Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 20
heimaverkefni. Þessa bók þarf ég ekki að nota frekar en ég vil, mamma leggur áherslu á það um leið og hún horfir á mig bænaraugum. Það er reyndar ekki ég sem á að skrifa í þessa bók. Hún sýnir mér hvernig beita á pennanum, hann á að hvíla í skorunni milli vísifingurs og þumals. Penna- oddurinn efst á blaðsíðunni. Höndin hreyfingarlaus. Ef hann skrifar eitthvað vill mamma fá að sjá það. En hún ítrekar að ég þurfi ekki að gera þetta frekar en ég vil. Bænaraugun. Ég skynja að ég þarf að losna við þessi bænaraugu undir eins. Mér finnast þau verri en nokkrar skammir þó að ég geti varla borið það saman, því ég er aldrei skammaður. Mamma gerir sig ánægða með eina litla setningu. Satt að segja er hún himinlifandi. Skriftin er mjög óskýr en orðið „stálhraustur“ má þó glögglega lesa út úr sparkinu í línuendanum. Mamma dregur þá ályktun að setningin í stílabókinni sé samhljóða því sem ég segist hafa heyrt í stofunni: „Verið ekki sorgmædd, mér líður vel, ég er stálhraustur.“ „Sagði hann örugglega ekkert fleira við þig?“spyr hún áköf. „Nei, og mér fannst eins og hann vildi kannski ekkert að maður væri að tala meira við hann. Eins og hann ætti bara að lifa sínu lífi þarna í annarri vídd. Og við okkar lífi.“ Ringlaður spurnarsvipur á mömmu. „Sagði hann það?“ „Neinei, mér fannst þetta bara einhvern veginn. Af því ég er kannski svolítið næmur drengur eins og þú segir.“ Hún spyr hvort ég ætli samt ekki að reyna aftur. Ég segist ætla að sjá til. Maður þurfi að skynja hvort maður eigi að reyna aftur. Af því maður er svolítið næmur á þetta. Mamma segir að kannski langi mig til að verða miðill þegar ég verð stór. Miðill og læknir. Í heiminum séu bæði til góðir læknar og góðir miðlar en hún viti ekki um neinn sem sé hvorttveggja. „Slíkur maður hlyti að verða mikil blessun fyrir mannkynið.“ Ég kinka kolli og kyngi munnvatni. Þegar ég geng inn í mannlausa stofuna virðist ekkert sjálfsagðara en að andlit bróður míns á stóru ljósmyndinni á veggnum byrji að tala. En þegar ég hvíli handleggina á stólörmunum, opna lófana, loka augunum og reyni að tæma hugann, þá verður bílaumferðin fyrir utan skyndilega svo hávær, bílhljóðin sem maður er ekki vanur að taka eftir hljóma eins og ég sé staddur úti á götu. Þá skynjar maður hvað heimurinn er stór og hávaðasamur, þögnin er bara hér. Full af dauðlegu lífi bíður veröldin handan við bílhljóðin sem hverfa í fjarskann. (1976) Stundum finnst mér ég þurfa að komast í bíó á hverjum degi. En það er útilokað. Í rúminu á kvöldin bý ég til mínar eigin bíómyndir. Rauð kúlnagöt spretta fram á jakkafötunum og mennirnir engjast fyrir framan mig. Hver á eftir öðrum reyna þeir að drepast sem flottast fyrir mig, hníga titrandi niður í gólfið með sem mestum tilþrifum. Það er ekki dauði. Á náttborðinu er glært kranaviskí í glasi. Eftir blóðbaðið sest ég upp í rúminu og klára úr glasinu í einum sopa. Ég gretti mig og dæsi, vökvinn logar í innyflunum. Ég er aldrei stoppaður á bannað innan 14 en þegar myndirnar eru bannaðar innan 16 ára getur brugðið til beggja vona. Það er óskemmtilegt að snúa heim aftur með miða í vasanum sem ekki fæst endur- greiddur samkvæmt reglum kvikmyndahúsanna. En óneitanlega líður mér eins og glæpamönnunum í bíómyndunum þegar ég læt lítið fyrir mér fara við innganginn um leið og ég rétti fram miðann. Og þegar dyravörðurinn rífur af miðanum er ég sloppinn inn í flugvélina sem flytur mig úr lögsögunni en lögreglumennirnir sem hafa dreift sér um flugstöðina grípa í tómt. Þeir geta ekki stöðvað mig. Þeir geta ekki stöðvað hefndina. Ég mun finna morðingja bróður míns. Verslunin okkar er á neðri hæð hússins. Þetta er lítil búð en mamma kallar hana alltaf Verslunina. Hún segir það með stórum staf og stolti: Verslunin. Vöruhillurnar