Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 54
Þetta er því skáldsaga um „tónlist, ást og líf-dauða“ og að vanda skoðar höfundur þessi þemu frá afar mörgum og óvæntum sjónarhornum. Eins og í fyrri verkum hans rekur hver dramatíski viðburðurinn annan og nútímaatburðir kallast á við fornar sagnir. Fyrsti þriðjungur bókarinnar, sem einkum gerist í Bombay, minnir mest á eldri verk Rushdies. Þar segir frá fjölskyldum og uppvaxtarárum verðandi rokkstjarnanna Ormusar Cama og Vínu Apsara og sögumannsins, Rajs Merchants, verðandi ljós- myndara, en síðar mynda þau ástarþríhyrning. Tvíburabróðir Ormusar Cama fæðist andvana (líkt og tvíburabróðir Elvis Presley), en heldur áfram að lifa í hugskoti hans, eins og í öðrum heimi. Þaðan flytur hann bróður sínum fyrir tímann dægurlög sem aðrir flytjendur annars staðar í heiminum gera heimsfræg nokkru síðar. Ormus er því frá upphafi maður með óvenjulega hæfileika, sérstaka náðargáfu. En fleiri ógleymanlegar persónur eru þarna kynntar til sögunnar og framvindan er lyginni líkust. Faðirinn Daríus Serkses Cama kemur af stað rás viðburða sem verður að skelfilegum fjölskylduharmleik með því að slá krikketkúlu af vangá í höfuðið á syni sínum í hópi áhorfenda á kappleik sem ólgar af pólitískri spennu. (Þetta minnir óneitanlega á hafnarbolta- leikinn í fyrrnefndri skáldsögu Dons DeLillo.) Þau Vína og Raj verða líka að horfa upp á sundrun fjölskyldna sinna og átakanleg dauðsföll. Þannig sprettur listin af þjáningu og rótleysi, en einnig af ástarþrá. Bæði Indverjinn Ormus Cama og Vína Apsara, sem fæðist í Bandaríkjunum sem Nissí Poe en flyst ung að árum til Bombay, eiga sára reynslu að baki þegar þau stíga fyrstu sporin á tónlistarbrautinni. Þegar Ormus flyst til Englands er hann orðinn uppflosnaður. Hann segir skilið við heimkynnin og snýr þangað aldrei aftur. Tónlistin sem verður til er tjáning hins burtflutta, þess sem á hvergi (eða alls staðar) heima. Eins og í upphafinu á Söngvum Satans er ferðinni milli menningar- heimanna tveggja lýst með mjög dramatískum hætti. Flugvélin fer í gegnum himnu: „... hann finnur vissa mótstöðu í loftinu. Eitthvað sem vinnur gegn framskriði flugvélarinnar. Eins og það sé teygjanleg gegnsæ himna strengd þvert yfir himininn, útfrymistálmi, veggur.“ Um leið og flugvélin brýst í gegnum þessa ósýnilegu hindrun fær hann eins konar hugljómun og til hans koma gestir úr öðrum heimi. Eftir slys í Englandi fær hann tveggja heima sýn, sér með öðru auganu inn í annan heim. Sá heimur er hliðstæður þeim heimi sem lýst er í bókinni en þó ólíkur í ýmsum atriðum. En leikur Rushdies felst í því að sá heimur sem lýst er í bókinni er skáldaður heimur, en sá heimur sem Ormus fær innsýn í er sá sem við köllum „veru- leikann“, eins og sést þegar hann lýsir ýmsum sögulegum staðreyndum sem við þekkjum en eru á skjön við heim sögunnar. Þegar Vína spyr hann nokkru síðar hvernig hann sé, hinn heimurinn, svarar hann: „Ég sagði þér það ... Eins bara öðruvísi. John Kennedy var skotinn fyrir átta árum. Ekki fara að hlæja, Nixon er forseti. Austur-Pakistan sagði nýlega skilið við sambandið. Flóttamenn, hryðjuverka- menn, þjóðarmorð, allt þetta. Og Bretar eru ekki í Indókína, ímyndaðu þér það; en það er stríð þar samt, þó að staðirnir hafi önnur nöfn. Ég veit ekki hvað eru til margir heimar en sennilega er það helvítis stríð í þeim öllum. Og Dow efnaverk- smiðjurnar og napalmsprengjur. Þetta er allt tómt djöfuls frat, ekkert nafteinpalmítat – þeir hafa annað nafn yfir það líka, en það brennir hörundið á litlum stúlkum alveg eins. Naftat. Hann segir: það er fullt af söngvurum í pallíettum og með ælæner, en það bólar ekkert á Zoo Harrison eða Jerry Apple eða Icon eða The Clouds, og Lou Reed er karlmaður. Þar er Hollywood en þar hefur fólk aldrei heyrt um Elrond Hubbard eða Normu Desmond og Charles Manson er fjöldamorðingi og Allen Konigsberg stjórnaði aldrei kvikmynd og Guido Anselmi er ekki til. Ekki heldur Dedalus eða Caul- field eða Jim Dixon reyndar, þeir skrifuðu aldrei neinar bækur og klassíkin er öðruvísi líka.