Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 28
10–15 árum. Menn þurfa ekki lengur að þræta um það hvort náttúruverðmætin séu einhvers virði eða ekki, þessi verðmæti eru núna viðurkennd. En mér finnst þó of snemmt að segja til um það hvort deilan um Eyjabakka, sem oft er talin marka upphaf þessarar vitundarvakningar, hafi haft viðvarandi viðhorfsbreytingu í för með sér úti í samfélaginu. það sem mér fannst vera mest sláandi við þá umræðu var allt þetta fólk sem skrifaði í blöðin og tjáði sig þar um málið, margir eflaust að skrifa slíka grein í fyrsta sinn. Þessu fólki virtist virkilega misboðið, eins og því fyndist að verið væri að gera atlögu að einhverju sem skipti það mjög miklu máli. Mér fannst hins vegar vera svolítið miður að flestir þeir sem tjáðu sig voru fólk á mínum aldri – það ber alltof lítið á ungu fólki í umræðunni, þar virðist vera sama deyfðin eða áhugaleysið á ferðinni og varðandi stjórnmálin. Pétur: Almennt held ég að hér hafi orðið viðhorfsbreyting að því leytinu að í dag myndi enginn stjórnmála- maður þora að tala opinskátt gegn umhverfinu – efndirnar eru svo annað mál. Hér virðast stjórnmálamenn komast upp með að fara í kringum sjálfar leikreglurnar og það hlýtur svo aftur að koma niður á áhuga almennings. Þessu má líkja við kappleik. Ef dómarinn dæmir ekki á brotin, þá leysist leikurinn upp í slagsmál. En ef dómarinn breytir reglunum í miðjum leik öðrum aðilanum í hag, þá missa allir áhuga á leiknum og yfirgefa völlinn. Mér kemur líka í hug nýleg sjónvarpsfrétt. Verið var að sýna myndir af Keili og nágrenni, veðrið var gott og fólk að ganga á fjallið, en allt í kring um það sáust hjólför eftir ökutæki. Fréttamaðurinn komst einhvern veginn þannig að orði að þarna toguðust á tvenns konar sjónarmið: annars vegar þeirra sem vildu „keyra á kraftmiklum bílum í fallegu umhverfi“ og hins vegar „þeirra sem vildu njóta kyrrðar í fjallgöngu.“ Það hitti mig einkennilega að hann skyldi geta horft á þetta með svona „hlutlausu“ hugarfari. Skyldi þessi afstaða bera vott um umhverfisvitund okkar Íslend- inga í dag? Halldór: Ég er sammála því að fólk sé farið að tjá sig miklu meira um þessi mál og að þau skipti fólk greinilega einhverju máli, fyrir fimmtán árum voru þau einfaldlega ekki á dagskrá. Mér finnst þó meginbreytingin vera sú að Íslendingar eru farnir að tjá skoðanir sínar um náttúruna út frá tilfinningum, ekki bara út frá praktísku sjónarhorni. Áður fyrr fannst mönnum sjálfsagt að ráðist yrði í framkvæmdir ef þær væru í þágu þjóðar- búsins, vatnsbúskaparins, landsbyggðarinnar eða þvíumlíkt. Fyrir nokkrum árum, þegar ég átti leið um Eyjabakka með mína ferðamenn, þá kom það fyrir að ég rakst þar á ágæta náttúrufræðinga sem voru þá að mæla fyrir virkjuninni. Ég spurði þá hvort þeir gerðu sér grein fyrir því sem þeir væru að undirbúa og þeir svöruðu: „Við erum bara að vinna hérna fyrir Orkustofnun.“ Ég sagði að þeir væru að undirbúa mikinn glæp og þá kom mjög á þá – þeim fannst ég vera alltof hryssingslegur. En ef ég gengi á slíka menn með sama hætti í dag, þá held ég að viðbrögðin yrðu önnur, viðhorfsbreytingin nær ekki bara til venjulegs fólks heldur líka til þeirra sem eru að vinna við þetta. Hins vegar er umræðan um umhverfis- mál stutt komin hér á landi – hún einkennist of mikið af skítkasti milli ólíkra aðila, málin eru ekki krufin til mergjar. En umhverfismálin eru samt örugglega mál málanna í dag. Guðmundur: Ég held að það sé hollt fyrir okkur að hafa alltaf í huga þessa löngu sögu búsetunnar í landinu og átta okkur á því hvers konar náttúrusýn Íslendingar hafa raunveru- lega haft, fyrr og nú. Ég staðhæfi að þessi náttúrusýn hafi ekki breyst ýkja mikið. Frumbyggjarnir komu hingað upphaflega vegna þess að þeim fannst eitthvað betra hér heldur en þar sem þau voru áður. Þeir komu með búfénað og slepptu honum á landið, þeir hjuggu skógana og fyrr en varði var landið gjörbreytt. Með þessari nýtingu skópu þeir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.