Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1878, Blaðsíða 147
Stjórnartíðindi B 21.
137
1878
Fyrir því úrskurðast, samkvæmt 23. grein sveitarstjórnartilskipunar 4. maí 1872, 144
að Alptaneshreppi skal eptirleiðis skipt í 2 hreppa, þannig að Bessastaðakirkjusókn sje t7-813?1-
sjerstakur hreppur út af fyrir sig, er heiti Bessastaðahreppur, og Garðasókn hreppur út
af fyrir sig, sem heiti Garðahreppur. Skiptingin skal komast á fyrir fardaga 1879, eða
undir eins og amtmaðurinn samkvæmt tilskipun 4. maí 1872 2. gr. hefir ákveðið tölu
hreppsnefndarmanna í hvorum hinna nýmynduðu hreppa, og kosningar samkvæmt því
eru fram farnar, og forstöðunefndir hinna nýju hreppa hafa komið sjer saman. Eignir
hins sameinaða hrepps, skuldir og sveitarþyngsli hreppsins skiptast upp í milli hinna
nýju hreppa að tíltölu við sveitarútsvörin, eptir því sem þau hafa verið greidd síðustu
5 árin, frá fardögum 1873 til fardaga 1878 í hvorum parti hrepps þessa fyrir sig.
Skiptinguna framkvæma hinar nýju hreppsnofndir í sameiningu, geti þær ekki komið
sjer saman, sker sýslunefndin úr. Fari svo, að síðan — eptir að þessi skipti eru kom-
in á — komi upp sveitarþyngsli í öðrum hvorum hinna nýju hreppa, er eiga rót sína í
fjelagsskap þeim, sem hingað til heíir átt sjer stað, skulu báðir hrepparnir bera þessa
byrði að sama hlutfalli, og því er gengið var eptir við skiptinguna, og ber þeim hrepp,
þar sem ómaginn er heimilisfastur, þegar hann fer að þurfa aðstoðar (ef ekki öðruvísi
verður um samið), að annast sveitarómagann móti tiltölulegu endurgjaldi frá liinum
hreppnum.
Báðir hinir nýju hreppar hafa þinghús sameiginlegt í Hafnaríirði.
potta er hjer með tjáð yður, herra amtmaður, til þóknanlegrar leiðbeiningar
og ráðstöfunar.
Anglýsing 145
um sýsluvegi í vesturamtinu. 30. sept.
Samkvæmt lögum uin vogina á íslandi 15. októbor 1875, 4. gr., hefir amts-
ráðið í vesturumdœminu, eptir að hafa meðtekið tillögur sýslunefndanna, ákveðið, að
þessir vegir skuli vera sýsluvegir:
1. í Mýrasýslu.
a. Vegurinn frá Sveinatungu (áframhald af Holtavörðuheiðar Qallvegi) niðureptir Norð-
urárdal, yfir Grjótháls, gegn um Norðtungu skóg, með þverá, eptir Stafholtstungum
að Hvítá (Langholts vaði).
b. Vegur, er liggur frá veginum «a» móts við Hafþórsstaði í Norðurárdal, gegn um
Fosshraun, niður með Norðurá, að Hábrekkuvaði, þaðan niður með Norðurá að
Svignaskaröi, ofan eptir Borgarhreppi að Brákarpolli.
c. Vegurinn frá fjallveginum yfir Bröttubrekku yfir Glitsstaða háls, hjá Arnbjargarlœk,
á veginn ua» við þverá.
d. Vegurinn frá Arnbjargarlœk í pverárhlíð að Hábrekkuvaði á Norðurá.
c. Vegurinn frá Ferjukoti boiná stefnu á veginn »b», og upp eptir honum á móts við
Litlugröf, þaðan að mestu beina leið á Valbjarnarvelli, yfir Borgarhreppinn, og þaðan
upp undir Grimstaðamúla, síðan vestur moð múlanum gegn um hraunið hjá Ytra-
Hraundal, um Svarfhólsmola, að Hitará.
f Vegurinn frá Langholtsvaði á Hvítá yíir Stafholtstungur að Norðurá á Hábrokkum.
g. Vegurinn frá Hábrekkuvaði, um Grísatungu, vestur yfir Skarðshciði, á sýsluvcginn
hjá Ytra-Ilraundal.
Hinn 7 nóvember 1878.