Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 1

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 1
bls. 1 Frá ritstjóra Brynhildur Þórarinsdóttir Fyrsta tölublað tmm eftir breytingar vakti að vonum mikla athygli og sannaði kannski það sem Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, sagði í hringborðsumræðu blaðsins: „... við erum ógurlega þrasgjörn.“ Það er vitaskuld ánægjulegt að sjá að fólk hefur sterkar skoðanir á menning- arumfjöllun og enn betra að þær skuli vera skiptar. Menningartímarit sem vekur enga umræðu eða athygli er einfaldlega dæmt til að deyja drottni sínum. Annað tölublað breytts tmm er komið út. Tímaritið er lent og ferðalagið hafið; flugstöðin að baki og grásvört hraunbreiðan, en allur hringvegurinn er eftir, sveitatroðningar upp til fjalla og hliðargötur í borginni. Framundan er fjölbreytt landslag þar sem ótal tegundir gróa, fornar íslenskar hríslur jafnt sem framandi jurtir, sem græða landið og auðga íslenska flóru. Hér blómstrar að sama skapi fjölbreytt menning, sprottin af gömlum rótum og aukin af erlendum straumum. tmm býður í náttúruskoðunarferð í þessu tölublaði. Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur, stýrði hringborðsumræðu listamanna og vísindamanna um náttúrusýn. Anne Brydon, mannfræðingur, fjallar um rannsóknir sínar á sjálfsmynd Íslendinga út frá viðhorfum þeirra til náttúrunnar og Bjarni Hinriksson heiðrar náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson með myndasögu. Náttúran leitar líka á hagfræðinginn Sólmund Kristjánsson en þó í annars konar merkingu. Sólmundur hefur setið með reiknistokkinn og reiknað út kostnað kynlífsins. Sólmundur leggur kalt mat á kynhvöt mannsins og sýnir um leið að hagfræðin er býsna heimspekilegt fag. Ragnar Halldórsson, kvikmyndagerðarmaður, svarar grein Ásgríms Sverrissonar um Ara Magg og Leni Riefenstahl úr síðasta tölublaði og heldur áfram að ræða um frelsi listamanna til að sækja sér hugmyndir í gamlar stefnur og strauma. Slík skoðanaskipti eru undirstaða gagnrýninnar umræðu og áhugavert innlegg í blaðið. Annað efni er fjölbreytt. Björn Th. Björnsson rifjar upp hernámsárin, Ármann Jakobsson skrifar fróðlega og skemmtilega grein um Dagfinn dýralækni og alheimstungumálið. Birt er sigursagan úr smásagnasamkeppni striks.is, fjallað er um Salman Rushdie og nýja bók hans, bítkynslóðin í Bandaríkjunum kemur við sögu svo og ungir myndlistarmenn á Íslandi sem gerðust innbrotsþjófar eina nótt og uppskáru heilt hús fyrir vikið. Þetta annað tölublað breytts tmm lítur dagsins ljós í júní. Það er því við hæfi að óska lesendum gleðilegs sumars og ekki síður, gleðilegrar þjóðhátíðar. Louisa Matthíasdóttir 1917-2000. Úr Reykjavík 75x55. © Erfingjar/Myndstef Búnaðarbankans Listgluggi www.bi.is tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.