Milli mála - 05.07.2016, Blaðsíða 353
ÍSAAK BABEL
Milli mála 7/2015
364
þögull í horninu, heitt loftið, lokuð hurðin, og högg svipunnar, níst-
andi þyturinn – það er ekki fyrr en núna að ég skil hvað þetta var
skrýtið, hvað þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig. Bjölluhringing vakti
mig upp af þessu óþægilega ástandi. Sorokín var kominn. Ég hataði
hann á þeirri stundu, hataði tónstigana, og þessa óskiljanlegu, óþörfu
skræku tónlist. Það verður að viðurkennast, að Sorokín var prýðis-
náungi, með svart burstaklippt hár, stórar rauðar hendur og fallegar
þykkar varir. Þennan dag varð hann að vinna í heilan klukkutíma, eða
jafnvel rúmlega það, undir augnaráði ömmu, og leggja sig allan fram.
Fyrir allt þetta hlaut hann þó ekki nokkra viðurkenningu. Augu ömmu
fylgdu hreyfingum hans eftir, köld og rannsakandi, og voru eftir sem
áður áhugalaus og framandi gagnvart honum. Amma hafði ekki áhuga
á utanaðkomandi fólki. Hún ætlaðist til þess að það uppfyllti skyldur
sínar við okkur og ekkert annað. Við hófumst handa við lærdóminn.
Þó að ég væri ekki hræddur við ömmu, mátti aumingja Sorokín í heil-
an klukkutíma þola raunir sem voru honum nánast ofviða. Honum
leið afar sérkennilega í þessu afskekkta herbergi, frammi fyrir hund-
inum sem svaf svefni hinni réttlátu, og undir fjandsamlegu og kulda-
legu eftirliti ömmu. Að lokum fór hann að tygja sig. Amma rétti hon-
um áhugalaus stóra og hrukkótta hönd sína án þess að hrista hana.
Hann gekk á stól á leiðinni út.
Ég þraukaði líka næsta klukkutíma – tímann hjá herra L., og beið
þeirrar stundar þegar dyrnar lokuðust einnig á hæla honum.
Kvöldið kom. Á himninum kviknuðu fjarlægar gylltar doppur.
Máninn blindaði húsagarðinn okkar – þennan djúpa reit. Hjá nágrönn-
unum söng kvenrödd lagið „Hví er ég frávita af ást“. Hinir í fjölskyldu
okkar höfðu farið í leikhús. Ég varð dapur. Ég var þreyttur. Ég var bú-
inn að lesa svo mikið, læra svo mikið, horfa svo mikið. Amma kveikti
á lampanum. Á samri stundu varð allt hljótt í herberginu hennar. Dauf-
ur bjarmi féll á dökk, þung húsgögnin. Mímí vaknaði, trítlaði um her-
bergin, kom aftur til okkar og beið eftir kvöldmatnum. Þjónustustúlkan
kom inn með samóvarinn. Amma hélt mikið upp á te. Hún hafði
geymt kryddköku handa mér. Við fengum okkur vel að drekka. Í
djúpum og skörpum hrukkum ömmu glitraði sviti. „Viltu fara að sofa?“
spurði hún. Og ég svaraði, „Nei.“ Við fórum að spjalla saman. Og enn
einu sinni hlýddi ég á sögur ömmu. Endur fyrir löngu, fyrir mörgum
árum, átti gyðingur nokkur krá. Hann var fátækur, kvæntur, bjó við