Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 16
Hvernig getur Ásgrímur starfað í kvikmynda- bransanum ef hann lítur á það sem stuld að verða fyrir áhrifum af umhverfinu? Hann vill banna slíkt. Að vísa í aðra listamenn eða taka lengra það sem vel er gert. Ef Ásgrímur hefur aldrei skilið að þetta er listamönnum eðlilegt, er þá ekki kominn tími til þess? Betra er seint en aldrei! Ef ljósmyndin Baldur vekur hugrenningatengsl tengd samkynhneigð, eins og einhver dæmi eru um, eða nasisma, eins og berlega hefur komið í ljós, verður bara að hafa það. Áhorfandinn þarf þá að skoða hug sinn og spyrja sjálfan sig að því hvers- vegna hann myndar þessi tengsl. Áhorfandinn þarf að skoða sinn hug vel og líka listaverkið áður en hann setur sig í dómarasæti og byrjar að búa til langan lista órökstuddra fullyrðinga um það. Á byrjunarreit Að listamaður sé utan við öll áhrif er engin dyggð. Ari Magg er í fremstu röð íslenskra ljósmyndara. Hann sækir ef til vill innblástur, eins og allir menn, í það sem hrífur hann í umhverfinu. Ari gerir ef til vill það sama og flestir listamenn. Hann blandar saman því sem hann hefur séð. List fyrri tíðar hefur án efa náð að verða honum innblástur með ýmsum hætti eins og öðrum listamönnum. En það má ekki gleyma því að hann er ekki síst barn síns tíma. Hann er ungur ljósmyndari í upphafi 21. aldar. Að þröngva upp á verk hans boðskap sem ekki einu sinni Leni Riefenstahl vill viðurkenna að hafi verið undir- liggjandi í sínum verkum er afar ósanngjarnt. Ari tók ljósmyndir sínar árið 2000 en Leni Riefenstahl gerði heimildarmyndir sínar Sigur viljans (Triumph des willens) um flokksþing nasista í Nürnberg í Þýskalandi í september 1934 og Ólympíu (Olympische spiele 1936) um Ólympíuleikana í Berlín, fyrir meira en sextíu árum. Þá var allt morandi í nasistaáróðri en þannig er þetta sem betur fer ekki í dag. Kvikmyndin er heldur ekki kyrrt listform eins og ljósmyndin. Þegar stakur mynd- rammi í kvikmynd er borinn saman við ljósmynd er verið að bera saman ólík listform. Kvikmyndin byggist á allt öðrum forsendum. Vissulega var Adolf Hitler, þótt lágvaxinn væri, yfirleitt sýndur, í málverkum til dæmis, eins og hann væri nánast tveir metrar á hæð og eins og myndasmiðurinn væri krjúpandi á hnjánum fyrir framan hann. En þetta er þekkt aðferð og Leni Riefenstahl er ekki höfundur hennar. Auk þess er síðasta öld liðin. Við þurfum að venja okkur af því að meta alla skapaða hluti á hennar forsendum. Við lifum á nýrri öld. Við þurfum að taka hugmyndir 20. aldar, ekki síst þær sem mótuðu hana svo mjög og setja þær á byrjunarreit. Hver er þá fagurfræði Baldurs? Tískuljósmyndun nútímans snýst ekki síst um það að búa til goð og gyðjur, handan hins mannlega heims. Í slíkum ljósmyndum eru oft sérstæð sjónarhorn og innrömmun á viðfangsefninu. Höfuð módelsins er til dæmis oft ofarlega á myndfletinum. Segja má að leikarar, dansarar og módel séu eins konar nútíma goðverur. Tilbúnar fyrirmyndir og hetjur í nútíma goðsögum. Þær stíga tiginmannlega inn í hinn nýja tilbúna raunveruleika, en eru ekki raunverulegar heldur eftirmyndir. Tilbúin tákn. Það þarf ekki annað en að depla auga í átt til nútíma tískuljósmyndunar til að sjá að menn eru að þreifa sig áfram með sterkt myndmál og tiltölulega stífan stíl. Að eigna hann Leni Riefenstahl er langsótt í meira lagi. Það þarf ekki annað en að