Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 63
framhaldssagan, Auður Jónsdóttir bls. 63 móðgaður. Ég lofa því.“ Vera hunsaði uppástunguna. Athygli hennar beindist að öðru: „Ert þú þráhyggjusjúklingur?“ „Var ég ekki að enda við að segja það?“ „Jú, en hvernig lýsir þráhyggjan sér í þínu tilfelli?“ „Tja, ég verð að bursta tennurnar á klukkutímafresti, alltaf á slaginu. Ég verð að skipta um sængurver á hverjum degi. Ég verð að borða 10 vítamíntöflur á hverjum degi, annars hellist yfir mig hræðsla við krabbamein. Og ég verð að hitta Veru á hverju kvöldi. Hún kom ekki í gær og því svaf ég ekkert í nótt. Ég elska hana á afar þráhyggjufullan hátt. Skilurðu mig, ég hygg að ég þrái hana daginn út og inn. Og ég get varla hugsað um neitt annað en Veru, nema ef vera skyldi tennurnar, rúmfötin, vítamínin og önnur smáskítslegri þráhyggjuefni. Ég skarta ennþá giftingarhring, samt eru tvö ár síðan við Vera skildum.“ „Hvers vegna heimsækir hún þig á hverju kvöldi?“ „Henni þykir vænt um mig; hún kveðst elska mig. Á hinn bóginn þolir hún ekki allsherjar þráhyggjuna. Henni er um megn að búa með manni sem bryður vítamín eins og sælgæti og skiptir daglega um sængurföt. Ég þrái hins vegar að búa með henni og bölva þráhyggjunni, ástinni og sjálfum mér á sautján mínútna fresti. Nú engist ég um í óvissu. Fyrst hún kom ekki í gær hlýtur hún að hafa fundið nýjan stegg,“ tautaði Karl tregafullur. „Æ, ég vona ekki,“ andvarpaði Vera. „Gæti ekki verið meira sammála þér. Heyrðu annars, hvar ertu?“ „Ég stend örfáum skrefum frá anddyri Kvennadeildar Landspítalans.“ „Vitaskuld. Hefði getað sagt mér það sjálfur,“ fullyrti Karl digurbarka- lega. „Segðu mér eitt. Af hverju stöfuðu hroðalegu magaverkirnir?“ „Af stressi. Kannski er ég með magasár, þó er þörf á frekari skoðun áður en hægt verður að fullyrða nokkuð.“ „Mér heyrist þú vera sönn nútímakona. Skollans vandræði, þessi þráhyggja þín, láttu mig þekkja hana. Hún magnar stressið upp úr öllu valdi. En hvað um það ... þú getur frætt mig um dálítið.“ „Hvað?“ „Ég „verð“ að draga gardínurnar fyrir gluggana á miðnætti og hafa gluggana byrgða fram að hádegi. Nú er heil klukkustund þar til klukkan slær 12 svo ég neyðist til að tékka á duttlungunum í veðurguðunum hjá þér. Er gott eða slæmt veður úti?“ „Sól og rigning til skiptis. Kannski bæði í einu; ég veit það ekki. Ég er svo biluð. Snarbiluð, meðvirk kona að röfla við ókunnugan mann. Samt ekki jafn þráhyggjufull og þú. Bara mórölsk, stressuð, kvíðin – og ég hugsa aftur og aftur um minnstu smáatriði, eins og rispuð plata, uns ég fæ magaverki ... ohhh, andskotinn, ég er búin að tala alltof mikið.“ Vera blés mæðinni og skimaði ringluð eftir nælonsokkunum. Þeir höfðu rúllað fram að gangstéttarbrúninni. „Í fyrsta lagi er leitun að jafn þráhyggjufullum mönnum og mér. Í öðru lagi ert þú ekki ga-ga.“ „Hvernig veistu?“ forvitnaðist hún, skyndilega vongóð, og stakk sokkunum í veskið. „Ef þú værir alveg snældu- vitlaus myndir þú álíta þig fullkomlega heilbrigða. Sjálfsgagnrýni ber vott um lágmarks geðheilsu. Þess vegna skaltu brosa svolítið framan í sólina, gleyma regndropunum og öðrum tittlingaskít – og skella á mig. Svoleiðis gera almennilegar mann- eskjur.“ „Þú segir nokkuð. Þó nokkuð. Líklega er ég viss núna, það er sól ... já, glaðasólskin. Og regnbogi, svo glitrandi skær. Vertu sæll. Bless. Ég meina bæ bæ.“ Auður Jónsdóttir (f. 1973) er rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík. Hún hefur sent frá sér tvær skáldsögur en fyrsta saga hennar Stjórnlaus lukka, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. K r u l l u j á r n E l d s p ý t u r M y n d a v é l R ó s a v ö n d u r G e r v i t e n n u r 3 . f l o k k u r – T i l f i n n i n g a r R e i ð i Á s t H a t u r K æ t i H u n g u r G r e m j a S o r g Á g i r n d F r y g ð Ö f u n d þarf að velja eitt atriði úr hverjum flokki til að flétta inn í sinn kafla. ekkert vitað, hvorki hvernig þau tengjast né hvar þau eru stödd í lífinu. Ég skarta ennþá giftingarhring, samt eru tvö ár síðan við Vera skildum. Ég þrái hins vegar að búa með henni og bölva þráhyggjunni, ástinni og sjálfum mér á sautján mínútna fresti. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 63

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.