Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 10
pakkaði; tók sér far með einu skipa Hafrann- sóknarstofnunar langt útá haf kringum Ísland og henti flöskum öllum í sjóinn ógrátandi; en bókaðar nákvæmlega hnattargráður þar sem hent var. Ógrátandi af því flöskurnar eru vel varðar mjúkum spæni í spýtugrind og fylgir vingjarnleg orðsending til finnanda að láta vita um fundartíma og fundarstað, og eigi mynd fyrir vikið; hlæjandi af því hann er þess fullviss að flöskurnar finnist flestar, einhvers staðar, einhvern tíma. Og hefur reyndar vísindalega útreikninga og spár um hvert haf- straumar færi kampavínið; hvar beri að landi og hvenær. Þar fræða starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunar heima, fremstur Sven Aage Malmberg sem þekkir strauma; en tilkynningar um flöskufundi berast forstöðumanni Kjarvalsstaða, Eiríki Þórarins- syni, sem skráir. Þetta er önnur hlið verksins; það sem hafið tók, að láni. Hin snýr að því sem hafið gefur. Filipp fór á Straumsdögum sínum víða um fjörur Reykjaness og safnaði rekaviðarbútum sem sjórinn hafði séð um að móta og laga að list sinni. Hann þurrkaði þá og málaði björtum og glaðlegum litum, sem endranær; sama munstri; punktum, dílum, blettum, hringjum og röndum. Rekaviðurinn, málaður, var fyrst sýndur í París á sama tíma og flöskurnar flugu í sjóinn, og hefur þegar verið upp stillt á þremur sýningum í Frakk- landi, og í Weimar í Þýskalandi. Og verður sýndur næst nú í sumar, í Saint Flour frá júlí til september- loka. Ekki er ljóst hversu víða viður fer áður en löngu veraldarflakki lýkur, en hitt er ákveðið að sýndir verða drumbarnir enn þegar helmingur flösku- skeytanna hefur borist að bóli, og aftur þegar megnið hefur ströndu kysst. Og kann að verða eftir áratugi. En um ferðir kampavíns þess drukkna og myndskreytta verður gefin út haffræðileg bók og vísindaleg, um stefnur og strauma, haf og list. Loks má fræða forvitna með þeim tíðindum að tilkynnt hefur verið um flöskufund númer 45. Vínleysu þá og mynd fundu hjónin Grete og Jarle Olsen í Hvalvík í Noregi fyrir réttu ári, 11. júní 2000; á jarðarpunkti 70.35.79,9N og 24.15.77,9A; svona um það bil eittþúsundogfimmhundruð dögum eftir að hentist úr fangi listamanns í kaldan sjó. En hin fyrri skeytin bárust að ströndum Íslands og Danmerkur; Írlands, Hjaltlandseyja og Skotlands, auk fleiri í Noregi; eitt kom í sjómannsnet. Það mun svo taka hafstrauma tvö ár enn að minnsta kosti að bera fyrstu flöskur inn Ermasund að ströndum Frakklands og í vesturheim, að viti þeirra sem þekkja strauma. Frá Straumi. tilraun um víddir Sýning Filipps, sú sem nýlega var opnuð í Gennevilliers, er enn nýtt spor í mótun hans. Hún er af því tagi að fær mann til að gleyma öllu utan veggja; maður hrífst inn í verkin og um þau. Og finnur þá fágætu tilfinningu innra með sér í lokin: Þessu gleymi ég ekki! Sýningin nefnist Variations atmosphériques og mætti auðvitað þýða á íslensku „breytilegt andrúmsloft“ en þó hygg ég að hugsun listamannsins rúmist í einu orði íslensku, blæbrigði, og eigi betur við. Striginn er að þessu sinni víðsfjarri, og pappi og viður; en nú hefur Filipp silikidúkinn gagnsæja í einleik. Og segir í sýningarskrá að í því efni leitist hann við að ná hinni þriðju vídd. Þarna eru þrjú verk, óteljandi samt. Þau eru öll uppbyggð með sama hætti en mjög misstór. Silkið er strengt á fíngerða tré- ramma, báðumegin, svo myndar nokkurs konar fleka, líka misstóra, en gagnvirkar lamir einsog á hurð sem ljúka má upp í báðar áttir tengja þá mismarga, á misjafnan hátt. (Jú það er æðimargt misið atarna; en það er honum að kenna.) Stærsta verkið er samsett úr 36 flekum; allir 120 sentimetrar á kant; flatarmál þess því næstum 52 fermetrar; málað báðumegin svo verður alls rúmir 103 fermetrar af list. Til sölu. En ekki eftir máli. Fyrsta lóðrétta röð er samtengd upp og niður, tveir flekar í senn; en frá hverju því pari tengt lárétt; og svo lóðrétt hér og þar svo allt helst saman í einni heild og má stilla upp á alla vegu. Þetta verk hangir úr lofti og stendur eða liggur á gólfi í senn; nær milli veggja fremst í ytri sal og verður að skáskjóta sér undir fleka á einum stað til að komast inní það, og svo undir annan til að komast inní salinn. Sumstaðar er hver fleki einn um mynd, stakt málverk. Annarstaðar teygir sama mynd sig yfir nokkra fleka og sér á munstri og lit, en er kannski sundurslitið fyrir horn og annað. Ein mynd, eitt verk; eða margar myndir í einni? Eins og stærðfræðiþraut. Stærðfræði í gamni. Líkt og listamaðurinn vildi hrekkja dálítið þá sem alltaf heimta að hafa veruleikann skýran og óvefengdan fyrir augunum; hlutina ljósa og aldrei vafa: Það var nánast ómögulegt að tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 10

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.