkomulagi
væri hægt að fækka hæstaréttardómurum í
fimm . Þeir myndu síðan dæma allir fimm
í öllum málum . Þá vill Jón breyta reglum
um skipun hæstaréttardómara á þann veg
að sitjandi réttur hafi engin áhrif á valið,
ráðherra skipi í embættið en Alþingi þurfi
að leggja blessun sína yfir ákvörðun hans .
Ennfremur leggur Jón til breytingar á ýms um
starfsháttum Hæstaréttar, svo sem varðandi
skipan varadómara og fyrirkomulag við
samningu dóma . Loks gerir Jón það að
tillögu sinni að hæstaréttardómarar verði
sýnilegri í þjóðlífinu og taki þátt í umræðum
á opinberum vettvangi um Hæstarétt og
réttarfar .