Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 23
á tilkomandi reddara, sagðist í viskívímunni heita McDonald og vera yfirverkfræðingur hér á staðnum; spurði síðan hvað hann gæti gert fyrir mig. McDonald var mjög smávaxinn, nema með afar framstæða kúlu á maganum, mjög pipur og með eilífum brettum um glansandi andlitið. Loks rann erindi mitt furðanlega upp fyrir honum, og þegar sá skilningur rann orðið að fullu til höfuðsins, reyndi hann að hysja reiðbuxurnar upp fyrir kúluna, fékk sér slurk og hljóp að kalltæki eða síma og skipaði einhverjum lægra settum að koma á 0,2 beint á skrifstofuna til sín. Brátt kom ungur og geðslegur maður í stífuðum kakífötum og tók við skipunarópum Mc- Donalds. Við lá að brakaði í stífelsinu þegar þessi ungi maður gekk með mér austur fyrir braggaröðina og opnaði einn með lykli. „Hér sagði yfirverkstjórinn að þú ættir að búa,“ sagði hann og benti mér inn. Þetta var að sjá nýr og tandurhreinn braggi, þrjú járnrúm með dýnum og samanbrotnum teppum við hvorn vegg, en dálítið borð og stóll undir glugga á stafninum. Ég tók upp úr skólatöskunni og lagði það lítið sem var á borðið. Forvitnilega en hnýsnislaust lyfti ungi maðurinn tveimur bókum og hló kýmilega við: „Hvað? Lestu Agötu Kristí á þýzku?“ „Ja, mamma mín les ekki ensku.“ „Amma mín les ekkert nema jiddísku!“ Þar með vorum við Reinhart í rauninni orðnir kunningjar. „Mister McDonald nefndi ekkert um hvað ég ætti að gera. Getur þú sagt mér það?“ „Ja, þú byrjar í fyrramálið. Fyrst er það fimmgengið og síðan sexgengið. En ég verð að skreppa til Makks og sækja það sem þú þarft að hafa. Só long Byron á meðan.“ Þegar þessi nýi kunningi minn kom aftur, lagði hann stóran og mjúkan kladda á borðið, benti mér á dálka niður eftir síðunum og alllangar línur út frá þeim. „Í dálkana færir þú númerin sem þú tekur við, en nöfnin út frá hverju númeri. Hér er nafnaskráin. Við erum víst með rúmlega fjögur hundruð innfædda í vinnunni núna, „Íslendinga“, skaut ég inn. „Já, við kunnum líklega ekki enn að nefna þá rétt, hvað þá nöfnin. En það lagast allt, Byron, þegar þú færð æfinguna.“ „Ég heiti ekki Byron!“ „Ja, það sagði Makk, og Byronson.“ „Og svo er hér taskan undir númerin sem þú tekur við, bæði af fimm- og sex- genginu.“„Áttu við klukkan fimm og sex á morgnana?“ „Já, stóri bússinn stoppar fyrir framan hjá Makk.“ „En hvernig í veröldinni? Ég á enga klukku.“ „Ég skal þá skreppa aftur og gá hvort þeir í junkskoppunni eigi ekki einhvern vekjara. Eitthvert ræksni hljóta þeir að eiga!“ Á þann veg upphófst sumarið mitt sem Reddari hjá McDonald undir Þyrli á Hvalfjarðarströnd. Kólfurinn lamdi innan bjölluna í taugaveikluðum æsingi, rétt eins og klukkur heimsins hefðu aldrei orði fjögur áður. Þetta var ekki evrópsk kurteisisklukka með mátulegu suði innvortis, heldur áreiðanlega frumstæð Suðurríkjaklukka handa bómullarþrælunum við Mississippí. Nýorðinn reddarinn var enda ekki seinn í brækurnar og með reddaratöskuna yfir um öxlina. Það stóðst nokkuð á, að stóri bússinn var að stoppa fyrir framan hjá McDonald þegar ég náði þangað. Þetta var belgmikið farartæki, sligað niður á annan veginn, eins og það langaði mest til þess að halla sér út af á hliðina. Á stéttinni stóð stór hópur manna, klæddir í gamla jakka og peysur og fótabúnað sem leyndi ekki þjóðerninu á þeim árum: ýmislega bætta gúmmískó úr slitnum bílslöngum. Þeir viku til fyrir mér – eða töskunni – þegar bílstjórinn opnaði framdyrnar, og hver af öðrum rétti mér númerið sitt, kringlótta plötu með gati og íbrenndu númeri, sem hét víst badds. Að því komst ég þegar einn úr hópnum sagði elskulega og afsakandi: „Heyrðu, ég gleymdi baddsinu mínu heima í bragga. Geturðu ekki bara skrifað hjá þér númerið?“ Engin sæti voru í þessum bls. 23 tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.