Milli mála - 05.07.2016, Page 356
Milli mála 7/2015 367
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Sagan um Renart – Le roman
de Renart
agan um Renart er ekki ein saga heldur margar. Verkið er
safnrit sem inniheldur mislangar, ólíkar sögur og skiptist í 26
þætti eða hluta sem voru samdir á alllöngu tímabili af mörgum
höfundum, flestum óþekktum. Elstu sögurnar eru eignaðar klerkinum
Pierre de Saint-Cloud og eru frá því um 1171 en þær yngstu frá um
1250. Allar eiga þær það sameiginlegt að fjalla um Renart, refinn
falska og fláráða, deilur hans og átök við hin dýrin í skóginum eða
nágrenni hans: hanann Fagurgala, úlfinn Ísengrín, björninn Brúnó,
krummann Tíecelín, hænuna Pinte, köttinn Tíbert, snigilinn Slóða og
fleiri. Mannfólkinu bregður einnig fyrir en aðeins í aukahlutverkum.
Menn hafa löngum haft gaman af að eigna dýrum mannlega
hegðun og framkomu. Þannig má líka gera grín að samfélaginu og
gagnrýna það og annað fólk, eða veraldlega og trúarlega valdhafa.
Dæmisögur Esóps og fleiri verk þar sem dýr eru í aðalhlutverkum
voru vel þekkt á ritunartíma Sögunnar um Renart og gætir áhrifa
þeirra víða í henni. Hér eru það klerkar sem draga dár að samtíma
sínum og samfélag dýranna endurspeglar samfélag manna: léns-
skipulag, munkareglur, bardaga, réttarhöld, hirðlíf, en einnig hvers-
dagslegri þætti tilverunnar í miðaldasamfélaginu. Ekkert er klerkunum
heilagt og síðast en ekki síst skopast þeir að þeim bókmenntum sem
voru í hvað mestum hávegum hafðar á ritunartíma verksins: kappa-
kvæðum og riddarasögum. Hetjurnar sem hér ríða um héruð eru ekki
göfugar, hæverskar og hugrakkar heldur eigingjarnar, hræsnisfullar og
illa innrættar.
Ádeilan og skopið vega því þungt í þessum frásögnum. Eitt er þó
ekki síður áhugavert við lesturinn og það er sú mynd sem dregin er
upp af dýrunum, háttum þeirra og venjum. Umhverfinu og sveita-
S