Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 58
Alheimstungan Í upphafi 20. aldar var lýðræði að komast á í Evrópu. Almenningur fór að hafa æ meiri afskipti af stjórn- málum og ákvarðanatöku. Það var eins og við manninn mælt að um leið og fjöldinn fékk að hafa áhrif á stjórnmál efldust friðarhreyfingar í Evrópu. Málsmetandi menn héldu friðarþing sem áttu að tryggja það að stríð heyrðu sögunni til. Fór þar fremst í flokki þýska greifynjan Bertha von Süttner sem síðar hlaut friðarverðlaun Nóbels. Þetta var blómaskeið hugsjónanna í Evrópu. Vísindin efldust, tæknin tók örum framförum, sam- félagið varð óðum lýðræðislegra og skynsemin virtist ráða meiru og meiru um þróun mann- félagsins. Enginn efaðist um að hlutur vísinda- manna í þjóðskipulagi framtíðarinnar yrði mikill, síst af öllu vísindamennirnir sjálfir sem gerðu byltingar- kenndar uppgötvanir á hverjum degi. Hetjur þessa tíma voru Edison og Bell, Ehrlich og Max Planck, Pasteur og Curie-hjónin. Því var almennt trúað að þeirra væri framtíðin. Vísindin áttu að leggja sitt af mörkum til að efla friðinn og meðal þess sem vísindamenn fengust við var smíði alheimstungumála. Talið var að ef allir gætu ræðst við á sama máli á jafnréttisgrundvelli tryggði það frið í heiminum og skilning manna á milli. Alheimstungumál á borð við volapük og esperanto voru búin til af hugsjón um betri heim. Raunar lauk tilraunum alheimstungugerðar- mannanna til að sameina mál sín í illindum og bræðravígum og ekkert samkomulag náðist um hvernig alheimstungan skyldi vera. Eins þurftu friðarsinnarnir að horfa upp á alla viðleitni sína verða að engu árið 1914 þegar valdsherrarnir gátu æst almenning til þess að fylgja sér í stríði. Og þó að ýmsir sigrar yrðu áfram í vísindunum fylgdi ekki sama bjartsýni og áður í kjölfarið heldur var það trú margra að heimurinn yrði hálfu verri eftir. En þrátt fyrir allt lifði vonarneistinn og jafnvel á sjálfum vígvellinum, í miðjum hörmungum hildar- leiksins gátu kviknað hugmyndir um hvernig heimurinn gæti orðið betri. Og þær hugmyndir voru settar í orð og urðu ævintýrið um Dagfinn dýralækni. Stríð og sögur Meðal hermanna Stóra-Bretlands í Flandri í heims- styrjöldinni var Hugh Lofting. Hann var fæddur 14. janúar 1886 í Maidenhead í Berkshire, af enskum og írskum ættum. Lofting hafði haldið ungur til Banda- ríkjanna og lært við Tækniháskóla Massachusetts (MIT) en lokið námi frá verkfræðingaskóla Lundúna. Síðan hafði hann unnið um tíma sem arkítekt og verkfræðingur í Kanada, Afríku og Vestur-Indíum. Árið 1912 settist hann að í New York og kvæntist en árið 1916 sneri hann aftur til föðurlandsins til að berjast í stríðinu. Sagt er að í bernsku hafi Lofting komið upp dýragarði og náttúrugripasafni í línskápi móður sinnar. Jafnframt hafi hann sagt syst- kinum sínum sögur. Í stríðinu þurfti hann að sameina þessi áhugamál í bréfum til barna sinna. Ekki gat hann skrifað þeim sannleikann um lífið í skotgröfunum. Í staðinn fengu þau sögur og myndir af sérkennilegum lækni. Meðal annars þótti Lofting sárt að sjá að á vígvellinum voru hinir hraustu stríðsklárar skotnir ef þeir særðust en ekki læknaðir. Hér hefði sérstakur læknir dýranna komið að haldi og ekki væri verra ef hann gæti rætt við dýrin. Og í huganum bjó hann til slíkan mann, Dagfinn dýralækni, sem kunni mál dýranna. Eftir stríð taldi kona Loftings hann á að senda útgefanda sögurnar. Sú fyrsta, Dag- finnur dýralæknir í Apalandi, kom út árið 1920. Nutu sögur Loftings þegar mikilla vinsælda. Alls urðu sögur hans í fullri lengd tíu en sex voru gefnar út á íslensku árin 1967- 1972 í þýðingu Andrésar Kristjánssonar (sem einnig þýddi Dularfullubækur Enid Blyton). Þær voru Dagfinnur dýralæknir í Apalandi (The Story of Dr Dolittle), Dagfinnur dýra- læknir í langferðum (The Voyages of Dr Dolittle), Dagfinnur dýralæknir og perlu- ræningjarnir (Dr Dolittle's Post Office), Dag- Dagfinnur dýralæknir og trúin á alheimstunguna Ármann Jakobsson tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.