RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 25
brúðardraugurinn
RM
málsnilldar og orðgnóttar, er hon-
um var lánuð. Ræða þessi var ekki
á enda fyrr en þeir voru komnir
að innra salarhliði hallarinnar; þá
ætlaði riddarinn að segja upp er-
indi sitt aftur, en í því bili kom
kvenlýðurinn og leiddi brúðurina
fram. Þá varð riddarinn orðlaus.
Önnur af frændkonum meyjar-
innar livíslaði einhverju að lienni,
er hún átti að segja við riddar-
ann, en það kom fyrir ekki; mærin
renndi til hans hinum bládjúpu
augum, en hún gat engu orði upp
komið. En eigi þurfti neina frænd-
konu-vizku til þess að sjá, að henni
leizt á manninn.
Svo var áliðið kvölds, er ridd-
arinn kom, að eigi var tími til að
tala nákvæmar um ráðahaginn.
Barúninn leiddi því riddarann inn
1 veizlusalinn; þar héngu myndir
gjörvalls ættbogans á veggjunum
allt í kring, og ylgdu sig undir
bláum stálliúfum og björtum
hjálmum. Þar héngu og sigurmerki
og alls konar óvina auður, er for-
feður barúnsins liöfðu náð fyrir
löngu;höggnar brynjur og brotnar
þurtstengur, rifnir herfánar og
skerðir skildir. Þar voru og hengd-
ir upp margir þeir hlutir, er vott-
uðu það, að eigi var ættboginn
síður skipaður frægum veiðimönn-
um en góðum riddurum. Þar voru
vargagin og galtatennur, lijartar-
horn og bjamarhrammar, bogar og
örvamælar; og enn voru þar alls
konar vopn og herklæði. I hvert
sinn, er barúninn sá þessa salar-
prýði, þá barðist lians hugprúða
hjarta svo, að bringan mundi
sprungið hafa, ef eigi hefði verið
vel um búið; en barúninn var
sterkbyggður og þoldi þann hjart-
slátt; þá yngdust upp í huga hans
öll ættbogans stríð og forn fjand-
skapur; sál barúnsins svall og
þrútnaði af vígum og villudýrum,
því hann vissi vel, að hann var
hinn síðasti afspringur þessarar
ættar, og fal í sér einum alla henn-
ar fornaldar frægð og ljósan ljóma.
Leiddi barúninn riddarann þar
til sætis, og hófst nú gleði með
þeim er seztir voru. En riddarinn
gaf sig lítið að því; liann þagði og
neytti varla neins; gáði liann
einskis nema horfa horfa á brúð-
urina. Við og við hvíslaði hann
einhverju að henni, sem enginn
lieyrði nema hún ein; enda eru og
kvenmannseyru viðkvæm fyrir ást-
arorðum, þótt eigi sé liátt kölluð.
Gaman mun meyjunni hafa þótt
að þessu, því hún sinnti engu
nema hlusta á riddarann; er
mönnum það jafn lítt kunn-
ugt, er þeirra fór á milli, sem það
er Óðinn mælti í eyra Baldri, áður
liann var á bál borinn. Var mærin
stundum rauð sem blóð, en stund-
um bleik sem bast; var það sól-
Íinnr bjartara, að livort var ást-
fangið í öðru; frændkonurnar
stungu því að þeim er næstir sátu,
að óslökkvandi ástarbruni liefði
kviknað í hjörtum þeirra beggja,
23