Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 32
það er innan handar fyrir mig sem rithöfund að nýta mér allt sem ég get úr fræðunum og ef ég hefði tök á því að tileinka mér niðurstöður vísindanna þá myndi ég gera það. Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri, lítum t.a.m. á franska höfundinn Houellebecq sem nýlega skrifaði Öreindirnar – þar er á ferðinni höfundur sem tekur inn líftækniumræðuna og notar sem efnivið í skáldsögu. Þóra Ellen: Mér finnst að það hljóti að vera töluvert sameiginlegt með vísindum og listum, t.d. það að hvort tveggja felur í sér einhvers konar leit, þetta eru svið sem eru að leita að hinum innsta kjarna hlutanna, er það ekki? Einnig að hvorugt þrífst án frelsis – listamenn þurfa frelsi til að geta skapað og stundað list sína og vísindamenn þurfa frelsi til að stunda rannsóknir sínar og til að tjá sig um niðurstöður þeirra. Þá held ég að þessi tvö svið eigi það líka sameiginlegt að setja sér – vonandi – einhver æðri markmið, markmið sem eru ofar öllum persónulegum ávinningi sem viðkomandi kann að geta vænst. Þetta síðasta finnst mér sérlega mikilvægt því það greinir þessi tvö svið mikið frá mörgum, ef ekki flestum, öðrum starfssviðum í þjóð- félaginu. Vísindamenn og listamenn eru hver um sig hlutar af einhverri stærri mynd. En þetta eru auðvitað hvort tveggja líka störf þar sem persóna viðkomandi er mjög nátengd starfinu. Starfinu getur síðan fylgt mikill persónulegur ávinningur, bæði hvað varðar viðurkenningu á því sem maður hefur gert og líka þá lífsfyllingu sem starfið gefur fólki. Vísindamenn og listamenn sinna þess vegna starfi sínu oft á allt öðrum forsendum en margir aðrir. Þorvarður: Þrátt fyrir þessar hliðstæður sem þú nefnir er ekki sérlega algengt að þessir hópar ræðist við og manni finnst að það sé ákveðinn grundvallarmunur á því hvernig vísindamenn og listamenn vinna eða nálgast sín viðfangsefni. Starf vísindamannsins er t.d. iðulega talið snúast um að höndla – á hlutlausan, ópersónulegan hátt – hið hlutlæga í veröldinni en til að sú viðleitni gangi rétt eftir má ekkert trufla hana eða skekkja – hvorki persóna viðkomandi, gildismat hennar eða fegurðarskyn. En þar með er líka búið að loka á ákveðin svið mannlegrar reynslu. Listamenn aftur á móti eru kannski fyrst og fremst að vinna með þessa huglægu þætti sem vísindamenn verða að leiða hjá sér, a.m.k. samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á starfi þeirra. Þá virðist manni einnig vera sá munur á að í listum kemur hlutveruleikinn ekki endilega mikið við sögu – eða eru þetta kannski allt saman bara eintómar klisjur? Guðmundur: Ég er hræddur um að þetta sé svolítil klisja því ef það er eitthvert eitt atriði sameiginlegt með listamönnun og vísindamönnum – og að sjálfsögðu mörgum öðrum stéttum – þá er það sköpunargleðin, það að finna þessa gleði sem gagntekur þig við að hafa fundið eitthvað nýtt. Einhverja hugmynd sem hægt er að fylgja eftir til að vita hvort hún stenst. þarna kemur fegurðarskynið líka til, því engin skýring á fyrirbærum náttúrunnar er laus við listræna fegurð. Sköpunargleði og fegurð- arskyn skipta miklu máli því hver setur fram ljóta kenningu? Það er ekki nokkur leið, nátturan er ekki ljót – náttúran er fögur og allar skýringar sem við höfum á náttúrunni eru fagrar, þó að þær séu settar fram af mennskum huga. Almennt held ég að það sé erfitt að koma með einhverjar alhæfingar á þessu sviði – við þekkjum ótal dæmi um menn eins og Eggert Ólafsson, Jónas Hallgrímsson og Benedikt Gröndal sem eru hvort tveggja í senn, vísindamenn og listamenn, því þeir geta ekki skilið á milli þessara hlutverka í sinni eigin persónu. En við getum líka fundið hið gagnstæða – vísindamenn sem bera ekkert skynbragð á listir og listamenn sem hafa engan áhuga á vísindum – það er allur gangur á þessu, allt litrófið er til. Halldór: Það sem rekur listamenn og vísindamenn fyrst og fremst áfram er þessi forvitni að vilja fara inn á ókunnugt svæði, þaðan kemur kannski þessi óstjórnlega sköpunarárátta, hann er knúinn áfram af innri sýn. þetta er rót mannsins, þessi þekkingarleit hans, að sjá heiminn alltaf í nýju og nýju ljósi. Þetta sjáum við ekki bara í okkar samtíma, heldur gegnum alla sögu mannsins frá hellaristunum og áfram – sköpunaráráttan og þekkingarleitin breytast í sjálfu sér ekkert. Mér finnst annars jákvætt ef listir og vísindi finna sér meiri samleið, það hefur kannski verið meira áberandi að listamenn væru að sækja í heim vísindanna en ég efast ekki um að vísinda- menn geti einnig sótt í heim listarinnar, tekið einhverjar viðmiðanir þaðan og lært eitthvað sem gerði þeim kleift að betrumbæta sínar aðferðir. Þorvarður: Halldór, þú varst einmitt nýlega að vinna verk fyrir Íslenska erfðagreiningu – það væri forvitnilegt að heyra eitthvað um þá reynslu. Halldór: Já, það var talsvert skemmtileg reynsla – og líka mjög erfið. Mín hugmynd var sú að athuga hvernig það gengi ef fyrirtækið Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur og kvikmyndagerðarmaður tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.