Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 35
Þessi djúpa þögn, þessi mjúka birta, þetta var eitthvað sem orkaði óskap- lega sterkt á mig, eitthvað sem ég veit að ég mun alltaf muna. Upplifanir sem þessar skipta mig persónulega afar miklu máli og tækifærið til að vera úti í náttúrunni og njóta þeirra er sá hluti sem ég hugsa að ég myndi síst vilja missa úr mínu starfi. Halldór: Mér finnst náttúran bæði tæla mann til sín og fæla mann frá sér um leið – hún er afskaplega seiðandi og leiðir mann á einhvern hátt inn í sinn eigin heim. Þar týnir maður sjálfum sér eða gleymir sér í algleymi hennar – þetta er svolítið eins og að vera fóstur inní móður náttúru. Fljótt á litið gæti það virst tilviljun að ég fór að fást við náttúruna, eins og ég hef verið að gera meira eða minna síðastliðin tíu ár, en ég held þó ekki. Ég ætlaði ekki að verða myndlistarmaður heldur sjómaður en eitt sinn á milli skipa fann ég vatnslitabox ofan í kompu og fór fyrir tilviljun að mála – það var eins og eitthvað gripi mig þá. Fljótlega eftir að ég byrjaði í myndlist fór ég að gera verk sem snerust um höfuðskepnurnar, jörð, vatn, eld og loft, en síðan fór ég í aðrar áttir og það var ekki fyrr en ég fór að skynja náttúruna meira innan frá að mér fannst þetta koma, þá birtist mér algerlega nýr og óendanlegur heimur og mikil uppspretta efniviðar í mína list. Ég fór m.a. að sjá hvernig höfuðskepnurnar gátu virkað sem verkfæri í mínum höndum. Mér fannst það bæði rosalega spennandi og ánægjulegt að hafa fundið mig þarna með einhverjum hætti – en líklega var það bara heppni að hafa líka fundið með þessu einhverja samkennd með náttúrunni. Maðurinn hefur svo mikla þörf fyrir þessa samkennd, hann getur ekki verið án náttúr- unnar, hann sækir alltaf einhvern veginn í hana. Pétur: Ég held að þetta náttúruhæði sé óvenju sterkt hjá Íslendingum. Ef við lítum á okkar listasögu þá eru menn hér að mála nakið landslag á meðan evrópskir málarar eru að mála naktar konur. Íslenskir málarar erótísera náttúruna og mála þessar endalausu landslagsmyndir. Íslensk skáld róa einnig mjög stíft á þessi náttúrumið, allir útlendingar sem fjalla um íslenskar listir og bókmenntir reka strax augun í það hvað náttúran er þar sterkur þáttur. Eins mætti taka dæmi um íslenskar kvikmyndir þar sem náttúran leikur bókstaflega aðalhlutverkið. Halldór: Við búum í þannig landi og við þannig aðstæður að náttúran umlykur okkur alveg. Guðmundur: Mig langaði aðeins til að bæta við einu atriði, lýsingu á tilfinningu eða upplifun sem ég verð stundum fyrir. Það er vissulega einkennilegt hvernig náttúran virðist sífellt kalla á mann, sérstaklega þegar maður spyr oft sjálfan sig: „Hvers vegna í ósköpunum var ég að velja mér þetta svæði, en ekki eitthvað blíðara?“, t.d. þegar maður er að þvælast um á hraununum inni við Öskju – ég er hræddur, það er viss ótti sem grípur mig. Ég veit ekki hvað þetta er, líklega bara einhver vitund um það að náttúran geti skipt skapi á örskömmum tíma og maður verði því alltaf að vera á varðbergi. Inn á milli koma síðan þessar fáu, blíðu stundir en svo hellist aftur yfir mann löngunin til að forða sér burt eins fljótt og mögulegt er. Samt sem áður, um leið og maður er kominn aftur í bæinn, þá getur maður ekki beðið eftir því að það komi nýtt sumar svo maður komist aftur upp til fjalla. Þóra Ellen: Ég þekki svipaðar upplifanir frá Þjórsárverum, t.d. þegar hefur verið þvílíkt rok í marga daga að mann verkjar í eyrun og er með vitin full af sandi – þá óskar maður þess auðvitað heitast að komast sem fyrst burt en langar samt alltaf að fara aftur. Hér læt ég þessari samantekt um hringborðsumræðurnar lokið. Ég færi þeim Guðmundi, Halldóri, Pétri og Þóru Ellen mínar bestu þakkir fyrir samveruna og spjallið og vil einnig koma á framfæri þökkum til Jórunnar Sigurðardóttur, Bjarkar Sigurðar- dóttur og Þorsteins G. Jónssonar fyrir þá aðstoð sem þau veittu mér í þessu verkefni. Þ.Á. bls. 35Þorvarður Árnason: Hringborðsumræður um náttúru, vísindi og listir Pétur Gunnarsson, rithöfundur tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.