fletta tískutímaritunum Vogue, ID og Face eða fagtíma- ritinu Photo, bæði því franska og bandaríska, til að sjá að oft er verið að nota ljóskastara sem höfuðlýsingu en ekki sólarljósið, sem er frekar notað í bakgrunni. Slík „heit“ og „ónáttúruleg“ grunn- lýsing og óræð heildarlýsing gera myndmálið sterkara. Þetta er lýsing sem sést ekki þegar maður labbar úti á götu og framandleikinn og ævintýra- ljóminn verða því fyrir vikið enn áhrifameiri. Í ljósmyndinni Baldri eru goðsögulegu persónurnar Baldur og Loki settar í fókus. Sami Saikkonen stendur í forgrunni í hlutverki Baldurs og horfir upp og til vinstri út úr myndrammanum. Að baki hans stendur Aato Siikala í hlutverki Loka og horfir upp og til hægri út úr myndrammanum. Ekkert annað er á myndinni nema skýjaður himinninn. En himinninn er ekki alskýjaður. Við hnakka Baldurs, rétt ofan við hægra eyra hans er op á annars þéttum skýjunum þar sem glittir í heiðskíran himininn. Í þessa átt beinist sjónlína áhorfandans. Inn í heiðríkjuna. Ef grannt er skoðað sést að sjónlína Loka snertir neðsta hluta opsins. Sjónlínur Loka, Baldurs og áhorfandans mynda þríhyrning. Þríhyrningsformið kemur fyrir á öllum tímum og í öllum tegundum myndlistar. En hlutverki áhorfandans er ekki lokið. Hann er þátttakandi í þeirri dramatísku spennu sem hefur myndast. Þessi spenna er aðallega á milli Baldurs og Loka, en líka milli áhorfandans, Baldurs og Loka. Baldur virðist nefnilega ekki vita af Loka fyrir aftan sig. Og Baldur veit ekki heldur af áhorfandanum fyrir framan sig, sem þó starir á hann. En Baldur finnur ef til vill spennuna og hefur grun um nærveru bæði Loka og áhorfandans. Þetta er ein skýringin á þeirri blöndu vonar, ótta, vilja, fullvissu og efa sem lesa má úr tjáningu Baldurs. Hann er undir miklu álagi. Hann er í tilvistarkreppu. Þessvegna vekur myndin ekki síst spurningar um tilveru mannsins og vegferð hans. Gul birtan á Baldri og Loka og grænleitur himinninn mynda andstæður hita og kulda og samband ljóss og skugga í ljósmyndinni er með þeim hætti að andlitsdrættir verða bæði dramatískir og sannfærandi. Bert hörundið verður eins og snertanlegt. Til að auka á þrívíða upplifun á tvívíðum myndfleti og til að komast hjá flötum andlitum er linsu mynda- vélarinnar beint neðan frá og upp. Þetta undirstrikar beinabygginguna í andlitunum, ekki síst kinnbeinin, en upphefur auk þess hinar goðsögulegu persónur. Baldur er einfaldlega ljósmynd af Sami og Aato í hlutverkum sínum. Módelin sjálf búa myndina að miklu leyti til með útliti sínu. Ef aðrir balletdansarar hefðu dansað hlutverk Baldurs og Loka hefði ljósmyndin orðið allt öðruvísi. Í gagnrýni Ásgríms er því í raun verið að saka danslistamennina um að útlit þeirra sé ímynd nasisma. Því það er vitaskuld tilviljun að útlit eins fremsta dansara Finnska þjóðarballettsins, Sami Saikkonen, er svo nálægt dæmigerðu norrænu útliti. Augljósasta fyrirmynd Ara Magg fyrir fagurfræðilegu mótífi ljósmyndarinnar Baldurs virðast vera auglýsingaplaköt kvik- mynda. Það er nánast regla í kvikmynda- plakötum að hetja kvikmyndarinnar stendur fremst, eins og Baldur á ljósmyndinni, og óvinurinn er í bakgrunni. Hetjunni líður illa. Þetta er í raun klassískt mótíf. Átök góðs og ills Í dansverkinu Baldri verður til ástarþríhyrn- ingur milli Baldurs, Nönnu og Loka þar sem tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.