Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 60
Andspænis hinum göfuga Vesturlandabúa sem leiðir uppreisnina gegn eigin heimi er kaótísk og ósiðmenntuð Afríka. Þar eru einræðissinnaðir konungar, sjóræningjar og þrælasalar, fulltrúar frumstæðis og vanþróunar eða hins versta í vestrænni menningu, sem teflt er gegn bestu gildum Evrópumanna í persónu Dagfinns dýra- læknis. Lofting hefur verið gagnrýndur fyrir rasisma, einkum atriði í fyrstu bók sinni þegar svarti konungssonurinn Búmpó þráir að vera hvítur konungssonur. Á hinn bóginn má benda á að Búmpó kemur við sögu í tveimur bókum í viðbót og reynist greindur, útsjónarsamur og haldinn dýpri réttlætiskennd en margir Evrópumenn. Í bókunum er menningu svartra Afríkumanna og indíána tekið af skilningi og ekki gefið til kynna að hún sé verri hinni evrópsku sem fær vænan skerf af gagnrýni. Dagfinnur er þó hafinn yfir hvorttveggja. Ei ber því að leyna að í Afríku boðar Dagfinnur dýralæknir evrópska siðmenningu. Þó að enskt samfélag sé gagnrýnt fyrir ójöfnuð og ranglæti hefur það eigi að síður alið af sér mannvin eins og Dagfinn, hinn fullkomna pósitívíska mann. Sögurnar um Dagfinn verða þó æ dýpri. Sú fyrsta er einföld ævintýrasaga um hvernig hann læknar apana í Apalandi eftir að hafa tekist á við sjóræningja. Í næstu bók verður hann konungur indíána en áður hefur hann leyst gamalt morðmál í réttarsal með þekkingu sinni á dýramáli. Í þriðju bókinni kemur hann á fót póstþjónustu í Afríkuríki og um leið meðal dýranna. Sú bók er flóknari en hinar fyrri. Enn er Dagfinnur þó að huga að bættum samskiptum og siðvæða um leið dýraríkið. Hitt villimannalandið: England Seinustu þrjár bækurnar sem þýddar voru á íslensku gerast hins vegar á Englandi og þar er ekki síður að finna óréttlæti, kúgun og ójöfnuð en í Afríku. Þar tekst hann á við grimmd gegn dýrum í dýrabúðum og fjölleikabúðum, dýr segja sögur af harðri lífsbaráttu sinni og í bókunum er meira að segja lýst karlrembu í heimi kanarífugla. Söngfuglinn Pipinella berst gegn gamalli goðsögn um að kanaríhænur syngi ekki, aðeins karlarnir. Hið rétta er að hanaveldið hefur haldið hænunum niðri, í raun syngja þær undurvel. Dagfinnur gerir í kjölfarið óperustjörnu úr þessari uppreisnargjörnu kanaríhænu. Þegar komið er til Englands er umhverfi bókaflokksins enginn ævintýraheimur. Þar er sviðið England iðnbyltingarinnar, sama England og lesendur hans þekktu úr sögum Dickens með hestvögnum og verksmiðjum og menguðum borgum og óðalseigendum og leikhúsum og ójöfnuði. Þó að sögurnar um Dagfinn eigi sér stað á 19. öld voru þær meiri nútímasögur en flestar íslenskar barnabækur sem voru á boðstólum þegar þær komu út hér á landi í lok sjöunda áratugarins. Þær gerast í borgarmenningu og veruleiki þeirra stendur því að mörgu leyti nær börnum en veruleiki íslenskra barnabóka sem gerðust í sveit. Þegar sögusviðið færist frá Afríku og Suður- Ameríku til Englands breytist staða Dagfinns sjálfs. Í hinum stóra heimi er hann náttúrufræðingur sem lendir í æsandi ævintýrum. Óvinir hans eru sjóræningjar, frumstæðar þjóðir og viðskotaillir svartir kóngar. Í Englandi eru vandamálin aðbúnaður dýra (t.d. í dýrabúðum og fjölleikahúsum) og óvinurinn iðnaðarsamfélag mannsins. Þar er Dagfinnur andspyrnuleiðtogi sem stelur sel úr dýragarði og bjargar hundum og svartþröstum úr dýrabúðum eða refum frá refaveiðimönnum. Hann fer illa með yfirvöld og hina ríku, stendur með hinum kúguðu gegn kúgurum og þá skiptir engu máli hvort í hlut eiga afrískir kóngar eða ensk yfirvöld. Þó að sögur Loftings gerist í fortíðinni er þannig í þeim fólgin talsverð samfélagsleg uppreisnargirni. Ef til vill er það ekki síst þess vegna að þær hafa áratugum saman höfðað til barna sem eru hin smáu í samfélaginu og hafa lengi hrifist af andófsbókmenntum. Bækurnar um Dagfinn eru mótaðar af hugsjónum upphafsára 20. aldar en skírskotuðu líka til æskufólks undir lok sjöunda áratugarins þegar kröfur um frið á jörð blönduðust trú á samband við náttúruna. Uppreisn „68- kynslóðarinnar“ var ögn útópísk og ógnaði ríkjandi þjóðfélagsskipan sáralítið en í henni var talsverð ævintýraþrá. Í ævintýrinu gerist það sem raunsærri rit geta ekki lofað og slíkt ævintýri er Dagfinnur dýralæknir sem lærir mál dýranna og getur þar með leyst flest vandamál þeirra – í bili. Umbætur hans eru þó margar skammvinnar og hrófla ekki við þjóð- félaginu sem slíku. Á hinn bóginn er forföður ensks nútímasamfélags lýst sem kúgunar- samfélagi og málanám Dagfinns er ekki aðeins nýtt í þróunarhjálp í Afríku heldur einnig í uppreisn á Englandi. Margar sögur, margar raddir Sem útópía eru sögurnar um Dagfinn dýralækni hlekkur í langri hefð sem var sterk undir lok 19. aldar. Í bókmenntunum er Lofting sporgöngumaður höfunda á borð við William Morris og H.G.Wells. Í útópískum bókmenntum á undrið sinn sess en þær eru jafnan raunsæislegar að hálfu; áhugi höfund- anna beinist að samfélaginu sem höfundarnir lifa í. Í sögunum um Dagfinn og dýr hans er í sjónmáli fyrirmyndarsamfélag þar sem milli manna og dýra ríkir skilningur en í bakgrunni er harðneskjulegt samfélag iðnbyltingarinnar í Englandi sem fyrirmyndarsamfélagið er mátað við. Sögurnar um Dagfinn eru raunsæjar í þjóðfélagsgreiningu sinni en lausnin er útópísk. Dagfinni tekst að gera ævintýrið að veruleika en aðeins skamma stund. Hann yfirgefur konungsríki sitt með indíánum, lokar dýrapóstþjónustu sinni í Afríku og fjölleikahúsi sínu á Englandi. Hann getur bjargað einstaklingum úr hópi dýra en áfram eru dýr kúguð í samfélaginu. Hlutskipti dýra er lýst af innsæi og samúð. Sögusamúðin nær jafnvel til krumma sem veiðir mýs og kattar sem drepur páfagauk af meinfýsi. Eftir því sem líður á bókaflokkinn Myndirnar við greinina er úr bókum Hugh Lofting Dagfinnur dýralæknir og perluræningjarnir (1969) og Dagfinnur dýralæknir og Sjóræningjarnir (1973). Útgefandi: Örn og Örlygur, Andrés Kristjánsson íslenskaði. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.