“ Ormus kemur til Englands þegar breskar hljóm- sveitir eru að byrja að slá í gegn. Hann fær vinnu sem plötusnúður á sjóræningjaútvarpsstöð í gömlum ryðkláfi úti fyrir ströndinni og sér þessa nýju poppmenningu með augum innflytjandans. Þetta eru á köflum allskoplegar lýsingar, en verða æ beinskeyttari eftir því sem á líður. Ormus tekur að skelfast þetta England sem er „ruglað af dulhyggju, dáleitt af kraftaverkum, ofskynjunum, heillað af framandi guðum“. Hann sér að þetta England „er hörmungasvæði, hinir öldnu eru að tortíma hinum ungu með því að senda þá til að deyja á fjarlægum völlum og unga fólkið svarar með sjálfstortímingu“. Hann „snýst öndverður gegn skemmdunum, sóuninni, sjálfskaparvítunum, litskrúðugu jökkunum, upptugginni þvælu af ýmsu tagi sem leyst hefur hugsunina af hólmi, hrifningunni á gúrúum og öðrum falsspámönnum, flóttanum frá skynseminni, þeirri leið sem liggur niður í víti sérréttinda“, fordæmir landið og þá „kynslóð sem er úti að aka“ í lögum sínum, finnur vestræna rödd sína „með því að átta sig á hverju hann er á móti“. Hann kynnist tískufrömuðinum Antoinette Corinth og samstarfs- konu hennar sem gengur undir nafninu Hún. Tilvera þeirra snýst um vímu, dulspekikukl og frjálst og innantómt kynlíf. Hún lýsir yfir „endalokum samræðunnar“ og Antoinette reynist vera nútíma- leg útgáfa af Medeu Evrípídesar, þar birtist eigingirnin í ýktustu mynd. Kynnum Ormusar af enskum poppkúltúr 7. áratugarins lýkur með harmleik og hann kemst naumlega lífs af. Í Ameríku fá þau Ormus og Vína meira af því sama. Listræni kvikmyndaleikstjórinn Ottó Wing og kona hans, norræna fegurðardísin Ifredis, stunda feiknalegar samfarir „hvenær og hvar sem andinn kemur yfir þau og hann kemur yfir þau á öllum tímum og alls staðar“ og trúa á Jesú Krist af sama jötunmóðnum. Ottó telur sig hafa leyst háðið af hólmi. Listamaðurinn Amos Voight, sem virðist mótaður eftir Andy Warhol, segir frá láti vinar síns sem fannst nakinn í tómu baðkeri í sóðalegri íbúð í Efri-Vesturbænum í New York eftir of stóran skammt af eiturlyfjum, en endar með orðunum: „Ég skrapp þangað upp eftir ... Það var hroðalegt. 11 dollarar með þjórfé.“ Í ljós kemur að stórlaxinn í plötuútgáfunni, hinn blindi Yul Singh, fjármagnar hryðjuverkasamtök bók- stafstrúarmanna. Undir glitrandi yfirborði poppmenningarinnar er allt að rotna. Frjálslyndið virðist geta af sér nýtt helsi, í skjóli þess spretta siðleysi, fálæti og enda- laust nýjar hégiljur. Með því að hafa ljósmyndara sem sögumann skapast óvenjulegt sjónarhorn. Ljósmyndarinn sér hluti sem aðrir sjá ekki. Sem fréttaljósmyndari fer Rai inn á styrjaldar- og hörmungasvæðin í heiminum sem aðrir hætta sér ekki inn á. Hann einsetur sér „að sýna að myndavél geti skyggnst undir yfirborðið, inn fyrir skrautklæði veruleikans og inn í blóðugt hold hans og hjarta“ með þá grundvallarreglu að leiðarljósi að „fara nálægt“ myndefninu. Hann afhjúpar ósýnileg stjórnmálahneyksli. Hann kannar ástand heimsins. Rushdie bregður upp mynd af flóknum póstmódernískum heimi þar sem allt virðist renna saman, ekkert er eins og það sýnist í fyrstu, allt er sífelldum breytingum undirorpið, enginn sannleikur er endanlegur, gömlu leiðarvísarnir gilda ekki lengur. Mynd- hverfing þessa ástands er jörðin sem skelfur. Það er ekki fast land undir fótum. Þver- brestirnir í tilverunni, brestir okkar sjálfra, leiða til náttúruhamfara þar sem Vína lætur lífið. Í Birtingi Voltaires, sem Rushdie vísar í, kemur jarðskjálftinn mikli í Lissabon árið 1755 við sögu vegna þess að hann er talinn til marks um að bjartsýnisspeki Leibniz standist ekki. Í Jörðinni undir fótum hennar sýna jarð- skjálftarnir í Mexíkó að hin mikla póstmódern- íska upplausn leiði ekki til þess að allt stefni til hins besta í þessum besta af öllum hugsan- legum heimum, heldur sé harmræn í eðli sínu. Hvað er til bjargar? Tónlistin – og ástin. Ormus og Vína eru elskendur á goð- sögulegum mælikvarða, ástarsaga þeirra er stærri í sniðum en venjulegs fólks. En Ormus verður að eins konar Don Kíkóta ástarinnar sem gerir samning við Vínu um að fresta því um tíu ár að ganga í hjónaband og vinnur riddaralegan skírlífiseið samkvæmt úreltum siðferðisboðum á dögum frjálsra ásta. Hún stundar hins vegar hömlulaust kynlíf og á sér tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.