Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 64
Hrós og skammir Vala Þórsdóttir, leikkona, skammtar HRÓS Frumbyggjakonurnar höfðu skreytt götuna, sem leiddi að inngangi kofans, með blómum. Sjálfar stóðu þær beggja vegna, í sínu fínasta pússi, en hópur kvenna stóð í hnapp við innganginn. Tilgangur þeirra skýrðist þegar erlendu gestina bar að garði. Þetta var frumbyggjakór sem söng á tungu gestanna við mikinn fögnuð viðstaddra. Gestirnir voru leiddir inn í kofann, sem reyndist vera mun stærri en hann leit út fyrir að vera, því inn af holinu var stór veislusalur. Þar höfðu frumbyggjakonurnar borið fram veislumat. Höfðingi frumbyggja, Hafdís Árnadóttir, Kramhússstýra, bauð alla velkomna en þó sérstaklega erlenda tónlistarfólkið sem var komið alla leið frá fjarlægri eyju til að skemmta eyjaskeggjunum norður á Íslandi. Að ræðu lokinni var matast og erlendu gestunum skemmt með ýmsum skemmtiatriðum sem leiddu til hádegisdansleiks sem hugsanlega er siður á eyjunni. Gestrisni, gleði og hlýja fylltu salinn. Það var einstakt að upplifa svo fallegar, hlýlegar og hjartnæmar móttökur á þessari annars hrjóstrugu og kuldalegu eyju. SKAMMIR Flugvélin sem við farþegarnir gengum inn í var mjög lítil miðað við vegalengd og flughæð sem henni var ætluð. Eftir að hafa gengið eftir þröngum ganginum var ég fegin að fá mér sæti. Því miður var sætið fremur óþægilegt og margra tíma flugið leit ekki vel út. Hnén rákust í sætið fyrir framan mig og ekki hægt að spenna á sig beltið án þess að rekast í farþegann við hliðina. Vonandi gengi ferðin samt stórslysa- laust og ég næði að sofa óþægindin af mér. Rétt um það leyti sem ég var búin að ná þægilegri stellingu sem hugsanlega gæti leitt mig í draumalandið byrjaði kynningardagskrá í sjónvarpstækinu um öryggisatriði flugvélar- innar. Ég ákvað að fylgjast mjög vel með þar sem ekki leit vel út með flugferðina. Að henni lokinni myndi ég vonandi sofna. Ég var fegin að sjá að ég sat við neyðarútgang þar sem hávaðinn í vélinni, rykkirnir og skrykkirnir boðuðu ekki gott. Ég hristi af mér óhugnaðinn og píndi mig til að leggja aftur augun og hætta að hugsa um björgunarvesti og báta. Rétt um það bil sem ég var að festa svefn byrjaði kynningardagskrá um eyjuna sem ég hafði hugsað mér að skoða á leið minni til Ameríku. Kynningin var löng, væmin, yfirmáta heim- óttarleg og full af þjóðrembu. Eyjaskeggjarnir sem gerðu þessa dagskrá höfðu líklega ekki ferðast mikið og töldu sig vera besta allra. Loksins var þessi dagskrá yfirstaðin og ég ákvað að halla mér. Ég var byrjuð að slaka á og augnlokin orðin þung þegar flugfreyjan bauð mér matinn. Ég afþakkaði eftir að hafa kíkt yfir ganginn og séð hvað var á boðstólum og hallaði aftur augunum og reyndi að leiða hjá mér olnbogaskotin sem ég fékk frá sessunauti mínum sem réðst á þetta óræða á matarbakkanum. Ég byrjaði að dotta en þá kom flugfreyjan aftur og tók bakkann við hliðina og nýtt kynningarmyndband fór af stað. Þjóðremban fyllti flugvélina. „Iceland the best kept secret in the world.“ Ég ákvað að láta leyndarmálið kjurt liggja og halda beinustu leið til Ameríku. Vala Þórsdóttir (f. 1968) er leikkona og rithöfundur. Hún hefur m.a. skrifað einleikina Eða þannig og Háaloft sem hún hefur sjálf flutt. Vala hefur að undanförnu starfað með the Icelandic Takeaway Theatre. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.