Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 29
Þóra Ellen: Ég er mjög sammála þessu, það er afskaplega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hver óvissan er og hver áhættan er þegar um er að ræða svo stórar framkvæmdar – þetta vill hvort tveggja oft gleymast. Þess í stað fara menn að ræða um einhverjar óskilgreindar „mótvægisaðgerðir“ gegn tilteknum umhverfisskaða sem síðan kunna að reynast gjörsamlega óraunhæfar þegar hinn raunverulegi skaði kemur í ljós. grunn að því að landið varð að eyðimörk – það er engum ofsögum sagt því 80% af þeirri gróðurmold sem hér var við upphaf landnáms er nú fokin á brott. Afkomendur fyrstu kyn- slóða höfðu lítið frumkvæði til þess að gera nokkurn skapaðan hlut annan en að segja hver öðrum sögur. Það er fyrst um aldamótin þarsíðustu að Íslendingar kynnast hjólinu og annarri tækni. Eftir því sem líður á tuttugustu öldina verða menn sífellt stórvirkari í nýtingu hafsins, því landið gat lítið gefið. Smám saman kaupa þeir stærri og öflugri tól og tæki og auka sókn í hafið þar til þangað varð ekki meira sótt. Í stað þess að efla menntun með þjóðinni og fá hana til að nýta það hugvit sem kann að búa með henni er ráðist á næsta hráefni, orkulindir landsins og orkan seld í heildsölu til erlendrar stóriðju. Hér erum við nú og bindum allar vonir um bættan hag og aukinn kaupmátt við sölu á orku frá sífellt stærri virkjunum til sífellt meiri stóriðju. Við sitjum uppi með stjórnmálastefnu sem ber vott um landlægt dáðleysi. Það er enginn kraftur í þessari þjóð, engin framsýni. Menn kjósa sífellt að fara auðveldustu leiðina. það að svipta jarðveginum af landinu, ryksuga fisk upp úr sjónum eða virkja fallvötnin – þetta eru auðveldu leiðirnar, þær reyna ekkert á neinn. Við reynum aldrei að virkja sjálfan mannshugann til þess að gera eitthvað nýtt. Pétur: Guðmundur fór nú talsvert hratt yfir sögu (almennur hlátur) – ef við förum aftur í landnámið þá segir t.d. í Grettissögu: „Kröpp eru kaup ef hrepp ek Kaldbak en læt akra“ – þar er Önundur tréfótur greinilega að fara frá einhverju betra til annars verra. En hér hafa vissulega verið landgæði, þetta ósnerta, frjósama land sem hér var við landnámið hefur boðið upp á töluvert betri beitarhaga og meira undirlendi en til staðar var í hinum þröngu, norsku fjörðum – hér hefur verið búsæld og því hagsbót að flytjast til Íslands á þessum tíma. Síðan fer æði margt úrskeiðis og sú mynd sem t.d. Oddur Einarsson biskup dregur upp í Íslandslýsingu sinni um 1590, er af ákaflega gömlu og úr sér gengnu landi. Hún slær mann þessi sýn – okkur er svo tamt að líta á Ísland sem ungt og dýnamískt, en fyrir honum er það úr sér gengið og gamalt. Þær Íslandslýsingar sem fylgja í kjölfarið eru mjög of hið sama far. Þess vegna er athyglisvert að á 18. öld skrifar sá maður sem hafði mesta og besta þekkingu á Íslandi á þeim tíma, Eggert Ólafsson, rómaða lýsingu eftir að hafa ferðast um allt land með Bjarna Pálssyni. Djúp og staðgóð þekking hans á landinu virðist ekki koma í veg fyrir fljúgandi bjartsýni á möguleika til að lifa hér fögru og innihaldsríku mannlífi. Hann er bjartsýnasti Íslendingur aldarinnar. Og hér erum við ekki að tala um einhvern sveimhuga eða draumóramann heldur náttúrufræðing og skáld, með djúptæka þekkingu á landinu og möguleikum þess. Guðmundur: Ég veit ekki hversu djúptæka þekkingu Eggert hafði á landinu eða möguleikum þess, hann hefur auðvitað ekki haft aðgang að þeirri þekkingu sem við höfum í dag og því varla gert sér grein fyrir því hvað landbúnaðurinn hafði í raun skaðað landið frá upphafi. Menn fæðast inn í eitthvert ástand og þess vegna er ekki gefið að þeir sjái hver þróunin hefur verið yfir lengri tíma áður en þeir koma að þessu ástandi sem þeir sjálfir þekkja. það er ekki fyrr en um miðja síðustu öld að við raunveru- lega skynjum og vitum hvað hefur gerst með gróðurfar landsins. Þú vitnar í Eggert Ólafs- son, ég nefni Einar Benediktsson sem annað dæmi: einn af þessum mönnum sem sjá allt í logagylltum hillingum og eru bjartsýnir en þessi bjartsýni þeirra er ekki endilega tengd neinu raunsæi. Þóra Ellen: Hraði breytinganna skiptir einmitt mjög miklu máli – nátturuverndarhreyfingin á upptök sín í Bandaríkjunum og þó að það séu eflaust margar ástæður fyrir því að sú vakning sprettur upp þar, þá er ein helst ástæðan líklega sú að þar gerast breytingarnar svo hratt að þær verða sýnilegar á einni kynslóð. Fólk kemur að tiltölulega ónumdu landi og áhrif búsetunnar koma fjótlega í ljós, breytingarnar gerast á nokkrum áratugum. Í Evrópu er þetta að gerast á þúsund ára tímabili og fólk verður því ekki meðvitað um breytingarnar á sama hátt. Guðmundur: Já, þetta er mjög mikilvægt atriði og eins hversu erfitt er að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekin framkvæmd kann að valda, svo sem vegna þeirra áforma sem uppi eru varðandi Kárahnúkavirkjun. Þrátt fyrir umhverfismat og þess háttar, þá held ég að það sé mjög erfitt að ná öllum þeim þráðum saman sem þarf til að segja fyrir um afleiðingarnar af virkjuninni eða öðrum ámóta framkvæmdum. Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræðingur tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.