Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 14
Hæfileikaríkir listamenn koma fólki stundum á óvart. Verk þeirra geta jafnvel komið því í opna skjöldu. Þegar listaverk hefur sterk áhrif á fólk getur verið vandi að átta sig á því hvers vegna. Slíkir eru töfrar listarinnar. Listræn tækni, svo sem stíll, form og bygging, er greinanleg þeim sem búa yfir þekkingu til þess. Og hæfni í meðferð slíkrar tæknikunnáttu getur skilað sér í áhrifamiklum listaverkum. En meistaralega gerð listaverk byggjast þó ekki á tæknikunnáttunni einni saman. Því hæfileikaríkir listamenn blanda saman innsæi og tæknikunnáttu í listsköpun sinni. Og í þessari blöndu eru töfrar listarinnar fólgnir. Ljósmyndin Baldur eftir Ara Magg var valin ljós- mynd ársins 2000 af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Ljósmynd Ara, Í stormi lífsins, var auk þess valin tískuljósmynd ársins og hann fékk jafnframt viðurkenningu fyrir portrett ársins. Ljósmyndin Baldur vakti svo sterk viðbrögð Ásgríms Sverrissonar kvikmyndagerðarmanns að hann sá ástæðu til að skrifa um það heila tímarits- grein. Greinin birtist í síðasta hefti tmm (1. hefti 2001) undir yfirskriftinni Myndir þýða eitthvað. Niðurstaða Ásgríms virðist vera sú að í fyrsta lagi megi ekki líta út eins og dæmigerður „aríi“. Í öðru lagi að banna skuli ljósmyndir af fólki sem hefur dæmigert norrænt útlit. Og í þriðja lagi að banna skuli að beita fagurfræði í ljósmyndum, sem minni á mótíf nasista. Búmerang Ásgríms Sverrissonar Ásgrímur oftúlkar ekki einungis sögulegar tilvísanir í myndmáli ljósmyndarinnar Baldurs, heldur er gagnrýni hans bæði ruddafengin og ósanngjörn. Hún er auk þess órökstudd. Listamanninum er ekki sýnd sú lágmarkskurteisi að tæpa á því sem vel er gert í þessari ljósmynd. Ekki orð um tækni, stíl, lýsingu eða listrænt gildi. Lunginn úr grein Ásgríms er aftur á móti lofsöngur um Leni Riefenstahl. Hann virðist jafn hrifinn af henni og hann hefur mikla óbeit á því í verkum Ara Magg sem honum finnst minna á verk hennar. Í þessu felst sér- kennileg þversögn. Ásgrímur er ekki spar á lofið í garð Leni Riefenstahl: „Enginn getur dregið í efa listamannshæfileika hennar sem reyndar eru svo einstakir að hún á helst heima í hópi endurreisnar- málaranna hvað varðar sýn hennar á manns- líkamann.“ Hann snýr sér svo að ljósmynd Ara Magg: „Þarna er um að ræða auglýsingamynd vegna upp- setningar á tónverkinu Baldri eftir Jón Leifs. Á henni sjást tveir föngulegir ljóshærðir karlmenn niður að brjóstkassa og beinist myndavélin mót þungbúnum himni.“ „Ekkert er við ljós- myndina að athuga, nema síður sé...,“ segir Ásgrímur, hvað svo sem það merkir. En svo koma fullyrðingarnar: „... að undanskildu einu atriði: því sögulega samhengi sem hún vísar í. Fagurfræði hennar kemur beina leið úr skóla Leni Riefenstahl, þeirrar merku kvikmyndagerðarkonu, hverrar verk eru órjúfanlega tengd hinum þýska nasisma og drauminum um þúsund ára ríkið.“ „Útkoman er plakat fyrir merkan menningar- viðburð sem dreift var um alla borg síðasta sumar. Ljósmynd sem er eins og klippt út úr Olympíu eða Sigri viljans, þessum tveimur meistaralega gerðu heimildarmyndum sem skópu orðstír Riefenstahl og myndgerðu nasismann.“ Svo fer Ásgrímur að velta því fyrir sér hvort Ari Magg hafi stolið einhverju frá öðrum: „Nú er í sjálfu sér ekkert að því að fá lánað; „ef þú þarft að stela, steldu þá frá þeim bestu“, segir máltækið og kannski er það tilfellið hér.“ „Klúður ársins“ Ásgrímur er uppteknari af listamanninum en verkum hans. Hann varpar fram eigin vangaveltum um það sem hugsanlega Óvönduð gagnrýni er eins og búmerang Svar við gagnrýni á sigurljósmynd Ara Magg Ragnar Halldórsson tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.