Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 22
Nei, ekki voru það orður og titlar; samt löngu úrelt þing í máli og minnum. Eftir að Tjallinn réðst inn í landið og hertók það, í maí 1940, urðu brátt til ýmis kenniyrði um þá sýslan sem Hvalbúðarhúðlandinn fékk sér til uppihalds og monninga: Gervismiðir, Frímúrarar, Kamarjúnkarar, en það voru þeir sem komust innundir hjá Hensa og hirtu lortinn undan Tjöllunum. Mér óaði jafnt við þeirri iðngrein sem þeim titli, sárlega minnugur þess ógeðslega skrölts í baklóðum miðbæjarins á náttarþeli, þegar súkkulaðihesturinn dró níðþungan súkku- laðivagninn milli húsa og kamarjúnkarar bæjarins sýndu sofendum og myrkfælnum enga miskunn með skellum og glamri í skjólum útikamranna. Og svo var það Reddarinn; Það var nú samt hreinlegra og skárra og ögn hærra skrifað. Og viti menn; Undirritaður hífðist upp í stétt í þessu nýja samfélagi og varð Reddari. Vorið 1942, þegar hann hafði lokið prófum upp úr 5. bekk, flaug fyrir að amrískt verkfræðifyrirtæki ætti að byggja marga olíutanka í Hvalfirði og langa bryggju út í sjó undir lagnirnar. Mannfrekt fyrirtæki það! Frjáls og prófaður maðurinn tók sér óðara fari með Akranesrútunni og steig úr henni á sandströnd undir Þyrli, þaðan sem gat að líta nýreista og nýmálaða braggaborg langt upp undir hlíðarnar. Þar stóð hann með gömlu skólatöskuna sína og horfði á spengilega kúreka úr villta vestrinu spankúlerandi í níðþröngum kakíbuxum og leður- stígvélum reykjandi og jórtrandi fram og aftur fyrir framan braggana. Þó nú að þessi tilvonandi reddari væri ekki gæddur öðrum starfshæfileikum en vafasamri Boga Ólafssonarensku sem gárungar sögðu togaramál, áræddi hann samt að spyrja einn kábaujinn eftir „the Office“, og var bent á hvítmálaðan bragga fremst í röðinni. Offisið reyndist nú ekkert offis, hvorki með afgreiðsluborði né ritvél eða starfsfólki, heldur sat þar í djúpum tágastól lítill karl í reiðbuxum og með hvítan hatt og vískíflösku á gólfinu. Hann mismunaði sér upp á spóaleggina og tók fremur glaðlega í höndina Stofugólfið á Ströndinni Úr minningum fyrrum reddara Björn Th. Björnsson Búðir verkamannanna á Litlasandi í lok mars 1942. Myndin er úr bókinni Vígdrekar og vopnagnýr – Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið eftir Friðþór Eydal. (Útg. Bláskeggur 1997). tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.