Milli mála - 05.07.2016, Page 351
ÍSAAK BABEL
Milli mála 7/2015
362
Ég tók mér góðan tíma í gönguna. Ég rannsakaði gimsteinana í
glugganum hjá skartgripasalanum, las auglýsingaspjöld leikhúsanna frá
upphafi til enda, og einn daginn virti ég fyrir mér ljósbleikt lífstykki
með löngum liðuðum sokkaböndum í búð madam Rósalí. Ég var í
þann veginn að halda áfram leið minni þegar ég rakst á hávaxinn
stúdent með mikið svart yfirvaraskegg. Hann brosti og spurði mig:
„Ertu að læra?“ Ég fór hjá mér. Þá klappaði hann mér drýgindalega á
öxlina og sagði yfirlætislega: „Haltu áfram í þessum anda, félagi. Þetta
er gott hjá þér. Gangi þér vel!“ Svo skellti hann upp úr, snerist á hæli
og gekk burt. Ég varð skelfilega vandræðalegur og staulaðist heim á
leið án þess að skoða sýningargluggana hjá madam Rósalí frekar.
Þennan laugardag átti ég að vera hjá ömmu. Hún hafði sér-
herbergi, inn af eldhúsinu, alveg innst í íbúðinni. Í horni herbergisins
stóð ofn; ömmu var alltaf kalt. Í herberginu var heitt og loftlaust, það
fyllti mig alltaf trega og mig langaði til að rífa mig lausan, langaði til
að komast út í frelsið.
Ég dró hafurtask mitt með mér heim til ömmu, bækurnar, nótna-
statífið og fiðluna. Það var búið að leggja á borð fyrir mig. Amma sat í
horninu. Ég borðaði. Við þögðum. Hurðin var læst. Við vorum ein. Í
matinn var hakkaður fiskur með piparrót (réttur sem er vel þess virði
að snúast til gyðingdóms fyrir), feit og bragðmikil súpa, steikt kjöt
með lauk, salat, niðursoðnir ávextir, kaffi, kaka og epli. Ég borðaði
allt. Ég var sveimhugi, það er rétt, en ég hafði góða matarlyst. Amma
tók af borðinu. Það varð fínt í herberginu. Í glugganum stóðu visin
blóm. Af öllu því sem andann dregur lét amma sér annt um son sinn,
sonarson sinn, hundinn Mímku og blóm. Og Mímka kom, hringaði sig
saman á dívaninum og sofnaði samstundis. Hún var óttaleg svefn-
purka, en sómahundur, góð, skynug, smávaxin og falleg. Mímka var af
mopskyni. Hún var ljós á feldinn. Allt fram á efri ár fitnaði hún hvorki
né varð þung á sér heldur var tíguleg og grannvaxin alla sína tíð. Hún
fylgdi okkur lengi, frá fæðingu til dauðadags, öll sín fimmtán hundaár,
og elskaði okkur, eins og við má búast, en mest af öllum elskaði hún
þessa harðlyndu og afskiptalausu ömmu mína. Söguna af þögulli og
leyndardómsfullri vináttu þeirra segi ég seinna. Það er ákaflega
skemmtileg, áhrifamikil og falleg saga.
Sem sagt, við vorum þrjú – ég, amma og Mímí. Mímí svaf. Amma,
góðleg, í sparikjól úr silki, sat í horninu, en ég varð að gera heima-