Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 52
eftirsóttu Booker-verðlaun fyrir Miðnæturbörnin á sínum tíma, en árið 1993 var bætt um betur og bókin fékk sérstök Booker-verðlaun sem besta breska skáldsaga aldarfjórðungsins. Næsta skáldsaga Rushdies, Blygðun (Shame, 1983), var háðsádeila um islamska einræðisríkið Pakistan sem höfundur lýsti sem „eins konar nútímaævintýri“. Í forgrunni frásagnarinnar er persóna sem kemur raunar lítið við sögu í megin- atburðum hennar. Þetta er hinn feitlagni Omar Khayyam Shakil sem elst upp meðal þriggja ógiftra mæðra sinna og sýgur öll sex brjóstin í risastóru föðurhúsi þeirra í bænum Q. Eina leiðin inn og út úr húsinu er með lyftu utan á því og Omar yfirgefur það ekki fyrr en hann er orðinn unglingur. Þá fer hann loks í lyftunni út í heiminn, byrjar í skóla og barnar stúlku á sama reki eftir að hafa dáleitt hana. Hann er úr sögunni í bili því nú hefst hin litríka saga af fjölskyldum þeirra Raza Hyders hershöfðingja og verðandi einræðisherra og glaumgosanum Iskander Harappa, auðugum landeiganda. Sá fyrrnefndi er augljóslega byggður á Zia ul-Haq, en hinn síðar- nefndi á Ali Bhutto sem var forsætisráðherra áður en Zia ul-Haq steypti honum af stóli. Hér má lesa að landið í sögunni sé ekki Pakistan, „eða ekki alveg“. „Það eru tvö lönd, raunverulegt og tilbúið, sem eru í sama rými, eða næstum sama rými. Sagan mín, tilbúna landið mitt eru til, eins og ég sjálfur, svolítið á skjön við veruleikann. Mér hefur fundist þessi bjögun nauðsynleg; en auðvitað má deila um gildi hennar. Ég er þeirrar skoðunar að ég sé ekki eingöngu að skrifa um Pakistan.“ Undrin í sögunni kallast á við álíka undarlega atburði í stjórnmálalífi Pakistans. Rushdie lýsir því raunar á einum stað í bókinni hvaða fádæmum hann hefði þurft að gera skil ef þetta hefði verið raunsæisleg skáldsaga. Hann hefði orðið að segja frá því hvernig auðmenn stálu vatni frá nágrönnum sínum með því að nota vatnsdælur neðanjarðar, Sindklúbbinum í Karachi þar sem er skilti með áletruninni „Konur og hundar ekki leyfð hér fyrir innan“, stefnumörkun í iðnaðarmálum í landi sem framleiðir kjarnakljúfa, en getur ekki búið til ísskápa, þingmanninum sem lét lífið á þjóðþinginu þegar kjörnir fulltrúar fleygðu í hann húsgögnum, tölublaðinu af fréttatímaritinu Time sem aldrei var dreift í landinu vegna þess að þar var sagt frá meintum bankareikningum Ayubs Khan forseta í Sviss, kvikmyndaeftirlitsmanninum sem krassaði með rauðum penna inn á hvern ramma í senunni í myndinni Night of the Generals þar sem hershöfðinginn Peter O'Toole er sýndur á myndlist- arsýningu og máði burt öll málverk af nöktum konum á veggjunum svo að áhorfendur horfðu furðu lostnir á hershöfðingjann ganga um sýningar- sal með dansandi rauðum klessum. Og svo framvegis. Grunnþema bókarinnar er skömm og heiður sem uppspretta ofbeldis. Sæmdin er ein af æðstu hugsjónum í samfélögum þar sem aldagömul siðalögmál hafa meira vægi í lífi fólks en á Vesturlöndum. Okkur bregður í brún þegar hún lætur óþyrmilega á sér kræla mitt í þróuðustu ríkjum jarðar, en í mörgum löndum tilheyrir hún almennu uppeldi fólks sem eitt af grundvallarboðum samfélagsins. Nýlega var frá því sagt í dagblöðum að stúlka ein í Danmörku af tyrkneskum uppruna hefði sloppið naumlega frá því að verða myrt af fjölskyldu sinni vegna þess að hún eignaðist danskan kærasta. Rushdie segir í þessari bók frá