Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1878, Blaðsíða 59
Stjórnartíðindi B 7.
49
1878
Reglugjörð
fyrir skattanefndir'pær og yfirskattanefndir, sem fyrirskip-
aðar eru með lögum um tekjuskatt 14. desbr. 1877.
Með því að svo er fyrir mælt í lögum um tekjuskatt 14. desember 1877, að
greiða skuli árlegan tekjuskatt í landssjóð bæði af eign og atvinnu, og að taka skuli
skatt þennan í fyrsta skipti á manntalsþingum 1879, befir samkvæmt 26. grein laganna
verið samin reglugjörð sú, er hjer fer á eptir, fyrir skattanefndir þær og yfirskattanefnd-
ir, sem fyrirskipaðar eru til að jafna skattinum niður.
Fyrirmæli reglugjörðarinnar eru tengd við greinirnar í lögunum, að svo miklu
leyti sem yfir höfuð hefir þólt nauðsynlegt að veita nokkra leiðbeiningu um, hvernig
þeim skuli beitt. par af leiðir, að í hvert skipti verður að aðgæta fyrst fyrirmæli lag-
anna, og bera þau síðan saman við reglugjörðina; tilgangur hennar er eptir hlutarins
eðli eingöngu sá, að skýra lögin og vera þeim til fyllingar.
I.
VH l.—3. gr. Tekjuskatt skal greiða af öllum þeim tekjum af eign, er eig-
anda hlotnast, bæði af fasteign, af peningum, og af lausafje, sem er gjört arðberandi, og
eru slíkir tekjustofnar hinir helztu til greindir í 1. og 2. gr., en sú tilgreining er þó
eigi tœmandi í þeim skilningi, að aðrar tekjur af eign, en þar eru nefndar með berum
orðum verði alls eigi til greina teknar; það eru einnig aðrar tekjur skattskyldar en
þær, sem beinlínis eru til greindar í þessum greinum, svo sem t. d. leiga af kaupstað-
arhúsum og skipum, tekjur af hvalreka, viðarreka, slœgjutollur eða beitartollur, þar sem
beit eða slœgjur eru leigðar sjer í lagi. pað verður að telja með hverja tekjugrein, er
hlutaðeigandi hefir haft á árinu (almanaksárinu næst á undan niðurjöfnuninni, sbr. 6.
gr.), af fjáreign þeirri, er hjer rœðir um, hvort sem tekjurnar eru fólgnar í peningum
eða landaurum, og skal telja landaurana til peninga eptir verðlagsskrárverði á hverri
landaurategund fyrir sig það ár, er um er að rœða. Hins vegar eru það einungis eigin-
legar tekjur, er skatt skal af greiða, en eigi það, sem maður fær í aðra hönd í kaupum
og sölum án þess að það auki fjármuni manns, svo sem t. a. m. er maður selur eign
sína, en vitaskuld er, að greiða ber þá tekjuskatt af vöxtunum af andvirði hennar. Eiganda
er heimilt að draga frá árstekjum sínum umboðskostnað, er svo á stendur, að sjerstak-
legrar umboðsstjórnar hefir við þurft, og verður að sýna kvittun hlutaðeiganda umboðs-
manns því til sönnunar; sömuleiðis má og draga frá ársleigurnar af þinglýstum veðskuld-
um í jörðu eptir vottorði samkvæmt afsals- og veðskulda-brjefabókinni.
Nú býr eigandi sjálfur á jörðinni eða hefir afnot hennar, og skal þá jörðin metin
til afgjalds af hlutaðeigandi skattanefnd, á sama liátt og áður var fyrir mælt í erindisbrjefi
dómsmálastjórnarinnar fyrir hreppstjórana 18. júlí 1848 um niðurjöfnun alþingistollsins,
eptir því, hvað goldið er eptir aðrar viðlíka jarðir í sama byggðarlagi, og ber jafnframt að
taka til greina aðrar tekjur, er eigandinn hefir haft af jörðinni á árinu.
Undanþegnir þessum tekjuskatti eru þeir, er árstekjur þeirra eptir 1,—2. grein
samanlagðar eigi nema 50 krónum. Af öllum tekjunum samanlögðum skal greiða 1 kr.
af hverjum 25 kr.; það, scm þar er fram yfir, skal eigi koma til greina skattinum tii
hækkunar.
Ilinn' 31. maí 1878.