Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 62
Farsíminn lék instrúmentað stef úr 9. sinfoníu Beet-
hovens, hátt og skerandi. Vera flýtti sér að opna
viðamikið kvenveskið til að þagga niður í óhljóð-
unum, reif upp heklaða buddu, varalit, fölbláa
sjálfshjálparbók og hálft Snickers en síminn kom
ekki í leitirnar fyrr en hún grýtti varanælonsokkunum
á stéttina og æpti: „Þegiðu, djöfuls skrapatólið
þitt!“ Þó gat hún ekki stillt sig um að svara eftir að
hafa andað djúpt og stunið tvisvar sinnum:
„Jafnvægi er uppspretta orkunnar.“ Þessa setningu
hafði Vera annaðhvort lesið í fölbláu bókinni eða á
pappalokinu á kamilluteinu sem hún keypti í
Heilsuvörubúðinni deginum áður. Takmörkuð orku-
uppsprettan gufaði upp þegar karlmannsrödd
glumdi í hægra eyra hennar: „Vera!“ „Já. Ég er
Vera.“ „Ertu með kvef?“ „Hvað áttu við?“ spurði
hún hlessa. „Bara ... þú hljómar eins og illa kyrktur
þorskur.“0„Fyrirgefðu! Við hvern tala ég?“
„Englarassinn minn. Ertu með harðlífi eða hvað?
Þetta er ég, Karl.“ Vera ranghvolfdi augunum,
tveimur ljósbláum en rauðþrútnum speglum
sálarinnar, huldum ljósrauðum hártoppi. „Ég þekki
engan Karl.“ „Hvaða púkastælar eru þetta, elsku
karlynjan mín, ég er búin að bíða eftir þér síðan í
gærkvöldi.“ Sárinda gætti í rámri röddinni. „Síðan
hvað? Ég var á spítala í gærkvöldi.“ „Spítala?“ „Já.
Ég var flutt í flýti á spítala vegna hroðalegra
magaverkja um kvöldmatarleytið og gisti þar til
vonar og vara.“ „Hroðalegra?“ „Já.“ „Sú Vera sem
ég þekki fékk ekki nógu margar heilasellur í
vöggugjöf til að brúka orð á borð við „hroðalegra“.“
„Þá hringdir þú í vitlaust símanúmer.“ „Nú!“ „Og
þar af leiðandi er best að þú slítir samtalinu.“
„Bíddu nú hæg! Af hverju á ég að slíta samtalinu?“
„Vegna þess að þú hringdir í vitlaust númer,“
útskýrði Vera óþolinmóð. „Ég spurði um Veru
Guðmundsdóttur hjá 118 og fékk beint samband í
þetta númer. Mistökin verða ekki rakin til mín,
elskan mín. Vandamálið felst í því að þið eruð
alnöfnur.“ „Sökin skiptir ekki máli, enda liggur hún
eflaust hjá símastúlkunni hjá 118. Málið snýst um
að slíta samtalinu svo þú þarft að kveðja mig ... æj,
ég hefði ekki átt að kenna símastúlkunni um. Hvað
er að mér? Aumingja hún ... “ „Gerðu okkur báðum
greiða, ljúfan, og hættu að velta þér upp úr
bláókunnugri símastúlku. Segðu mér frekar
hvers vegna það fellur í minn hlut að slíta
samtalinu. Getur þú ekki alveg eins gert
það?“ „Nei,“ þvertók Vera. „Ég er ófær um
að hafna fólki.“ „Ha?“ „Já. Ég fæ þrá-
hyggjufullt samviskubit í slíkum aðstæðum.
Ef ég legg núna á þig mun hausinn á mér
fyllast af móral, hræðilegri vanlíðan, sem
hverfur ekki fyrr en ég hef haft upp á þér og
beðist afsökunar.“ „Þvílíka og aðra eins
vitleysu hef ég aldrei heyrt norðan Alpafjalla,
enda þótt ég sé sjálfur þráhyggjusjúklingur.
Væri ekki ráð að taka á vandanum núna, stíga
fyrsta skrefið í átt að bata og slíta samtalinu,
jafnvel skella á mig. Ég verð alls ekki
1
.
f
l
o
k
k
u
r
–
S
t
a
ð
i
r
H
a
l
l
g
r
í
m
s
k
i
r
k
j
a
Ö
s
k
j
u
h
l
í
ð
V
i
ð
e
y
j
a
r
s
t
o
f
a
S
t
i
g
a
h
l
í
ð
6
Ú
t
v
a
r
p
s
h
ú
s
i
ð
R
ú
l
l
u
s
t
i
g
i
n
n
,
K
r
i
n
g
l
u
n
n
i
A
r
n
a
r
h
ó
l
l
V
a
r
ð
s
k
i
p
i
ð
Þ
ó
r
L
e
i
ð
6
,
M
j
ó
d
d
–
G
r
a
n
d
a
r
L
a
n
d
s
p
í
t
a
l
i
n
n
2
.
f
l
o
k
k
u
r
–
M
u
n
i
r
G
l
e
r
a
u
g
u
S
t
e
i
k
a
r
h
n
í
f
u
r
G
i
f
t
i
n
g
a
r
h
r
i
n
g
u
r
G
o
l
f
k
y
l
f
a
F
e
r
ð
a
t
a
s
k
a
Framhaldssaga í tíu köflum, skrifuð af tíu höfundum. Hver höfundur
Söguhetjurnar eru Karl Hermannsson og Vera Guðmundsdóttir. Um þau er
Framhaldssaga tmm
Saga án fyrirheits
Auður Jónsdóttir
„Ég stend örfáum skrefum
frá anddyri Kvennadeildar
Landspítalans.“
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 62