Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 24
stóra og sligaða bússi, en ég sá að hópurinn stóð svo þétt að enginn gat dottið, enda víst stutt að fara upp í hæðirnar. Rétt sem þetta belgmikla ökutæki sligaðist af stað, var þar kominn kunningi minn með jiddísku ömmuna og útskýrði fyrir mér hvað ég ætti nú að gera fram að sexgenginu. Sem einn trúr og upprennandi reddari fór ég að öllu eftir því, settist við borðkrílið hjá mér, opnaði kladdann og færði öll númerin í fremsta dálkinn, en leit líka á hitt blaðið með nöfnunum, ýmislega skrifuðum, svo að vísast hefðu ekki allir skilið skírnarnafn sitt eftir þeirri letrun: Varla Poraren, naumast Porfur, alls ekki Exelfar! En hvað um það? Sjálfur hét ég Byron. Upp frá þessu tóku dagarnir á sig nokkuð stabílt munstur, fimmgengið, sexgengið, sækja hópinn á bússinum klukkan hálf sjö, fyrir matinn, og úthluta öllum böddsunum á ný. Matarbragginn stóð neðst, næstum því við sjávarmálið, tvískiptur stór braggi, eldhúsið í öðrum enda, en tvö langborð í aðal- salnum, annað handa ameríkönum, hitt handa okkur Hvalbúðarhúðlendingunum. Maturinn var mikill og frábærlega góður, en féll ekki að venju trossins og saltgrásleppunnar, svo mikið var fnæst og umlað. Bornir voru fram stórir pottar með þeim gómsæta rétti sem kokkarnir kölluðu sjálfir stjú, ýmist af nautakjöti eða af kanínum. Þann sæla rétt kölluðu sjóararnir af Skaganum og bændur úr Skorradal óðara „kattaláfujafning“, en eftirréttinn, abríkósur, sem borinn var fram í gríðarstórum niðursuðu- dósum, nefndu þeir af sama búraskapnum „kýrpussur“. Með sterku teinu á eftir var borin fram þykk og dísæt dósamjólk, svo ekkert þurfti sykrið, og nefndist hún jafnsnarlega „svínamjólk“. Allar þessar klúru nefningar varð ég að heyra á hverju kvöldi þegar ég sótti gengin upp í hæðina. „Kvöldsálm“ kölluðu þeir ósómann og sungu alveg upp í falsettu. Að vísu er hann varla prenthæfur, en sýnir þó betur en annað hvernig landinn brást við þegar hann fékk loks ætan mat eftir roð og saltar ruður í sex hundruð sumur: Það síðastnefnda í „sálminum“ tók til þeirra indælu baunastöngla sem fylgdu gúllasinu, rjúkandi heitir í stórum skálum. Borgað var út eftir númerunum sem ég færði í kladdann, og var kaupið sagt vel drýgra en Dagsbrúnartaxtinn fyrir sunnan. Verulega kom mér á óvart í fyrstu útborgun minni, að tímarnir hjá mér voru 24 á dag vegna næturálags af fimm- og sexgenginu. Um það hafði sjálfastur McDonald mælt fyrir, þótt hann væri svosem sjaldnast mælandi. Nema einu sinni, og því heiðursbragði hans gleymi ég aldrei: Dag einn var varlega drepið á dyrnar í Reddara- bragganum, og þegar ég fór fram stóð þar fullorðinn maður, ákaflega hvítur á hörund og uppþembdur að sjá, sagðist heita Ingvar og vera vita óvinnufær út af langvarandi sullaveiki, spurði hvort nokkur von væri til þess að fá samt eitthvað að gera. Ég bar út stólinn minn og sagði honum að sitja þar meðan ég athugaði málið. Fór ég svo til Mc- Donalds og sagði honum frá þessum þembda og langsjúka manni sem leitaði ásjár. Þá var það sem það gerðist, að McDonald bætti þá stundina ekki á sig, heldur fór inn í geymsluna í braggaendanum og kom fram með kúst, braut af honum hausinn og sagði mér að finna nagla, klippa af honum hausinn og reka upp í endann á skaftinu; finna síðan