Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 47
varð vart þegar umræðan hófst um Fljótsdals- virkjun, en Guðmundur Páll var einmitt einn forvígismanna gagnrýni á framkvæmdirnar. Aðrir viðburðir voru vikulegur ljóðalestur fyrir framan Alþingishúsið, hungurverkfall og ákall skálds til norska konungsins. Svipuð athöfn fór fram á undan Eyjabakkagjörningnum: Nöfn allra þeirra kennileita sem yrðu stíflunni að bráð voru höggvin í steina. Hverjum við- staddra var síðan falin ábyrgð á einum steini og þar með því kennileiti sem letrað var á hann. Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður tók áhrifamiklar myndir af landslagi og fljúgandi gæsum, og notaði fagurfræði skynjunar til að hafa áhrif á sjónvarpsáhorfendur. Hann framleiddi síðan myndband og gaf hverjum alþingismanni eitt eintak. Eyjabakkagjörningur var í sjö þáttum: Birting: Eftir upphafsákall gengum við í átt að 68 steinum sem lagðir höfðu verið í átta raðir á jörðina . Hringur: Við mynduðum hring um steinana. Átta einstaklingar stigu fram, hver á fætur öðrum, og lyftu steinunum gætilega, héldu þeim uppi stundarkorn, sneru þeim við og lögðu aftur á jörðina. Þegar öllum steinunum hafði verið snúið sáu áhorfendur að á hvern þeirra var letrað eitt orð úr íslenska þjóðsöngnum. Yfirlýsing: Kona ein kallaði hárri raustu: „Með gjörningi þessum helgum við þetta land hugsjón verndunar.“ Burður: Við tókumst í hendur og mynduðum stóran hring í kringum steinana. Rúrí, sem stjórnaði athöfninni, gaf fyrsta manni bendingu um að ganga fram og lyfta fyrsta steininum. Þá hóf hann þriggja kílómetra göngu yfir gróðurlendið við Eyjabakka, þar sem stíflan er fyrirhuguð, og fylgdi stikum sem vísuðu veginn að Jökulsá. Eitt og eitt, eða í pörum, tókum við upp byrðar okkar og slógumst í hóp göngumanna. Hver stika bar númer og orð sem samsvaraði einum steinanna. Fjöður: Fjöður af heiðargæs hafði verið bundin við hverja stiku. Við lögðum steininn okkar hjá stikunni sem bar sama orð og hann, og tókum fjöðrina með okkur í staðinn. Eftir að við höfðum safnast saman á árbakkanum sungum við þjóðsönginn sem við höfðum ritað á landið sem átti að hverfa undir vatn. Foss: Síðan áðum við og fengum okkur kaffi og meðlæti, lékum ferðamenn um stund og tókum ljósmyndir og dáðumst að fegurð fossanna. Kyrrð: Að lokum mynduðum við aftur stóran hring, héldumst í hendur og upplifðum í hljóði friðsæld og kraft staðarins. Við bárum þessa kyrrð með okkur á leið til baka, eftirvænting morgunsins hafði breyst í hljóða fullnægju. Í ljóði sínu fléttar Matthías Jochumsson saman tilvísanir í náttúru, þjóð og almáttugan Guð. Í þjóð- söngnum er sett fram hugsýn um samruna við Guð í dauða. Hann sýnir náttúruna og mennska tilveru sem hverfula, dapra og skamma í samanburði við staðfasta eilífð Guðs/Náttúrunnar. Andri Snær Magnason, einn af skipuleggjendunum, sagði eftir á að gjörningurinn minnti fólk á fegurð og kraft orða þjóðsöngsins sem það hefði áður tekið sem sjálfsögðum. Hann sagði einnig að hver og einn þátttakandi væri ánægður með orðið sem hann hefði verið ábyrgur fyrir, meira að segja sá sem hefði borið orðið „og“. Mér var mikill heiður að bera orðið „tilbiður“. Efnin sem notuð voru í gjörningnum - steinn, fjöður og tré - minna á frumefnin og drógu því upp mynd af náttúrunni sem andstæðu iðnvæðingar- innar. Menningarviðburður hafði skreytt yfirborð þeirra en ekki gert þau ónáttúruleg. Þau voru menning og náttúra samofin og þegar við bárum þau runnu þau saman við líkama okkar. Því þyngri sem steinninn var og gönguleiðin lengri, því meðvitaðri urðum við um samband líkamans við náttúruna vegna þess að vöðvarnir stífnuðu eða við blotnuðum í fæturna. Þegar við lögðum frá okkur steinana og tókum upp fjaðrirnar upplifðum við andstæður þyngdar og léttleika og bættum þar með við upplifunina: Með líkamanum tengdum við saman jörð og himin og tengdumst þannig andanum. Hvort það var andi hins kristna Guðs eða andar Ása eða landvætta, sál þjóðarinnar eða hin hreina nálægð við náttúruna varð hver og einn að ákveða fyrir sig. Þessi margræða tákngerving magnaði gjörninginn þar sem hvert og eitt okkar gat tengt sig við landið og þjóðina á fjölbreyttan hátt. Menning og náttúra í einu Nútíminn hefur aðgreint menningu og náttúru í bága við hina raunverulegu samþættingu þeirra. Manneskjur eru menning og náttúra í einu. Við erum hugsandi verur sem lifum í heimi tákna en um leið líkamar sem lútum líffræðilegum lögmálum. Náttúran er handan okkar og okkur svo miklu fremri en við sköpum náttúruna líka með menningar- bundinni hegðun sem aðgreinir svæði þekkingar og reynslu. Náttúran framleiðir menningu sem framleiðir náttúru og svo framvegis: Þetta er frum- þverstæða mannlegrar tilveru. Við getum ekki skilið náttúruna nema með því að nota tungumálið eða orðræðu. Innan þjóðríkisins (sem er ráðandi skipulag samtímans) er náttúran skilgreind út frá hugmyndum um fullvalda landsvæði, eignarréttindi og náttúruauðlindir. Hún er líka skilgreind á „Nútíminn hefur aðgreint menningu og náttúru í bága við hina raunverulegu einingu þeirra.“ Anne Brydon: Náttúrusýn Íslendinga - með augum gestsins bls. 47 tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.