í litlu hurðarlausu herbergi við hliðina á anddyrinu. Afgreiðsluborðið í þröngu skoti fyrir innan anddyrið. Á borðinu er grár sími sem mér fannst einu sinni svo nýtískulegur. Áður en hann var keyptur hélt ég að bara væru til svartir símar. En núna er þessi grái sími bara hversdagslegur eins og rykið á gólfinu en svarti síminn í stofunni minnir mig á gamlan hálfgleymdan tíma: þegar bróðir minn var ekki veikur og ég gat leikið mér við hann og strítt honum eins og venjulegum krakka. Lagerinn er í upphituðum skúr á baklóðinni. Þar á ég vingott við gleymdar íssósur. Þær standa í glærum plastbrúsum með rauðu loki í beinni röð fyrir aftan pappakassa sem er kúffullur af ljósaperum. Á ljósaperunum er þykkt ryklag sem ég set stundum skarð í með vísifingri. Aldrei bregst það að í næstu skúrferð eru ummerkin horfin, ryklagið orðið jafnþétt á ný. Þetta vekur mér þá gamalkunnu tilfinningu að ég geti ekki haft nein áhrif á heiminn. Íssósubrúsarnir eru mislitir af innihaldinu. Rétt áður en ég sprauta úr einum þeirra upp í mig finn ég fyrir gleðitilfinningu gagnstæðri við tómleikann sem ljósaperurykið vekur: ég og ekkert annað en ég ákvarða magnið í íssósubrúsunum hverju sinni. En stuttu síðar, þegar mér er orðið bumbult, kemur tómleikinn aftur: þessir íssósubrúsar eru gleymdir og yfirgefnir, það að hafa áhrif á þá er ekki að hafa áhrif á heiminn, brúsarnir eru ekkert annað en hluti af sjálfum mér eins og sokkarnir mínir eða andlitsgeifla í spegli sem enginn verður vitni að. Á miðanum framan á hverjum brúsa er stimplaður síðasti söludagur. Þó að það finnist ekki á bragðinu sýnir stimplunin að allar sósurnar runnu út í febrúar 1974. Þá var bróðir minn ennþá lifandi. Ég velti því fyrir mér hvernig hann lítur út núna, hve lengi líkaminn endist. (1977) Loksins þegar ég er laus við bróður minn þá flæki ég mig í net hans aftur. Núna er hann ekki umræðuefni lengur, ég þarf ekki að hugsa um hann. Ég hef lifað nógu lengi til að teljast táningur en hefur eitthvað breyst? Ég hafði alltaf ímyndað mér að með táningsaldrinum myndi sjálfkrafa dragast yfir mig töffaraskapur, leðurjakki félli af himnum yfir herðar mínar og fljúgandi sígaretta lenti í munnvikinu og myndi vega þar salt í jöfnum takti þegar ég skyti út úr mér meitluðum athugasemdum. En ég þori ekki að reykja og ég sem hef svo oft drukkið platviskí úr eldhúskrananum og kyngt því með þaulæfðum grettum og andvarpi forhertra manna úr bíómyndum, – þegar út í alvöruna er komið guggna ég á raunverulegri vodkablöndu. Það eina sem hefur breyst er að núna er mér aldrei vísað frá bönnuðum myndum. Það er ekkert merkilegt við það að komast 15 ára inn á mynd bannaða innan 16 ára. Strákarnir sem einu sinni hlustuðu með ákafa á mig eftir að ég hafði laumað mér inn á Deliverance í Austurbæjarbíói, veifa núna framan í mig búsi. „Hvað, viltu ekki fá þér? Ertu hræddur við mömmu þína?“ „Neinei, ég vil bara frekar viskí.“ En ennþá er ómótstæðilegt að sitja í myrkvuðum sal þar sem dauðinn er skemmti- legur, spennandi og áhyggjulaus. Ekki langdregin jarðarför, ekki þrúgandi þögn í húsinu, ekki kirkjugarðsferðir, ekki brúna stílabókin sem núna liggur gleymd í neðstu eldhússkúffunni innan um batterí og skrúfjárn, fyrir neðan hnífapör og sleifar. Áður var auðvelt að næla sér í nokkra seðla úr peningaskúffunni en núna er mamma búin að selja búðina. Ég átta mig ekki á því hvað hún seldi, því enn búum við í húsinu og lager- skúrinn stendur sem fyrr á baklóðinni, meira að segja ennþá eitthvað af vörum í honum. Bróðir minn safnaði tíköllum í ljósgulan strigapoka sem mamma færði honum eftir að hafa sótt skiptimynt í bankann. Hægt og sígandi fylltist pokinn. Bróðir minn fann tíkall undir sófasessu, í innkeyrslunni, á gólfinu og tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.