pakistönskum föður í London sem myrti einkadóttur sína vegna þess að hún hefði leitt slíka skömm yfir fjölskyldu sína með því að sofa hjá hvítum strák að þann smánarblett væri aðeins hægt að þvo burt með blóði hennar. Það er vofa þessarar stúlku, fórnarlambs úreltra siðaboða, sem gengur aftur í þessari sögu þar sem blygðunarefni í einkalífi leiða til valdaráns og blóðsúthellinga. III Söngvar Satans, sem út kom árið 1989, hefur verið vanmetin sem bókmenntaverk og samtímalýsing vegna þess fárs sem varð í kringum hana af völdum heittrúaðra múslima. Í upphafi sögunnar hertaka hryðjuverkamenn farþegaþotu á leið frá Indlandi til Englands og hún springur í tætlur í loftinu yfir Ermarsundi. Það kraftaverk gerist að tveir farþeganna svífa hægt niður og komast upp á Englandsströnd. Annar þeirra er fræg kvik- myndastjarna í indverskum kvikmyndaiðnaði, Gibreel Farishta, ekki síst rómaður fyrir frammistöðu sína í myndum um trúarleg efni. Hinn, Saladin Chamcha, starfar við að lesa inn á útvarps- og sjónvarpsefni í Englandi, þúsund radda maður sem er líka Indverji, en ákafur aðdáandi enskrar menningar. Fljótlega eftir landgönguna kemur í ljós að þeir hafa ummyndast í fallinu. Gibreel virðist hafa fengið geislabaug, en á Saladin vaxa horn og klaufir. Þetta veldur þeim að vonum miklum erfiðleikum þegar til London er komið. Sjálfs- myndin skaddast og þeir lenda í kostulegum útistöðum við umhverfi sitt. Rushdie, sem er af indversku bergi brotinn en bjó í Englandi frá 14 ára aldri, kannar í þessari sögu hugarheim innflytjandans, manns sem stendur mitt á milli tveggja gjörólíkra menningarheima sem togast á um sálu hans. Gibreel hefur glatað trúnni og það er tómarúm í tilveru hans, en á hann sækja martraðarkenndir guðlasts- draumar um nafna hans Gabríel erkiengil og spámanninn Magún. Saladin hefur á vissan hátt líka glatað trúnni, trúnni á föður sinn og föðurlandið. Hann býr sig til sem Englending til að vera ekki eins og faðir hans, en þetta tilbúna sjálf er reist á blekkingum, á bak við grímuna er ekki neitt. Hann týnir sjálfum sér, tapar sinni eigin rödd við að líkja eftir öðrum. Það er ekki fyrr en hann veitir innibyrgðri reiði sinni útrás þegar á líður söguna að ummyndunin gengur til baka og hann fer að verða mennskur að nýju. Sögunni lýkur í Bombay þar sem Saladin er kallaður að dánarbeði föður síns, sættist við upprunann og horfist í augu við lífið. Gibreel tekst hins vegar ekki að sætta innri mótsagnir sínar og sviptir sig lífi. Í sögunni er enskur veruleiki framand- gerður á margvíslegan máta. Hversdagslegt fyrirbæri eins og reykt síld í matinn verður tákn um óárennilega og illmeltanlega The Ground Beneath Her Feet Lagið flytur írska hljómsveitin U2 ásamt Daniel Lanois í kvikmyndinni The Million Dollar Hotel. Textann samdi Bono, söngvari U2, eftir að hafa lesið samnefnda skáldsögu eftir Salman Rushdie. All my life, I worshipped her Her golden voice, her beauty's beat How she made us feel, how she made me real And the ground beneath her feet And the ground beneath her feet And now I can't be sure of anything Black is white and cold is heat For what I worshipped stole my love away It was the ground beneath her feet It was the ground beneath her feet Go lightly down your darkened way Go lightly underground I'll be down there in another day I won't rest until you're found tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.