Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 4
Þann 14. febrúar á síðastliðnu ári læddust nokkrir ungir listamenn um Skuggahverfið í Reykjavík vopn- aðir verkfærum, myndavélum, myndbandstökuvélum og hljóðupptökutækjum. Stefnan var tekin á gamalt, gult bárujárnshús sem um skeið hafði staðið autt í hverfinu miðju. Og ástæðan – þeim fannst vanta vettvang fyrir óháða listsköpun í Reykjavík. Listamennirnir voru rétt að skrúfa einn gluggann af hjörunum þegar þeim varð ljóst að í litlu samfélagi eins og Íslandi er engin leið að laumast. Hér frétta allir allt – ljósmyndari Morgunblaðsins var mættur á staðinn. Blaðamaðurinn sem hringdi í kjölfarið skammaðist svolítið yfir uppátækinu en gat þó upp- lýst innbrotsfólkið (varla er hægt að nota orðið innbrotsþjófar) um að húsið væri í eigu Eimskips. Strax næsta dag hringdu hústökumennirnir í Eimskip og þar var þeim vel tekið, „enda fyrirtækinu ekki stætt á öðru sem aðalstyrktaraðila menningar- borgarinnar og þetta var okkar óháða framlag til menningarársins,“ segja þau Berglind Ágústsdóttir, Guðni Gunnarsson, Unnar Örn Auðarson og Gunnhildur Hauksdóttir sem bjóða tmm í kaffi. „Eimskipsmenn voru mjög jákvæðir, þeir tóku alveg hárrétt á málunum frá upphafi og fá þakkir fyrir. Þeir greiða fyrir okkur rafmagnið og hafa eiginlega gefið okkur húsið. Viðhorf Eimskips er til fyrir- myndar, svo ekki sé minnst á Reykjavíkurborg Kaos í gula húsinu sjálfa.“ Þau benda þó á að enginn hiti sé á húsinu og þótt Eimskip pungi út fyrir notkun rafmagnsofna, hafi sýningahald að mestu legið niðri yfir háveturinn. „Þegar voraði fór hins vegar að lifna yfir Gula húsinu enda er starfsemi þess lífræn og stjórnar sér sjálf í takt við árstíðirnar.“ Hústökufólkið sjálft stóð að fyrstu sýningunni í Gula húsinu. Innbrotið var tekið upp á myndband sem sýnt var „á vettvangi“. Síðan þá hafa á annað hundrað manns sýnt listir sínar í Gula húsinu, myndlistarmenn, leikarar, dansarar og skáld, auk þess sem fjölmargir tónleikar hafa verið haldnir þar. Uppákomurnar eru af ýmsum toga, nefna má sam- sýningu um 50 málara, franska stuttmyndahátíð, kynningu á hjólabrettamenningu og „Turntable art“ þar sem áhersla var lögð á plötuspilarann sem hljóðfæri. Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, var með sýningu á listaverkum sem fólk hafði hent og loks má nefna sýninguna „Innlit/Útlit“ sem Ráð- hildur Ingadóttir og Birgir Andrésson stóðu að, en þau ákváðu að mála húsið sjálft, Ráðhildur að innan en Birgir að utan. Gula húsið er því í raun grænt í dag, þökk sé Birgi. Nokkrir listamenn eru með vinnustofur í Gula húsinu en sýningahald þar er óttalega óskipulagt, starfsemin einkennist af „krafti og kaos“, eins og því er lýst fyrir tmm. Sá hópur sem haldið hefur utan um Gula húsið er um 10-15 manns. „Í raun- inni á enginn þetta hús og það er mikilvægt að öllum líði hérna eins og heima hjá sér,“ segir Berglind. „Það sem kannski skiptir mestu máli er hraðinn, hér gerist allt „spontant“ og án ritskoðunar. Sýningum er ekki raðað niður langt fram í tímann og því er engin þörf á að bíða í eitt til tvö ár eftir sýningarsal.“ Gunnhildur útskýrir skipulagið: „Ýmist leitar fólk til okkar með hugmyndir og fær húsið til umráða á eigin forsendum eða við leitum til listamanna sem okkur finnast spennandi, jafnvel til að stefna nokkrum þeirra saman.“ Hún bendir á hversu mikið sé að gerast í kringum Gula húsið og hug- myndirnar séu óþrjótandi. „Ástæðan er sú að frumkvæði virkar alltaf hvetjandi og skapandi,“ segir hún. „Sköpunarorkan er hreinni í Gula húsinu en víða annars staðar.“ „Eimskipsmenn litu kannski á okkur sem krakka í upphafi og fannst hugmyndin sniðug,“ viðurkenna Unnar og Guðni. „Listamenn taka Gula húsið hins vegar alvarlega, enda er þetta ekkert einsdæmi sem við erum að gera,“ segja þeir og nefna Suðurgötu 7 og Rauða húsið á Akureyri. „Gula húsið hefur náð að skapa sér sess. Galleríið sem varð til við innbrot! Gula húsið málað fyrir Birgi Andrésson Ráðhildur Ingadóttir málar Gula húsið að innan tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.