Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 30
Þorvarður: Ef við víkjum aftur að náttúrusýn Íslendinga og hvort eða hvernig hún hefur verið að breytast upp á síðkastið, þá er mér minnisstætt að um það leyti sem síðasta Heklugos byrjaði þá var í útvarpinu viðtal við nokkra sjónarvotta sem höfðu verið í námunda við fjallið þegar gosið hófst. Frétta- maðurinn náði m.a. tali af fólki uppi á hálendinu sem var með GSM-síma og spurði það hvað það hefði séð og hvernig upplifun þetta væri. Ég man sérstaklega eftir ungri stúlku sem sagði að þetta væri „alveg yndislegt eldgos“. Hvað var að gerast þarna – hvað er orðið af þessari grimmu náttúru sem lengst af lék okkur Íslendinga svo grátt? Guðmundur: Náttúran er bæði grimm og væn, gætum við sagt. Og mönnum verður á – ég minnist þess að í Heklugosinu árið 1970 vorum við Sigurður Þórarinsson að þvælast þarna um, þá kom einhver fréttamaður og spurði Sigurð hvernig honum litist á þetta gos. Sigurðar svaraði að þetta væri „fallegt og mikið gos“. Hann fékk í kjölfarið sjálfan forsætis- ráðherrann, Bjarna Benediktsson, yfir sig, auk leiðara í Morgunblaðinu og hvaðeina, þar sem hann var skammaður fyrir að fara svo fögrum orðum um þennan voðalega atburð. En þótt eldgos séu vissulega mikið sjónarspil, þá hafa þau leikið okkur grátt og munu gera það áfram, lengi. Þorvarður: Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort viss „skortur“ á alvarlegum náttúru- hamförum á allra síðustu árum eigi e.t.v. einhvern þátt í því að Íslendingur virðast orðnir heldur grænni í hugsun. En ef svo er, gæti þetta þá ekki allt breyst, t.d. ef miklir mannskaðar eða aðrar hörmungar yrðu í tengslum við Kötlugos? Hvað segið þið – haldið þið að það skipti einhverju máli hvort náttúran sýnir okkur vænu hliðina eða þá grimmu? Pétur: Byggjum við í dag það mikið á graspeningi að eldgos geti velgt okkur undir uggum á svipaðan hátt og áður gerðist þegar aska lagðist yfir sveitir o.s.frv. – myndi það hafa svo veruleg áhrif á okkar lífsskilyrði? Guðmundur: Nei, jafnvel þótt það kæmu Skaftár- eldar eða Móðuharðindi, þá hefði slíkt áhrif á aðstæður til búskapar í kannski 2-3 ár en ég hef ekki trú á því að það skipti neinum sköpum. það gætu þó auðvitað komið einhverjir atburðir sem væru enn áhrifaríkari en jafnvel Skaftáreldar. Pétur: Það hafa samt komið hér slæm ár, t.d. kalárin á sjöunda áratugnum, sem hefðu haft mjög alvarlegar afleiðingar 100 árum fyrr en snerta okkur hinsvegar ákaflega lítið, með þeim möguleikum sem nútíminn hefur fært okkur. Þorvarður: Í framhaldi af þessu – ef við erum kannski núna að komast á það stig að náttúran, jafnvel í sinni grimmustu mynd, getur tiltölulega lítið skaðað okkur, þá vaknar spurningin hvort við getum ekki farið að hætta þessari baráttu við náttúruna – sem alltaf er talin svo „óblíð“ – og farið að sættast við hana? Guðmundur: Hluti af þeirri sátt hlýtur að vera að það myndist einhver gagnkvæmur skilningur milli náttúru og manns, að maðurinn geri sér grein fyrir því að hann er hluti af náttúrunni og verður að sætta sig við hana, vera viðbúinn því að takast á við þá erfiðleika sem frá henni stafa. En eins og er, þá tel ég að stór hluti þjóðarinnar geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að náttúran er til sem slík. Menn verða kannski varir við það að veðrið breytist – stundum rignir eða snjóar eða blæs – en menn eru svo óhultir innan fjögurra veggja hlýrra húsa að það verður þeim lítið vandamál. Halldór: Ég er ekki viss um að við getum hætt að hafa áhyggjur af katastrófum þótt tæknistigið sé orðið þetta hátt – það geta komið hafísár og hindrað fiskveiðar, það gæti orðið umhverfisslys í sjónum þannig að fiskurinn yrði óveiðanlegur í tugi ára, það gætu komið svo öflugir jarðskjálftar að allar þessar virkjanir myndu hrynja eins og spilaborgir. Við höfum enga tryggingu fyrir því að svona lagað geti ekki gerst. Fólk lifir kannski í einhverjum hjúpi en það er mikilvægt að rækta einhvers konar samtal við náttúruna, að viðhalda þessum sáttmála manns og náttúru sem hefur alltaf verið til staðar. Þóra Ellen: Ef svo færi að loftslagsbreytingar hefðu áhrif á Golfstrauminn værum við í alveg hræðilega vondum málum. Mér dettur líka í hug að slys – t.d. kjarnorkuslys – úti á Atlantshafi sem hefði áhrif á fiskimiðin okkar myndi um leið eyðileggja þessa hreinu ímynd af landinu og afurðum þess sem við gerum svo mikið út á. Ef maður horfir til framtíðar og hvernig viðhorfin geti átt eftir að breytast, þá finnst mér það blasa við að ferðaþjónusta muni stóraukast á Íslandi á næstu árum. Þar sem hagsmunir ferðaþjónustuaðila fara að mörgu leyti saman við hagsmuni þeirra sem vilja halda landinu í því sem næst upprunalegu ástandi, þá tel ég að fyrr eða síðar hljóti að verða mikill vendipunktur í náttúruverndarumræðunni, því þarna eru allt í einu komnir mjög sterkir efnahagslegir hagsmunir inn í myndina. Pétur: Varðandi ferðaþjónustuna, þá held ég að okkur hætti samt til að leika tveimur skjöldum – vilja bæði éta kökuna og eiga hana – við setjum t.d. niður kísilgúrverksmiðju við Mývatn og tölum í alvöru um að virkja Detti- foss en setja á hann krana sem hægt yrði að skrúfa fyrir og frá fyrir túrista. Menn virðast ekki átta sig á því að á meginlandi Evrópu býr fólk við allt aðrar aðstæður en hér – í heilli höfuðborg er kannski ekki að finna einn náttúrulegan steinn. það er ekki góðviðri eða einhver lúxus sem fólk er að sækja hingað heldur „villta náttúru“ – jafnvel rok og rigningu, einhvers konar ástand þar sem því finnst það vera í snertingu við lifandi öfl. Þannig held ég að Ísland horfi við hinni gömlu Evrópu. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.