Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 43
þessar aðstæður jafngildir því að tvö börn hafi verið borin út.(*8) Ástæða er til að ætla að fólk ofmeti áhrif fóstureyðinga á fólksfjölda. Líklegra er að fóstureyðingar hafi allt eins áhrif á tímasetningu fæðinga og fjölda barna. Fóstur- eyðingar geta þannig stuðlað að því að fólk eignist börn þegar það hentar börnunum sjálfum og aukið þannig gæði þeirra. Kostnaður er sífellt að breytast. Ódýrari og fullkomnari getnaðarvarnir hafa lækkað kostnað við að stunda kynlíf. Tilkoma alnæmis hefur auki kostnaðinn, sérstaklega á kynlífi samkynhneigðra karlmanna. Kostnaður við að lifa tækifærissinnuðu kynlífi og að hafa samfarir í endaþarm án smokks hefur hækkað gífurlega þar sem smithættan er mest við slíkar aðstæður.(*9) II. Jafnvægi á kynlífsmarkaðinum Það sem sker úr um hegðun fólks er samspil kostnaðar og ábata athafna. Fólk tekst á hendur athafnir þar til jaðarábati er jafn jaðarkostnaðinum. Á mynd gæti þetta litið út svona þar sem eftirspurnarferillinn lýsir jaðarábata athafnar og framboðsferillinn lýsir jaðarkostnaði hennar: Eins og myndin sýnir er eftirspurnarferillinn niðurfallandi en hann lýsir jaðarábata kynlífs. Samkvæmt þessari mynd fer jaðarábati kynlífs minnkandi sem þýðir að fólk er tilbúið að greiða sífellt minna fyrir meira kynlíf. Framboðsferillinn er hins vegar upphallandi sem þýðir að jaðarkostnaður kynlífs eykst við það að stunda það oftar. Jafnvægi á markaði fyrir kynlíf næst þar sem framboðs- og eftir- spurnarferlarnir skerast. Ákveðin utanað- komandi öfl geta sveiflað framboðs- og eftir- spurnarferlunum og við það næst nýtt jafnvægi. Fólk breytir hegðun sinni við verðbreytingar, úr þeirri kynhegðun sem er hlutfallslega dýr í kynhegðun sem er hlutfallslega ódýr. Fólk stundar nú meira öruggt kynlíf í kjölfar alnæmis. Þetta stafar af því að tækifæris- sinnað kynlíf hefur orðið hlutfallslega dýrara miðað við öruggt kynlíf.(*10) Samspil kostn- aðar og ábata ræður þannig úrslitum um kynhegðun. Richard Posner heldur því fram að fram- hjáhald karlmanna hafi minnkað á 20. öld vegna þess að það er nú hlutfallslega mun dýrara.(*11) Hjónabönd eru nú frjálsir samningar tveggja aðila og þá hafa réttindi og fjárhagslegar aðstæður kvenna batnað mikið. Þetta þýðir að nú er hlutfallslega mun ódýrara fyrir konur að skilja við menn sína og þ.a.l. hefur framhjáhald eiginmanna orðið dýrara. Gera má ráð fyrir því að framhjáhald sé meira hjá körlum og eru ástæðurnar fyrir því tvær. Annars vegar má færa fyrir því rök að það sé töluvert ódýrara (að öðru jöfnu) fyrir karla að halda framhjá konum sínum. Karlmenn ferðast mun meira einir en kvenmenn og því eru minni líkur á því að upp komist um framhjáhald þeirra. Það virðist líka vera að kynhvöt karlmanna sé meiri en kvenna og því ætti eftirspurn þeirra eftir framhjáhaldi (að öðru jöfnu) að vera meiri.(*12) Þeir ættu því fremur að stunda framhjáhald auk þess að vera tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir það. Ef mjög hátt verð er á kynmökum notar fólk staðkvæmdir eða hefur ekki kynmök. