Þjóðmál - 01.12.2013, Page 39

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 39
38 Þjóðmál VETUR 2013 því að næsta kynslóð vinnandi fólks verði vel upp alin . En þessi gæði falla því síður í skaut ef menntun fer að snúast um það eitt að búa fólk undir störf dagsins í dag . Ofuráhersla á menntun til vinnu er ekki óheppileg vegna þess eins að hún einblíni á eina hlið mannlífsins sem er efnahagslífið . Hún er líka óheppileg fyrir þessa einu hlið, því oftast er hún í reynd áhersla á þarfir atvinnulífs eins og það er nú fremur en hæfni til að mæta þörfum í framtíð sem við vitum enn ekki hvernig verður . Atvinnurekendur nítjándu aldar vildu sjálfsagt flestir að piltar lærðu að heyja og róa til fiskjar á opnum bátum og stúlkur kynnu að breyta ull í fat og mjólk í mat . Þetta var vissulega þarft og nauðsynlegt . En atvinnuhættir tuttugustu aldar spruttu ekki af þessari menntun heldur miklu fremur af því bókviti sem sagt var að yrði aldrei í askana látið . Framfarir síðustu aldar voru ekki síst afsprengi frjálsra lista: Vísindalegrar hugsunar, orðfimi, rökvísi, tungumálakunnáttu, skilnings á náttúrunni, kunnáttu í stærðfræði og fleiri greinum . Þörfin fyrir menntun af þessu tagi hefur ekki minnkað . Hún er enn driffjöður framfara, ekki síst í atvinnulífi . Við þetta er því að bæta að mjög margt sem fólk þarf að kunna í vinnu er miklu betra að læra á vinnustöðum en í skólum . Skólar eru sjaldan heppilegir staðir til að læra verklag sem var ekki til fyrir tíu árum og verður úrelt eftir önnur tíu . Þeir tilheyra ekki heimi hraðans . Til að átta okkur á hvernig skólar geta best gagnast samfélaginu er ef til vill heppilegt að spyrja fyrst hvað skólar geri vel . Hvað er betra að læra í skóla en annars staðar? Af hverju læra menn til dæmis ekki að sitja reiðhjól og nota þvottavél í skóla en ensku og stærðfræði heima hjá sér? Hér læt ég duga að tæpa á svari sem ég veit þó að þyrfti að skýra í lengra máli . Skólar henta einkum til að nema það sem er seinlegt að læra . Það er engin fljótleg leið til að verða læs á flókin fræði, stærðfræði og tungumál, tileinka sér vísindalega hugsun, hagleik, smekkvísi og djúpan skilning á náttúrunni, samfélaginu og sögunni . Hins vegar er hægt að læra á reiðhjól eða þvottavél á innan við einni viku . Skóli er griðastaður þess seinlega og það er kannski hvergi meiri þörf fyrir slíkan griðastað en einmitt í heimi hraðans sem hefur að miklu leyti lagt nútímann undir sig . Þótt við gleðjumst yfir framförum og nýjungum í hagkerfinu og öllum þeim fagnandi hraða sem þar fyllir stræti og torg, þurfum við næði og skjól fyrir sviptingum tímans til þess að menntast svo að gagni komi í síbreytilegum heimi . Það gildir því kannski fremur í menntamálum en flestu öðru að hætt er rasanda ráði . Mannkostir og menningararfur Ég hef nú skýrt hvers vegna sú skrípa-mynd af menntastefnu sem ég dró upp sem þrenn hálfsannindi er varhugaverð . En hvernig er skynsamleg menntastefna? Hvað á að koma í staðinn fyrir skrípamyndina? Úr menntahefð Vesturlanda má, held ég, lesa tvenns konar hugmyndir um menntun T il að átta okkur á hvernig skólar geta best gagnast samfélaginu er ef til vill heppilegt að spyrja fyrst hvað skólar geri vel . Hvað er betra að læra í skóla en annars staðar? Af hverju læra menn til dæmis ekki að sitja reiðhjól og nota þvottavél í skóla en ensku og stærðfræði heima hjá sér?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.