Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 22
Nei, ekki voru það orður og titlar; samt löngu úrelt þing í máli og minnum. Eftir að Tjallinn réðst inn í landið og hertók það, í maí 1940, urðu brátt til ýmis kenniyrði um þá sýslan sem Hvalbúðarhúðlandinn fékk sér til uppihalds og monninga: Gervismiðir, Frímúrarar, Kamarjúnkarar, en það voru þeir sem komust innundir hjá Hensa og hirtu lortinn undan Tjöllunum. Mér óaði jafnt við þeirri iðngrein sem þeim titli, sárlega minnugur þess ógeðslega skrölts í baklóðum miðbæjarins á náttarþeli, þegar súkkulaðihesturinn dró níðþungan súkku- laðivagninn milli húsa og kamarjúnkarar bæjarins sýndu sofendum og myrkfælnum enga miskunn með skellum og glamri í skjólum útikamranna. Og svo var það Reddarinn; Það var nú samt hreinlegra og skárra og ögn hærra skrifað. Og viti menn; Undirritaður hífðist upp í stétt í þessu nýja samfélagi og varð Reddari. Vorið 1942, þegar hann hafði lokið prófum upp úr 5. bekk, flaug fyrir að amrískt verkfræðifyrirtæki ætti að byggja marga olíutanka í Hvalfirði og langa bryggju út í sjó undir lagnirnar. Mannfrekt fyrirtæki það! Frjáls og prófaður maðurinn tók sér óðara fari með Akranesrútunni og steig úr henni á sandströnd undir Þyrli, þaðan sem gat að líta nýreista og nýmálaða braggaborg langt upp undir hlíðarnar. Þar stóð hann með gömlu skólatöskuna sína og horfði á spengilega kúreka úr villta vestrinu spankúlerandi í níðþröngum kakíbuxum og leður- stígvélum reykjandi og jórtrandi fram og aftur fyrir framan braggana. Þó nú að þessi tilvonandi reddari væri ekki gæddur öðrum starfshæfileikum en vafasamri Boga Ólafssonarensku sem gárungar sögðu togaramál, áræddi hann samt að spyrja einn kábaujinn eftir „the Office“, og var bent á hvítmálaðan bragga fremst í röðinni. Offisið reyndist nú ekkert offis, hvorki með afgreiðsluborði né ritvél eða starfsfólki, heldur sat þar í djúpum tágastól lítill karl í reiðbuxum og með hvítan hatt og vískíflösku á gólfinu. Hann mismunaði sér upp á spóaleggina og tók fremur glaðlega í höndina Stofugólfið á Ströndinni Úr minningum fyrrum reddara Björn Th. Björnsson Búðir verkamannanna á Litlasandi í lok mars 1942. Myndin er úr bókinni Vígdrekar og vopnagnýr – Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið eftir Friðþór Eydal. (Útg. Bláskeggur 1997). tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 22

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.