Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 49
alþjóðavæðast, þrátt fyrir að núverandi valdhafar hafi ekki mótað fasta stefnu um samningaviðræður um aðild að fríverslunar- samböndum, eins og ESB eða NAFTA. Enda þótt ríkisstjórnin skilgreini og mæli framfarir í virkjunum og álverum eru kerfi sem byggjast á þekkingu, svo sem menntakerfið, heilbrigðis- kerfið, fjármálaheimurinn, stjórnun og vísindi, alþjóðleg og í takt við staðla Evrópusam- bandsins og annarra alþjóðlegra stofnana. Andstæðingar Fljótsdalsvirkjunar bentu á ýmsa möguleika til að nýta orkuauðlindirnar á annan hátt, t.d. til að framleiða vetni til að knýja ökutæki og fiskiskipaflotann, en til þess þyrfti litla eða enga stækkun virkjana. Þeir héldu því fram að stóriðjuframkvæmdir væru óhagkvæmar, bæði í umhverfislegu og félagslegu tilliti. Verjendur Eyjabakka beittu frumlegri, efnahagslegri hugsun til að benda á möguleikann á valkostum fyrir land og þjóð. Hnattvæðingin kom til bjargar Á alþjóðlegum vettvangi hefur saga umhverfisstefnu einkennst af baráttu fyrir viðurkenningu á því að hún sé byggð á gildri þekkingu og að umhverfissamningar verði eðlilegur þáttur í hugsunarhætti hagnýtrar rökhugsunar og efnahagslegrar þróunar. Hugtök eins og „varúðarregla“, umhverfisvæn nútímavæðing, umhverfisskuld, og sjálfbær þróun eru ný í orðaforða okkar. Þau eru ennþá umdeild vegna þess að þau eru hluti vísindalegrar og efnahagslegrar orðræðu sem hinir ólíku hagsmuna- og valdahópar geta afbakað í eigin þágu, auk þess sem þau eru oft óskiljanleg venjulegu fólki. Erfiðleikarnir sem grasrótarsamtök hafa staðið frammi fyrir helgast af því hve erfitt það oft á tíðum er að tengja vísindi, tækni, og flókin stjórnmál alþjóðavæðingar við daglegt líf hins almenna borgara. Í hvalveiðideilunum voru flestir Íslendingar ómeðvitaðir um þessa þætti í starfsemi Alþjóða hvalveiðiráðsins. En hin fjölþættu rök og mótmæli gegn Eyjabakkavirkjun náðu til almennings og fengu fólk til að hugsa um náttúruna á rómantískan hátt og í takt við hið framleiðnisækna hugarástand sem hæfir hagnýtri rökhugsun. Almenningur studdi heilshugar óháð umhverfismat, þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað það þýddi. Á sama tíma var áfram mikill stuðningur við stóriðjuframkvæmdir og virkjanir. Það má teljast einkennilegt að á sama tíma og mikil hreyfing er gegn hnattvæðingu í Evrópu og Ameríku (réttnefnd lýðræðishreyfing) hafa lög Evrópusambandsins, sem sett voru til að styrkja samruna Evrópu í fríverslunarsvæði, komið íslenskum náttúruverndarsinnum til góða. Með öðrum orðum hefur hnattvæðingin orðið íslenskri náttúru til gagns, þar sem hún hefur innleitt nauðsynlega lagasetningu um umhverfismál á Íslandi. Frekar en að lýsa sig andvíga stóriðju- framkvæmdum kröfðust andstæðingar Fljótsdals- virkjunar þess að óháð umhverfismat færi fram. Þeir kærðu virkjanirnar jafnframt til Eftirlitsstofnunar EFTA á þeim forsendum að undanþáguákvæði, sem Alþingi bætti við löggildingu tilskipunar ESB um umhverfismat árið 1993, stæðist ekki. Einnig hvöttu þeir Norsk Hydro til að standa við stefnuskrá sína í umhverfismálum. Að lokum fór svo að Norsk Hydro dró sig út úr samstarfinu og gerði þannig í raun áform bæði um álver í Reyðarfirði og Fljóts- dalsvirkjun að engu. Þó að Norsk Hydro hafi stutt íslensku ríkisstjórnina opinberlega, lítur út fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi endurmetið hættuna á að ímynd fyrirtækisins biði hnekki ef þeir færu ekki eftir stefnuskrá þess í umhverfismálum. Auk þess er hagnaður af stórri verksmiðju, á svæði þar sem samgöngur eru vanþróaðar og vinnuafl dregst saman, í hæsta máta óviss. Landsvirkjun flutti fyrirhugaða virkjun til Kárahnjúka. Félagsleg og umhverfisleg áhrif virkjana eru enn í umræðunni. Að lokum vil ég taka fram að nútíma þjóðernis- hyggja hefur verið talin virkja sameiginlegan vilja þjóðarinnar til að greiða götu framfara, en ekki standa í vegi fyrir þeim. Í hvalveiðimálinu var þjóðernishyggjan notuð til að veikja gagnrýni á misnotkun stóriðjunnar á náttúrunni. Ríkisstjórnin og fjölmiðlarnir skópu í sameiningu erlendan andstæðing og máðu út mörkin milli undirstöðu velferðar þjóðarinnar, smábátaútgerðarinnar, sem þegar átti undir högg að sækja vegna kvótakerfisins, og efnahagslegra hagsmuna Kristjáns Loftssonar og Hvals hf. Hvað Eyjabakka varðar lítur í fyrstu út fyrir að framfarir hafi verið hindraðar. En í rauninni hefur þróuninni verið beint inn á nýjar framfarabrautir, sem eru betur í takt við þá staðreynd að íslenskt nútímaþjóðfélag er miðstéttarþjóðfélag, þéttbýlis- samfélag og mjög alþjóðlegt í háttum vegna vaxandi velmegunar, ferðalaga, aukinnar menntunar, fjölmiðla og netsins. Ferðamannaiðnaðurinn er önnur stærsta gjaldeyristekjulind Íslendinga. Netið og möguleikar alþjóðlegra viðskipta, aukið frelsi í erlendum fjárfestingum og hreyfing á fjármagns- markaði hafa ýtt undir hugbúnaðariðnað og viðskiptafyrirtæki sem umhverfisvænan valkost. Margir viðskiptafrömuðir hafa tekið höndum saman um að þrýsta á auknar fjárveitingar til menntunar í raunvísindum og upplýsingatækni, hugbúnaðar- þróun, hugvísindum og tungumálum. Íslendingar eru nú þegar fjöltyngdir, sem er stór kostur í hnattrænu hagkerfi, en þörf er á menntuðum embættismönnum og stjórnendum til að halda því gangandi. Eins og Björk syngur í Hunter: thought I could organize freedom / how Scandinavian of me... [Hélt að ég gæti skipulagt frelsið / hversu skandínavískt af mér ...] Brynhildur Björnsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir þýddu. Anne Brydon (f. 1956) er kanadískur mannfræðingur. Hún hafði aðsetur í Reykjavíkur Akademíunni í vor þar sem hún vann að rannsóknum á sjálfsmynd Íslendinga. „Íslendingar hafa aldrei orðið nútímalegir, jafnvel þótt þeir hafi aðlagast nútímanum fullkomlega og á raunsæjan hátt.“ tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.