góðan poka og fá manninum hvorttveggja og láta hann ganga um svæðið og stinga upp rusl í pokann. Þá skildist mér að McDonald var mikill verkfræðingur! Síðan labbaði Ingvar með kústskaft sitt og poka milli bragganna allt sumarið og fékk ekki verr útmælt en hinir. Hin rúmin í bragganum hjá mér stóðu ekki auð til lengdar, en eignuðust sér brátt næturvini, hina ágætustu pilta. Einkum eru mér tveir minnisstæðir. Annar hét Ásmundur, vel greindur og fámáll, hinn hét Hannes og var einhver sá hreinlegasti maður sem ég hef kynnst. Aldrei sá minnstu örðu á fatnaði hans; samt skrapp hann oft í Storið til þess að kaupa sér nýja og flotta flík, ljósan vindjakka eða hvítar síðbuxur, og daglangt dreymdi hann upphátt við okkur Ásmund um músík og Fíladelfíu, þangað sem hann ætlaði alveg fyrir víst. Hannes var spengilegur, enda, þegar ég sá hann nokkrum árum síðar, var hann orðinn lögregluþjónn og bar þá tign með sóma. Hvað um Fíladelfíu varð veit ég ekki. Við þremenningarnir vissum, að uppi við Blá- skeggsá var kofi þar sem tveir vopnaðir Tjallar héldu til og stoppuðu alla bíla á norðurleið, leituðu í þeim eftir hættulegum vopnum eða njósnagögnum. Okkur var dálítil forvitni á þessu, svo að einn daginn löbbuðum við upp að hamrinum Bláskeggi, þar sem varðmannakofinn stóð við veginn. Þá kom bíll, gamall stúdibeiker, og þeir fóru óðara út og leituðu í farangursrými og undir sætum, en þegar þeir fundu ekkert, veifuðu þeir og kölluðu „Aftílæ.“ Við gáfum okkur á tal við þessa Tjalla og spurðum um ástæðuna fyrir þessari leit. Þeir sögðu að þetta hér væri orðinn mjög viðkvæmur staður í hernaðarlegu tilliti, þar sem bensíntankarnir væru brátt að fyllast og rússnesku skipalestirnar lægju hér á firðinum. „Hvað sögðuð þið við fólkið eftir leitina?“ spurðum við. „Aftílæ“, svöruðu þeir, „það er olræt eða ókei á þeirra máli.“ „Onei,“ sögðum við, „það er nú ekki alveg rétt.“ „Hvernig á þá að bera það fram?“ spurðu þeir. Þá tókum við þá í stífan framburðartíma og útskrifuðum þá ekki fyrr en þeir voru orðnir eldklárir á móðurmáli okkar. Eftir það hrópuðu þeir eftir hverja bílaskoðun „Afturlæri!“, eins og þeim var kennt. Heima í bragganum sögum við heldur aldrei annað en Afturlæri þegar eitthvað var ókei. Þó að þetta væri gott sumar, 1942, hallaði því eins og öðrum sumrum, og þegar við gengum upp í hlíðina í kvöldhúminu, gat mikið sjónarspil að líta. Allur fjörðurinn var í logandi ljósum, hundruð skipa, sum sýnilega smá, en líka miklir og uppljómaðir bryndrekar, og undir þessari sjón spilaði látlaus véla- ómurinn, þungar gufustunur og fínlegt píp. Bráðum sneri allur þessi floti til hafs og stefndi norður í íshafið og austur til Múr- mansk, og rétt eins og kötturinn læðist að fugli í garðinum, þannig biðu þýsku kaf- bátarnir eftir sinni bráð. Kvöld eitt þegar Ásmundur var með sæmilega hýrri há og Hannes hafði í bili gleymt Fíladelfíu, löbbuðum við af stað vestur með firðinum og stefndum á þann bæ, þar sem sagt var að væri veitingasala handa þessum útlendu skipsmönnum. Ferstikla átti bærinn að heita. Ekki var léttgengt í grófri ogHættum vinnu drengir, því áliðið er orðið. Og amrísku krásirnar bíða sjóðheitar. Kattaláfujafningur kominn er á borðið, kýrpussur og svínamjólk og hanatittlingar. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.