Milli mála - 05.07.2016, Page 350
Milli mála 7/2015 361
ÍSAAK BABEL
Bernska. Hjá ömmu1
laugardögum kom ég seint heim, að loknum sex kennslustund-
um. Gangan heim þótti mér ekki fánýt iðja. Á göngunni hvarf ég á
vit dásamlegra dagdrauma og allt, allt var mér kært. Ég þekkti auglýs-
ingaspjöldin, steinana í húsunum, búðargluggana. Ég þekkti þetta allt
á sérstakan hátt, afar persónulegan hátt og var alveg sannfærður um
að ég sæi í því öllu hið einstaka, hið leyndardómsfulla, það sem við -
fólkið köllum eðli hlutanna. Allt greyptist þetta í huga mér. Ef talað var
um búð svo ég heyrði til mundi ég eftir auglýsingaskiltinu, gullnum,
snjáðum stöfunum, rispunni í vinstra horninu, fallegu kassadömunni
með uppsetta hárið; mundi andrúmsloftið sem búið hafði um sig við
þessa búð og hvergi annars staðar. Ég bjó mér til mína eigin borg úr
búðunum, andrúmsloftinu og auglýsingaspjöldum leikhúsanna. Enn í
dag man ég þessa borg, finn fyrir henni og ann henni; finn fyrir henni
eins og við finnum móðurilminn, angan af ástúð, orðum og brosi; ann
henni vegna þess að þar óx ég úr grasi, var hamingjusamur, sorg-
mæddur og dreyminn, dreyminn á ástríðufullan og einstakan hátt.
Ég gekk alltaf eftir aðalgötunni, þar var flest fólkið.
Þessi laugardagur, sem mig langar til að segja frá, var í byrjun
vors. Á þeim árstíma er loftið hérna ekki kyrrt og mjúkt eins og það
sem liggur svo ljúft yfir friðsælli á og litlum dal í Mið-Rússlandi. Hér
ríkir leikandi, léttur og áhyggjulaus andvari sem andar fjörgandi ást-
ríðu. Ég var ekki annað en strákhnokki þegar þetta var og skildi fátt,
en ég fann fyrir vorinu og af svalanum blómstraði ég og fékk roða í
kinnarnar.
1 Þýðingin er gerð eftir Исаак Бабель, „Детство. У бабушки“, Сочинения, ritstj. A.
Н. Пирожкова, 1. bindi, Moskva: Художественная литература, 1990, bls. 37–42.
Á