Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 33
réði myndlistarmann í vinnu á sömu forsend- um og vísindamann í stað þess að kaupa af honum verk á sýningu. Listamaðurinn myndi þá vinna verkið út frá t.d. staðsetningu fyrirtækisins og innihaldi starfseminnar. Þessi hugmynd var samþykkt af Íslenskri erfða- greiningu og síðan fékk ég algjörlega að ráða því hvernig ég bæri mig að við vinnuna. Ég byrjaði þá á því að setja mig í stellingar og fór að kynna mér starfsemi fyrirtækisins, sjá út á hvað þetta allt gengi, og fór í því sambandi að ræða við vísindamennina sem þarna voru að vinna. En því meira sem ég ræddi við þá, því ruglaðri varð ég – þetta sem þeir voru að segja mér passaði alls ekki við þá ímynd sem ég hafði gert mér um það sem þeir og fyrirtækið væru að gera – mér fannst þeir í raun verða geggjaðri og geggjaðri því meir sem ég talaði við þá. Á tímabili var ég ákveðinn í að hætta við þetta allt saman og endurgreiða launin sem ég var búinn að fá – mér fannst ég alls ekki ráða við þetta verkefni. Það var ekki fyrr en ég fór að sækja í minn eigin brunn að ég fékk aftur sjálfstraustið og sá að ég gæti raunverulega komið þessu heim og saman. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi tekið þessu of alvarlega fyrst – reynt of mikið að setja mig í spor vísindamannsins og vera eins og hann. Það var algjör misskilningur og þess vegna rugluðu þessar samræður mig svo mikið í ríminu. Síðan fór ég að slappa meira af og vinna meira út frá mínum eigin forsendum, þá fór ég að ná miklu betur til vísindamannanna og þá kom hug- myndin að verkinu. Þarna er því komið dæmi um aðskilnaðinn á milli vísindamanna og listamanna sem við vorum að tala um áðan – þessi aðskilnaður þarf ekki endilega að vera til staðar en það getur líka verið hollt að vera ekki að kássast um of í því sem hinir eru að gera eða hætta sér a.m.k. ekki of langt frá sínu eigin sviði. Hver maður verður að vinna út frá sínum forsendum – en ég held hins vegar að þessar samræður milli vísinda og lista séu galopnar. Guðmundur: Ég fór í þjóðmenningarhúsið um daginn þar sem skáld voru að lesa upp ljóð. Þar varð ég fyrir þessari sömu reynslu og þú, ég botnaði hvorki upp né niður í því sem fram fór. Einstaka sinnum fannst mér að ég þekkti einhverja smáglætu en flest þessara ljóða – ég náði þeim bara ekki, þau voru dul og djúp og erfið, ég hefði þurfti í sitja í langan tíma yfir þeim til þess að fá einhvern botn í þau. Kannski er ég bara svona slæmt móttökutæki – þessi reynsla varð ekki til þess að byggja upp sjálfstraustið hjá mér. Sumt af þessu efni fannst mér vera tómt bull en annað hefði mér eflaust þótt ágætt eftir frekari yfirlegu og umhugsun. Það er annars svolítið einkennilegt hvað vísindamenn eru iðnir við að sækja listviðburði – mér finnst ég alltaf rekast á mikinn fjölda þeirra þegar ég fer sjálfur á tónleika eða þess háttar. Pétur: Ég held að listamaðurinn geti auðveldlega örvast af vísindum og fræðum en þegar upp er staðið hlýtur hann að miðla þessum áhrifum á sínum eigin forsendum. Jónas Hallgrímsson yrkir: „Vesalings sóley, sérðu mig...“ – hann kemur ekki með latínuheitið eða einhverja vísindalega flokkun á blóminu, heldur upplifun og listræna miðlun á þeirri upplifun. En kannski er eitthvað í tíðarandanum um þessar mundir sem gerir það að verkum að það er samsláttur á milli greina. Maður tekur eftir því að bækur eftir vísindamenn, jafnvel á sérhæfðu sviði, virðast eiga hljómgrunn og hafa náð töluverðri útbreiðslu. Mér dettur helst í hug að þarna sé forvitni almennings um lífið og tilveruna að renna í farveginn þar sem listir, vísindi og fræði haldast í hendur. Þrátt fyrir þessa miklu sérhæfingu sem nú er orðin, þá sé viðfangsefnið hreinlega þannig lagað að það skírskoti til almennings. Þorvarður: Þóra, þú hefur verið að vinna að því að undanförnu að útbúa flokkunarkerfi til þess að leggja mat á ólíkar tegundir landslags – værir þú til í að segja okkur aðeins frá þeirri vinnu, t.d. hvað rak þig til að gera þetta og hvernig þér hefur miðað? Þóra Ellen: Þetta verkefni er hluti af vinnunni við rammaáætlunina um nýtingu vatnsafls og jarð- varma, þar sem ætlunin er að taka alla helstu virkjunarkosti landsins til skoðunar – u.þ.b. hundrað staði – og meta þá og flokka eftir ákveðnu kerfi sem tekur tillit til fjölmargra, ólíkra þátta. Með þessari vinnu er ætlunin að leiða í ljós hvaða virkjunarkostir eru bestir, matið getur raunar líka leitt í ljós svæði sem frekar er ástæða til að vernda en nýta. Sá hópur innan rammaáætlunarinnar sem ég starfa með kemur bæði að náttúru og menningarlífi. Það er mjög erfitt verk að reyna að ná utan um mat á öllum þessum þáttum náttúrunnar og setja þá inn í einhvers konar kerfi. Einn þáttur sem við stað- næmdust fljótlega við var landslagið, við vorum öll sammála um það að við yrðum einhvern veginn að finna leið til að meta landslag sem slíkt – það voru meira að segja ýmsir í hópnum sem töldu að það væri fyrst og fremst landslagið sem gæfi þessu landi gildi, sérstaklega miðhálendinu. Ég held þó að það hafi aldrei verið reynt að meta landslagið til bls. 33Þorvarður Árnason: Hringborðsumræður um náttúru, vísindi og listir tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.