Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 21
svo framvegis. Fólk gaf honum tíkalla, einu sinni gaf ég honum meira að segja tíkall sjálfur. Hann var að stæla ríkidæmi Jóakims úr Andrésarblöðunum. Á myndunum voru svona pokar. Til að fullkomna eftirlíkinguna gerði hann dollaramerki utan á pokann með svörtum tússpenna. Núna er aðeins dauft far eftir letrið og ég veit ekki hvort augu mín greina ennþá raunverulega dollaramerkið eða hvort það er minningin sem les það. Ég er lengi að telja alla tíkallana úr pokanum. Samanlagt gera þeir rétt rúmlega bíómiða, poppkornspoka og tvær strætóferðir. Íssósubrúsarnir eru horfnir úr lagerskúrnum. Og ljósaperukassinn líka. Núna finnst mér að andi bróður míns hafi búið í þessu dóti og ég er feginn að vera laus við það. Á gólfinu stendur opinn Cheerios-kassi, hálffullur af gulum pökkum. Nokkrar lengjur af Viceroy- sígarettum liggja á tréborði. Það er búið að taka hitann af skúrnum og það er undarleg tilfinning eftir öll þessi skúrheitu ár að vera skyndilega kalt þegar maður stendur hérna í stuttermabol. Mamma er búin að kaupa efnalaug í Austurbænum. Þar er erfitt að komast óséður í peningaskúffuna. Gufan frá fatapressunni gefur frá sér undarlega lykt. Í nokkra daga er gaman að anda að sér þessari lykt en síðan verður hún hversdagsleg. Bíómyndin veldur vonbrigðum, þetta var meira grín en hasar þrátt fyrir aldurstakmarkið. Í myndinni var bara framið eitt morð en þó hafði miðaverðið verið hækkað. Mér þótti ég hlunnfarinn enda hafði ég borgað hundraðkalli minna í síðustu bíóferð og séð að minnsta kosti sjö morð. Engu að síður gat ég ekki neitað mér um poppkornið. Núna á ég ekki fyrir strætófari og verð að ganga heim. Á heimleiðinni rennur upp fyrir mér að það er tekið að halla sumri. Nöpur gola og ljósblátt rökkur. Eins og ég sé að koma úr níubíó en ekki sjöbíó. Tómur tíkallapokinn verður að hnúti í maganum. Mér verður hugsað til gimsteinaþjófanna í myndinni áðan og bíræfni þeirra. Í stutta stund finnst mér ég vera verri en þeir. Mér finnst að þeir hafi ekki stolið neinu sem skipti máli. Og aukaatriði þó að þeir hafi skotið öryggisvörð til bana. Ég sé hann fyrir mér að drekka kaffi í mötuneyti leikaranna með gerviblóðblettinn enn á skyrtubrjóstinu. Ég velti því fyrir mér hvort mig geti aftur langað til að verða læknir. (1978) Í dag barst jákvætt svar frá menntaskólanum. Mamma varð himinlifandi og þó að við vissum bæði að allir í þessu hverfi sem lokið hafa grunnskólaprófi fá inngöngu í þennan skóla, fannst okkur sigur hafa unnist. Við héldum upp á þetta á veitingastað: kjúklingur, franskar kartöflur og pilsner. Mamma sagði mér að tveir náfrændur sínir hefðu lokið stúdentsprófi frá þessum skóla. Báðir höfðu látist af slysförum. „Nú tekur þú upp þeirra merki,“ sagði hún og augu hennar ljómuðu. En hún minntist ekki á læknisfræði. Ég sá fyrir mér stúdentshúfu á höfði mínu og að mér yrði ruglað saman við lögregluþjón. Ég fékk mér sopa af pilsnernum og ímyndaði mér hann sterkari, ætlaði að gretta mig en hætti við. Varð hugsað til bréfsins frá menntaskólanum og ákvað með sjálfum mér að vera vaxinn upp úr þessu. Á næsta borði japlaði gamall maður á kjúklinga- beini. Ég hafði oft séð þennan mann í búðinni heima áður fyrr, en núna virtist hann ekki kannast við okkur lengur þó að ég mætti augum hans. Mamma tók ekki eftir honum. Í stutta stund varð allt hversdagslegt aftur eins og þegar dregur skyndilega fyrir sólu og maður er ennþá í stuttbuxunum. Á heimleiðinni stöðvaði mamma bílinn fyrir framan hús menntaskólans og horfði lengi á það. Rauður skódi flautaði fyrir aftan okkur en mamma hirti ekki um það. Enn er gamli búðarkassinn á skrifborðinu. Hann virðist ekki hafa fylgt með í sölunni í fyrra frekar en flest annað. Svört snúran hringar sig upp við hliðina á honum. Mér tekst að opna peningaskúffuna en ég get ekki lokað henni aftur. Skúffan er tóm. Af einhverjum ástæðum hugkvæmist mér ekki að stinga snúrunni í samband. Ég sest inn í stofu. Myndirnar af bróður mínum á veggjunum eru ekki lengur þrúgandi. Einu sinni var ekki hægt að horfa á sjónvarpið án þess að þær trufluðu og segðu með þögn sinni að maður ætti að gera eitthvað annað en horfa á sjónvarpið, þjást og vera heilagur á svipinn. Núna eru þær orðnar að gömlum hlutum og gamlir hlutir hafa ekki líf nema maður leggi sig eftir því að glæða þá því. Svona er tíminn, maður tekur ekki eftir því að hann líður fyrr en hann er liðinn. Ekkert virðist gerast frá degi til dags, maður tekur ekki eftir neinum breytingum fyrr en hann uppgötvar að allt er breytt. Mér verður hugsað til þess að þegar við mamma ókum burtu til veitingastaðarins í kvöld hlyti bílhljóðið að hafa heyrst inn í stofuna, fjarlægst og síðan horfið, rétt eins og önnur bílhljóð, – ef einhver hefði verið heima til að hlusta. Smám saman get ég ekki varist þeirri tilhugsun að ég hafi sjálfur verið staddur hérna í stofunni, að ég hafi hlustað á sjálfan mig hverfa út í heiminn og verða óþekkjanlegur. Smásaga Ágústs Borgþórs Sverrissonar: Hverfa út í heiminn bls. 21 tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 21

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.