Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 39

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 39
38 Þjóðmál VETUR 2013 því að næsta kynslóð vinnandi fólks verði vel upp alin . En þessi gæði falla því síður í skaut ef menntun fer að snúast um það eitt að búa fólk undir störf dagsins í dag . Ofuráhersla á menntun til vinnu er ekki óheppileg vegna þess eins að hún einblíni á eina hlið mannlífsins sem er efnahagslífið . Hún er líka óheppileg fyrir þessa einu hlið, því oftast er hún í reynd áhersla á þarfir atvinnulífs eins og það er nú fremur en hæfni til að mæta þörfum í framtíð sem við vitum enn ekki hvernig verður . Atvinnurekendur nítjándu aldar vildu sjálfsagt flestir að piltar lærðu að heyja og róa til fiskjar á opnum bátum og stúlkur kynnu að breyta ull í fat og mjólk í mat . Þetta var vissulega þarft og nauðsynlegt . En atvinnuhættir tuttugustu aldar spruttu ekki af þessari menntun heldur miklu fremur af því bókviti sem sagt var að yrði aldrei í askana látið . Framfarir síðustu aldar voru ekki síst afsprengi frjálsra lista: Vísindalegrar hugsunar, orðfimi, rökvísi, tungumálakunnáttu, skilnings á náttúrunni, kunnáttu í stærðfræði og fleiri greinum . Þörfin fyrir menntun af þessu tagi hefur ekki minnkað . Hún er enn driffjöður framfara, ekki síst í atvinnulífi . Við þetta er því að bæta að mjög margt sem fólk þarf að kunna í vinnu er miklu betra að læra á vinnustöðum en í skólum . Skólar eru sjaldan heppilegir staðir til að læra verklag sem var ekki til fyrir tíu árum og verður úrelt eftir önnur tíu . Þeir tilheyra ekki heimi hraðans . Til að átta okkur á hvernig skólar geta best gagnast samfélaginu er ef til vill heppilegt að spyrja fyrst hvað skólar geri vel . Hvað er betra að læra í skóla en annars staðar? Af hverju læra menn til dæmis ekki að sitja reiðhjól og nota þvottavél í skóla en ensku og stærðfræði heima hjá sér? Hér læt ég duga að tæpa á svari sem ég veit þó að þyrfti að skýra í lengra máli . Skólar henta einkum til að nema það sem er seinlegt að læra . Það er engin fljótleg leið til að verða læs á flókin fræði, stærðfræði og tungumál, tileinka sér vísindalega hugsun, hagleik, smekkvísi og djúpan skilning á náttúrunni, samfélaginu og sögunni . Hins vegar er hægt að læra á reiðhjól eða þvottavél á innan við einni viku . Skóli er griðastaður þess seinlega og það er kannski hvergi meiri þörf fyrir slíkan griðastað en einmitt í heimi hraðans sem hefur að miklu leyti lagt nútímann undir sig . Þótt við gleðjumst yfir framförum og nýjungum í hagkerfinu og öllum þeim fagnandi hraða sem þar fyllir stræti og torg, þurfum við næði og skjól fyrir sviptingum tímans til þess að menntast svo að gagni komi í síbreytilegum heimi . Það gildir því kannski fremur í menntamálum en flestu öðru að hætt er rasanda ráði . Mannkostir og menningararfur Ég hef nú skýrt hvers vegna sú skrípa-mynd af menntastefnu sem ég dró upp sem þrenn hálfsannindi er varhugaverð . En hvernig er skynsamleg menntastefna? Hvað á að koma í staðinn fyrir skrípamyndina? Úr menntahefð Vesturlanda má, held ég, lesa tvenns konar hugmyndir um menntun T il að átta okkur á hvernig skólar geta best gagnast samfélaginu er ef til vill heppilegt að spyrja fyrst hvað skólar geri vel . Hvað er betra að læra í skóla en annars staðar? Af hverju læra menn til dæmis ekki að sitja reiðhjól og nota þvottavél í skóla en ensku og stærðfræði heima hjá sér?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.