Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 9
en vorveðrið þunga í París þótt alfranskur sé; og sannarlega íslenskari en franskar diskó- versjónir af stolti okkar Björk; hann er fullfær á íslenska tungu. Þess vegna líka verður hann ávallt nefndur fornafni hér eftir en ekki Richard, og hvorki monsjúr né herra einsog hæfa þætti annarstaðar. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að hliðra dálítið nafni hans og skrifa uppá móðurmálið, Filipp; af því ég verð svo oft að hafa í eignarfalli en essið svo ámátlegt á frönskuna eftir e-ið. Hann sagði að ég mætti. Filipp kom fyrst til Íslands 18 ára gamall, beint vestur á Ísafjörð þar sem hann var skiptinemi hjá hjónunum Hjördísi Hjartardóttur og Pétri Sigurðssyni. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann vorið eftir auk þess sem hann um veturinn vappaði milli höfuðvígja kynjanna sem þá voru: lærði vefnað í húsmæðraskólanum og tók stýrimannspróf í sjómannaskólanum. Vafalaust hefur hvort tveggja nýst honum vel þótt hvorki hafi hann síðar ofið klæði né stýrt togara, heldur látið nægja að stýra pensli um ólík efni. En stýrimaðurinn fór aldrei alfarinn. Bæði var að fjölskyldan ísfirska varð honum sönn fjölskylda og hann henni fóstursonur, og hafa ekki rofnað þau bönd; og hitt að hann hreifst af landinu, af Íslandslagi og litum. Filipp hefur ferðast um allt Ísland og þekkir vel; en aftur kom hann þangað heim um lengri tíma í desember 1994 þegar hann fékk styrk til að dvelja í Straumi í Hafnarfirði. Þar vann hann verkið Des mois, des années, á rekavið og pappír í kampavínsflöskur, og segir frá neðar. Ekki skal ég fullyrða um bein áhrif Íslands- lags á list Filipps en víst er að í verkum hans má sjá sömu liti og sömu litagleði og í íslenskri náttúru, sumarnáttúru og vetrar. heima og víðar Fáir verða frægir í París á einum degi. Og sumir kæra sig heldur ekkert um frægð sérstaklega, en Filipp hefur sjálfur sagt að dreymdi hann um slíkt hefði hann valið flest önnur listform en málverkið. Það er nútíminn. Hann náði engu að síður ungur merkum áfanga myndlistarmanns; að komast á samning við gallerí, en fyrr opnast ekki dyr að sýningum og sölu verka í þessu landi. Þetta er þekkt og virt gallerí sem velur vandlega fólk sitt og ábyrgist sýningu verka þess annað hvert ár; tekur að sér kynningu umbjóðenda, semur við söfn og önnur gallerí um sýningar og sér um sölu verka. Og þarna í Galerie Bernard Jordan, í fjórða hverfi, stendur reyndar yfir um þessar mundir önnur sýning Filipps; hún verður annarra viðfangsefni. Ekki er þörf að tíunda hér allar þær ótal sýningar sem Filipp hefur haldið einn eða með öðrum í Frakklandi og víðar, en þó má telja eina borg í hverju því útlandi þar sem verið hafa einkasýningar hans: New York, Reykjavík, Róm; Frankfurt, Sófía, Rotterdam. Þá hafa komið út bæklingar, pésar og bækur á fimmta tug um verk hans. Tvær listaverkabækur hefur hann sent frá sér þar sem eru myndir sérstaklega unnar í bækurnar og hvergi hafa birst nema þar; önnur er glærubók og eiganda ætlað að rífa úr síðurnar og raða eftir eigin höfði og smekk, tveim saman eða mörgum, og er eitt dæmi um viðleitni listamannsins að leyfa þeim sem njóta skal að móta og skapa sjálfur. Loks má geta þess að tvær heimildamyndir hafa verið unnar og sýndar í sjónvarpi um Filipp; önnur einmitt um íslenska rekaviðarverkið áðurnefnt, og filmað að mestu á Íslandi um svört hraun og fjörur Suðurnesja; ákaflega ljóðræn og falleg mynd; og einlæg. stíll, form, stærðfræði Þótt verk Filipps séu nokkuð auðþekkjanleg af stíl og litum eru þau afar fjölbreytileg og ólík að formi. Litir eru einatt sterkir, jafnvel æpandi; stundum undarlega bleikir eða dumbungsgrænir; iðulega glaðlegir, og ósjaldan kímilegir. Mikið ber á allavega reglulegu og óreglulegu munstri hringja, díla, flekkja, punkta; oft hlykkjast einhvers konar blettaormar þvers og kruss um alla mynd, eða droparandir, ýmist breiðar eða grannar, ávallt í matematískri reglu en myndrænni óreiðu þó. Og hér er líka kímnin; alltaf einhvers staðar. Filipp hefur lengstum málað á striga aðallega; nema beint sé á pappa eða við; ekki bara rekavið, heldur bar um tíma á krossviðarkössum sem hann málaði á allar hliðar; og stóðu á sýningum á miðju gólfi eða héngu á vegg eða neðan úr lofti; misstórir að lögun og lengd. Á síðari árum hefur svo borið æ meir á því háttalagi listamannsins að fullskapa ekki verk sín heldur leyfa áhorfanda – ég vil ekki segja listþega – að halda áfram sköpuninni; einsog í glæruleiknum. En af sama meiði er sú nýjung Filipps að mála á gegnsæjan silkidúk og stilla upp verkum þann veg að skoða megi jafnt að framan sem aftanverðu svo áhorfanda birtast tvær eða fleiri hliðar sama verks eftir því sem hann sjálfur kýs að horfa; en sólarljós fær að móta líka því áferð dúksins breytist eftir því hversu hún nær að skjóta geislum sínum inn um glugga. Þá eru verkin samsett úr mörgum einingum og má raða saman á alla vegu. Verkinu lýkur sumsé ekki í höndum listamannsins. rekaviður og kampavín Filipp dvaldi í Straumi í Hafnarfirði í 180 daga. Og þar vann hann verkið sem ofar gat og heitir á íslensku Mánuðir, ár. Það má kalla upphaf þeirrar stefnu hans að fullskapa ekki verk sín. En hér er einstakt að hann leitar á vit náttúrunnar að sjá um sköpunina með sér og felur henni dágóðan hlut. Nú er sjónum beint að hafinu með þessa vissu í huga: hafið gefur, hafið tekur. Hann vann á pappír 180 litlar myndir, eina fyrir hvern dag sem hann gisti fagra fjöruna við vel málað álver Alusuisse. Þær sýndi hann á Kjarvalsstöðum árið 1996. Að sýningu lokinni rúllaði hann upp mynd- unum og stakk í kampavínsflöskur tómar; lokaði; tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 9

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.