Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 31
Þóra Ellen: Þetta kemur líka fram í mjög stórri könnun meðal ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra, sem gerð var á fjórum stöðum á há- lendinu síðastliðið sumar. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar – fólk kemur til Íslands og fer upp á hálendið í þeim tilgangi að skoða það sem þetta fólk telur vera ósnortna náttúru. Komast burt úr manngerðu, þröngu, hávaða- sömu umhverfi til að sækja sér frið og ró. Þetta fólk vill ekki mannvirki – ekki virkjanir, ekki uppistöðulón og ekki rafmagnslínur. Samt er alltaf verið að halda því fram að ferðamenn muni fara upp að Kárahnjúkum til að skoða virkjunina, sigla á lóninu eða veiða í því, þó að allar rannsóknir sýni hið gagnstæða. Halldór: Talandi um tvískinnung – það að vilja bæði éta kökuna og eiga – þá verður mér hugsað til þess að fyrir fáeinum vikum kom tillaga frá Lands- virkjun um að Kárahnjúkavirkjun og þjóðgarður við norðanverðan Vatna- jökul geti átt vel saman. Þetta er ótrúleg vitleysa sem einungis er gerð til þess að blekkja almenning. Sú krafa er löngu orðin tímabær að allt mið- hálendi Íslands verði gert að einum þjóðgarði og að ekki verði virkjað innan þess svæðis. En þegar við tölum um ferðamennskuna þá verðum við að fara varlega í þær sakir – þótt við næðum að vernda allt miðhálendi Íslands er ekki þar með sagt að hægt yrði að hleypa ótakmörkuðum fjölda ferðamanna þangað inn. Náttúran er svo viðkvæm, hún þolir illa margmenni. Ferða- mannafjöldinn er þegar orðinn býsna mikill um hásumarið. Tökum Öskju sem dæmi, maður þarf helst að koma þangað um miðja nótt til að finna fyrir einsemdinni sem þar er hægt að upplifa og er alveg einstök. Á daginn er þarna stöðugur fólksstraumur, þetta er að verða eins og við Gullfoss. Þorvarður: Finnst ykkur líklegt að við fáum milljón ferðamenn hingað til lands á ári eftir fáein ár – hvernig líst ykkur á það? Þóra Ellen: Ég er ekki endilega svo svartsýn á þetta ef við höfum í huga að í þessa stóru þjóðgarða í Bandaríkjunum – hvern þeirra um sig – koma fimm milljónir manna á ári. Þess vegna held ég að það hljóti að vera hægt að komast býsna langt með góðri skipulagningu. Ég geri mér þó enga grein fyrir því hvað milljón ferðamenn á ári myndi þýða – það fer allt eftir því hvernig þeir ferðast, hvert þeir fara, á hvaða tímum árs og svo framvegis. Ég held að flestir séu sammála um það að miðhá- lendi Íslands sé einstakt – það er nánast einstakt hvað varðar fjölbreytni í landslagi og áreiðanlega einstakt varðandi fjölbreytni í jarðfræðimyndunum og líka einstakt, a.m.k. í Evrópu, að því leytinu til að það virðist vera ósnortið þótt það sé það auðvitað ekki að öllu leyti vegna gróðureyðingar. En mér finnst óraunhæft að ætla sér að halda í miðhálendið í nokkurn veginn því formi sem það er án þess að nýta það að einhverju marki og ég held að sú nýting sem best færi saman við markmið verndarinnar sé nýting vegna ferðaþjónustu. Ég held einnig að kröfur þessa markaðar verði þær að nýtingu landsins í þágu ferðaþjónustu verði stýrt þannig að hún valdi sem minnstum spjöllum. Þorvarður: Nú er kominn tími til að venda kvæðinu í kross og huga að vísindum og listum sem slíkum, t.a.m. hvað er líkt og ólíkt með þeim að ykkar mati. Fyrir nokkrum árum kom hingað kanadískur listamaður, Juan Geuer að nafni, sem hafði í mörg ár reynt að samþætta listir og vísindi – eitt af hans frægustu verkum gætum við t.d. kallað „jarðskjálftamæli fyrir mannlega samvirkni“. Í einni sýningarskrá sinni lýsir Geuer helstu ástæðum þess að hann fór að sækja á þessi mið, svo og þeirri misjöfnu reynslu og þeim ólíku viðbrögðum sem þessi listræna nálgun á vísindin hefur fært honum um ævina. Í stuttu máli, þá telur hann að bæði vísindi og listir hafi einangrað sig um of, bæði frá umheiminum og ekki síður hvort frá öðru. Jafnframt gefur hann vísindamönnunum sem hann hefur unnið með heldur lága einkunn – telur skorta alla undrun og „fantasíu“ í þau verk sem þeir tóku sér fyrir hendur og að þeir hafi verið bundnir á klafa þröngsýnnar rökhyggju. Og nú spyr ég: Er þessi mynd eitthvað lík þeirri sem þið listamennirnir hér gerið ykkur um vísindin og þá jafnframt, hvernig lítið þið vísindamennirnir á listir og listiðkendur? Eru þetta tvö gjörólík fyrirbæri, jafnvel ósættanlegar andstæður, eða er eitthvað líkt í fari þeirra sem e.t.v. gæfi ástæðu til að huga að meiri samþættingu en raunin hefur orðið? Eru einhverjar vísbendingar um að slíkt sé e.t.v. að gerast í samtímanum? Pétur, hvað kom til að þú fórst að sökkva þér niður í jarðfræði, líffræði, eðlisfræði, stjörnufræði og hvaðeina þegar þú varst að skrifa þína síðustu bók? Pétur: Það helgaðist nú fyrst og fremst af efninu, þ.e. einhvers konar tilraun til að draga upp myndina af heiminum. Þegar ég var í skóla minnir mig að þetta hafi verið afgreitt mál og ekki áhugavert sem slíkt en síðan hefur þessi umræða um heimsmyndina tekið allt aðra stefnu. Heimsmyndin er í svo gerjandi mótun nú um stundir að allir sem eru að fást við listir hljóti að verða varir við það. Heimsmyndin er á dagskrá hjá almenningi, í blöðum, tímaritum og öllu þessu efni sem umleikur okkur. Vísindi, fræði og listir vefast saman, bls. 31Þorvarður Árnason: Hringborðsumræður um náttúru, vísindi og listir Halldór Ásgeirsson, myndlistarmaður tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.