Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 48
rómantískan hátt sem villt, handan menningar og vettvangur óljósrar en djúpstæðrar göfgi, eða hin sanna uppspretta sjálfsins. Fólk flýr út í náttúruna undan sífellt auknum þrýstingi frá starfi og fjölskyldu, til að finna þar tilfinningalegan griðastað. Fólki yfirsést oft að öræfin eru í raun önnur náttúra, náttúra sem menningin hefur skapað sem hluta af dýpstu og persónulegustu upplifun sjálfsins. Að fara á vit náttúrunnar getur verið myndhverfing þess að upplifa sjálfið á dýpri hátt. Eyjabakkagjörningur leitaði í þessa áhrifamiklu uppsprettu og með þessari rómantísku sýn á náttúruna tengdist hver og einn þátttakandi samvitund þjóðarinnar. Þjóðernishyggja og náttúra Þjóðernishyggjan hefur aldrei algerlega rofið tengslin við fortíðina heldur byggir hún á tryggðarböndum sem fólk hefur myndað, kynslóð fram af kynslóð, við ættmenni sín, sveitabæinn, sýsluna og einnig við hina auðugu munnlegu og bóklegu sagnahefð sem blandar saman kristni, þjóðsögum og galdri. Mannfræðingar sem hafa rannsakað samfélög víða um heim hafa komist að því að þjóðernishyggja og trúarbrögð virka eins á táknrænu sviði. Huglæg tilfinning þjóðernis- hyggjunnar kemur í stað Guðs með upphafna Náttúru sem frumforsendu sannleika og trúverðugleika. Hér á Íslandi blönduðust fámælgi og sjálfstjórn bændasamfélagsins, ásamt siðareglum víkinga sem Eddukvæði og Íslendingasögur báru með sér, saman við lútherstrú á 16. og 17. öld og mynduðu eins konar fagurfræði fátæktarinnar. Nútíminn og skynsemishyggja hans eru grædd á þessa fagurfræði með módernískum viðhorfum í listum og byggingarstíl. Það er því réttara að segja að Íslendingar hafi íslenskað nútímann fremur en að erlendri hugmynd hafi verið troðið upp á það sem fyrir var. Íslendingar hafa stöðugt flutt inn hug- myndir og gefið þeim innlendan svip. Ég lít á þjóðernishyggju á þennan hátt, þ.e. sem hugmynd sem Íslendingar hafi numið sjálfir vegna þess að hún hefur hagnýta þýðingu. Mér hefur orðið ljóst eftir margar heimsóknir hingað, þótt mér hafi aldrei tekist að koma orðum að því eða getað greint það á fullnægjandi hátt, að Íslendingar hafa aldrei orðið nútímalegir, jafnvel þótt þeir hafi aðlagast nútímanum fullkomlega og á raunsæjan hátt. Ástæðan fyrir því að þetta hljómar eins og þverstæða er sú að þetta er þverstæða. Þessi fagurfræði er harmræn, alvarleg, stolt, ströng og fálát en leitar samt frá jörðu til himna að endurlausn. Í landi þar sem grasrótarbókmenntir urðu þjóðinni til andlegrar bjargar á erfiðum tímum, og tilfinningum hefur ítrekað verið beitt til að upphefja andann sem jákvæða félagslega dygð, var alvara Eyjabakkagjörningsins rækilega rótföst í menningu þjóðarinnar. Það er áhugavert að hugmyndin um endurlausn í andanum er miklu fremur endurómur af útópískum anda nútímans en mótsögn við hann. Í þessu tilfelli er paradís fólgin í veraldlegri framtíð sem verður til með „góð- verkum“ framfaranna. Spurningin er hins vegar: Hvernig ber að túlka framfarir? Felast framfarir í því að reisa virkjanir og álver eða í því að skapa ferðamannaparadís fyrir alþjóðlega miðstétt, hvort sem hún er innlend eða erlend, sem vill upplifa náttúruna á rómantískan og fagurfræðilegan hátt? Þrunginn þjóðernisvitund Eyjabakkagjörningur var ekki bara sjónræn upplifun. Fyrstu viðbrögð þeirra sem þátt tóku í honum, og einnig þeirra sem sáu hann í sjónvarpsfréttum, voru líkamleg, jafnvel þótt fólk vísaði fremur til tilfinninga þegar ég talaði við það eftirá. Ekki má líta á frétt sjónvarpsins sem hreina eftirlíkingu atburðarins. Hér endurskilgreindu fréttamenn ekki það sem gerðist, heldur fluttu þeir boðskap listamannanna af skilningi, en þó á hlutlausan hátt. Eyjabakkagjörningur var ástríðufullur og þrunginn þjóðernisvitund, herferð til varnar náttúrunni. Með því að breyta óafmarkaðri mýri á „ritúalískan“ hátt í afmarkað svæði þar sem samband þjóðar og náttúru hlaut helgan sess, gróf gjörningurinn undan þeirri ráðandi samsvörun sem verið hefur á milli þjóð- erniskenndar og efnahagslegrar þróunar á vegum ríkisins. Náttúran og sagan hafa löngum verið grundvöllur menningar og táknkerfa sem íslenska þjóðin notar til að skilgreina sjálfa sig. Gjörningurinn byggðist á þessum grunni og þar var sett á svið vígsluathöfn sem umbreytti Eyjabökkum úr náttúrulegri neysluvöru fyrir iðnað í helgan reit, óaðskiljanlegan hluta þjóðarinnar. Ólíkt kapítalískri vöru sem gengur kaupum og sölum er kjarni lýðræðisins sá að ekki er hægt að selja ákveðna hluti, þeir eru of mikilvægir til þess. Gjörningurinn vísaði einmitt til þess. Lýðræðið krefst þess að hver einstaklingur beri ákveðna ábyrgð og hafi ákveðnum skyldum að gegna gagnvart öðrum mönnum. Á þann hátt tengjast allir samfélags- þegnar gagnkvæmum en ósýnilegum böndum. Sambúð kapítalisma og lýðræðis er ávallt erfið og gjörningurinn er dæmi um alvarlegan ágreining þar á milli. Eyjabakkagjörningur gerði sýnilegan horn- stein nútímans sem er svo samofinn daglegu lífi að hann er nánast ósýnilegur. Hann byggist á samruna hagnýtrar rökhugsunar og tækniþróunar sem tengist efnahagslífi um allan hinn kapítalíska heim. Nú á tímum er allt sem fellur ekki að efnahagslegri rökfærslu og gróðasjónarmiðum, sem kapítalisminn byggist á, álitið einkennilegt og jafnvel hættulegt. Hagnýt rökhugsun er hugmyndafræði skrif- ræðisins, hugmyndafræði sem skilgreinir rökhugsun út frá staðreyndum, reglu, stjórnun og skilvirkni. Til að hrinda henni í framkvæmd þarf sérfræðinga. Í hagnýtri rökhugsun er órjúfanlegt samhengi milli orsaka og afleiðinga. Og hún tekur aðrar tegundir rökhugsunar ekki gildar. Góður árangur Eyjabakkagjörnings stafaði ekki aðeins af notkun sterkra og tilfinninga- þrunginna táknmynda þjóðar og náttúru, heldur af því að hann tók gildar þær reglur sem ríkja í hagnýtri rökhugsun og eru inngreyptar í gildismat nútímans. Á síðasta áratug hafa íslenskar stofnanir smám saman verið að „Huglæg tilfinning þjóðernishyggjunnar kemur í stað Guðs með upphafna Náttúru sem frumforsendu sannleika og trúverðugleika.“ tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.