Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 51
I „Meðan guðirnir eru á aðalsviðinu,“ skrifar Salman Rushdie á einum stað í nýjustu skáld- sögu sinni, „verðum við dauðlegir að híma á sviðsvængnum. En eftir að stjörnurnar eru búnar að ljúka öllum sínum harmrænu dauðs- föllum koma aukaleikararnir upp á sviðið – þetta er endirinn á stóra veisluatriðinu – og við fáum að éta upp allan helvítis matinn.“ Salman Rushdie hefur í skáldsögum sínum einmitt kannað sviðið eftir að guðirnir eru horfnir af því, þegar persónur harmleiksins eru orðnar afkáralegar í grátlegum aðstæðum sínum. Þó eru þær alltaf að einhverju leyti staddar í gömlum sögnum, forn söguljóð svífa yfir vötnum, forkristnar frásagnir af breyskum guðum skjóta upp kollinum. Þær heita jafnvel nöfnum fornra stórmenna, skáldjöfra eða engla – Daríus Serkses, da Gama, Omar Khayyam, Gibreel. Þessar vísanir til fyrri alda þjóna þeim tilgangi að varpa ljósi á samtíð okkar. Í ótrúlegum, furðukenndum og öfgafullum skáldsögum Rushdies er unnið með samtímasögulegan efnivið og sjónum beint að knýjandi vandamálum og þverbrestum í flóknum veruleika okkar tíma, að stjórnmálum sem „eru til skiptis farsi og harmleikur“, eins og hann sagði einhverju sinni. Til þess hefur hann meðal annars gengið í smiðju suður- amerískra rithöfunda eins og Gabriels García Márquez sem kenndir hafa verið við „töfraraunsæi“ og lýstu samfélagsveruleikanum með því að beita hugarfluginu vegna þess að veruleikinn jafnast á við skáldskapinn í undrunarefnum. Í nýjustu skáldsögu Rushdies sem áður er getið er svolítill leikur með þetta furðukennda eðli veruleikans. Þar er á einum stað vikið að vinsælustu hugarflugsspennusögu ársins, Watergatemálinu, sem litið er á sem fjarstæðukenndan tilbúning, enda fjalli hún um framtíðar- forsetann Nixon sem verði að láta af embætti eftir að hafa reynt að hlera skrifstofur demókrata. Sú ásökun er sönnuð að lokum „og sagan tekur ákaflega ótrúlega stefnu þegar í ljós kemur að Nixon hefur líka hlerað sjálfan sig, ha ha ha, það sem þessum gaurum dettur í hug til að koma okkur til að hlæja“. Á hliðstæðan hátt voru atburðirnir sem urðu í kjölfar útgáfu skáldsögu Rushdies, Söngva Satans, svo lygilegir að þeir hefðu jafnvel þótt ótrúverðugir í skáldsögu. Ayatollah Khomeini erkiklerkur dæmir rithöfund til dauða svo að hann neyðist til að fara huldu höfði árum saman, heitttrúaðir efna til mótmælaaðgerða gegn honum og brenna bókina, þýðendum og einum útgefanda hennar eru sýnd banatilræði og bókin er víða fjarlægð úr verslunum. II Með annarri skáldsögu Rushdies, Miðnæturbörn (Midnight Children, 1981) öðlaðist Indland nýja rödd í skáldskap. Í stað þeirrar settlegu myndar af landinu sem hafði áður birst í skáldsögum kom nú fram höfundur sem tók sér fyrir hendur að lýsa því í óendanlegum margbreytileika þess í kraftmiklum frásögnum sem mynduðu eina iðandi og marg- slungna heild. Sagan gerist í Bombay og þar koma við sögu helstu atburðir í sögu landsins eftir að það fékk sjálfstæði. Sögumaðurinn er eitt af 1001 barni sem fæddist fyrsta klukkutímann sem landið var sjálfstætt 15. ágúst árið 1947. Tvö af þessum börnum fæðast á sama fæðingarheimilinu á slaginu á miðnætti og er annað komið af fátæklingum, hitt af auðmönnum. En börnunum er víxlað. Það barnið sem er af múslimskum aðalsættum lendir í höndum götusöngvara sem skírir hann Shiva, en auðmanna- fjölskyldan fær fátæklinginn með gúrkunefið sem er hálfur Englendingur og hálfur hindúi og skírir hann Saleem. Þeir Shiva og Saleem (sögumaðurinn) verða síðan svarnir fjendur. Saleem fær alla athyglina. Fæðingu hans er ákaft fagnað og Nehru forsætisráðherra sendir bréf þar sem hann segir að örlög hans verði ævinlega samfléttuð örlögum Indlands. Dag einn fær hann höfuðhögg og uppgötvar að hann býr yfir fjarskyggni. Frá níu ára aldri getur hann blandað sér í líf annarra að vild, séð í gegnum veggi, uppgötvað öll leyndarmál, þar á meðal leyndarmálið um uppruna sinn. Hann kemst að því að öll miðnæturbörnin búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, sum geta til dæmis ferðast í tíma og eitt þeirra getur skipt um kyn að vild. Saleem dreymir um að nýta alla þessa hæfileika í þágu landsins og stofna „miðnæturþing“, en ótti hans við hinn ægilega Shiva og sektarkennd hans yfir að hafa erft forréttindi hans koma í veg fyrir að svo verði. En vegna þess að þau ógna valdhöfum með hæfileikum sínum eru þau þeirra sem enn lifa um síðir gerð ófrjó og svipt voninni. Sagan hefur greinilega allegóríska skírskotun og felur í sér snarpa gagnrýni á þróun indversks samfélags. Rushdie hlaut hin Árni Óskarsson: Salman Rushdie og furður veruleikans bls. 51 Salman Rushdie og furður veruleikans Nýjasta skáldsaga Rushdies Jörðin undir fótum hennar tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.