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða áhrif mismunandi kynjaskiptingar. Hér er kosið að tala um eftirspurn og framboð af konum, en alveg eins væri hægt að líta á þetta sem eftirspurn og framboð af karlmönnum. Þannig er hægt að sjá að eftir því sem færri konur eru miðað við karlmenn (fleiri karlar á hverja konu) því hærra er verð á konum. Það er ljóst að brengluð kynjaskipting er körlum í óhag vegna þess að það þýðir hærra verð á konum. Þegar verð á konum er hátt þá má búast við því að karlar skipti úr kynhegðun sem er hlutfallslega dýrari yfir í kynhegðun sem er hlutfallslega ódýrari. Það er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að afbrigði af samkynhneigð, sjálfsfróun og vændi séu meira áberandi þar sem kynjahlutföllin eru brengluð.(*13) Í Grikklandi til forna voru mun fleiri karlar en konur vegna þess að algengt var að bera stúlkubörn út. Þetta þýddi mjög hátt verð á konum. Afleiðing þessa var að vændi blómstraði, jafnframt því sem ekki þótti ósiðlegt að ungir menn legðust með táningum, en þeir eru á margan hátt líkari konum en körlum. Færa má rök fyrir því að þessi kynhegðun stafaði af háu verði á konum, þar sem margir karlar litu á samræði við vændiskonur og unga drengi sem staðkvæmd við samræði við konur af sömu stétt. Þannig má ætla að táningspiltarnir hafi verið staðkvæmdarvara fremur en að sam- kynhneigð hafi verið útbreiddari en nú. Það eru fyrst og fremst konur sem tapa á því að fjölkvæni og fjölveri skuli vera bannað en karlmenn hagnast á því. Við fjölkvæni er líklegt að einhverjir karlmenn myndu eiga fleiri en eina konu. Af því leiðir að færri konur eru fyrir þá sem eftir eru bls. 43Sólmundur Ari Björnsson: Hagfræði kynlífs - hvað kostar að halda framhjá? Verð Kynlíf framboð eftirspurn (*8) Posner, Richard (1992). Sex and Reason (bls. 144). USA: Harvard University Press. (*9) Í kjölfar tilkomu alnæmis má ætla að margir samkynhneigðir karlar hafi kosið að eiga í föstum samböndum. Ljóst er að þetta ástand er verra en það sem áður var, þetta er ófullkomin staðkvæmd. Ef þetta hefði verið fullkomin staðkvæmd hefði mátt búast við því að meira hefði verið um föst sambönd þeirra. (*10) Það er hins vegar ljóst að öruggt kynlíf er ófullkomin staðkvæmdarvara fyrir tækifærissinnað kynlíf vegna þess að annars hefði fólk í mun meira mæli stundað öruggt kynlíf fyrir tilkomu alnæmis. (*11) Það er ástæða til að efast um að framhjáhald hafi almennt minnkað eins mikið og Richard Posner virðist gefa til kynna í bók sinni. Þetta stafar af því að framhjáhald kvenna er nú hlutfallslega ódýrara en áður. Konur eru fjárhagslega sjálfstæðari núna og geta því fremur leyft sér að halda framhjá mönnum sínum án þess að eiga á hættu að verða á vonarvöl ef þeir yfirgefa þær. Tiltölulega öruggar getnaðarvarnir hafi einnig dregið úr líkum á þungun og þannig lækkað kostnað bæði karla og kvenna af framhjáhaldi. (*12) Í the Economist, 14. feb. 1998 (bls. 17) er sagt frá könnun sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 22% karla en aðeins 14% kvenna hafa stundað framhjáhald. Þetta gefur sterka vísbendingu um að karlar haldi frekar framhjá en konur. (*13) Til eru mörg dæmi um að fólk hafi haft mök við dýr. Ein skýringin á þessu getur verið að um staðkvæmdarvöru sé að ræða og makar hafi ekki verið til staðar. (*14) Auðvitað myndu margar konur koma til með að eignast fleiri en einn maka. Samt má ætla að færri konur en karlar komi til með tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.