RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 74
PER E. RUNDQUIST
RM
ur líkami hennar var liáður tilliti
hans. Hún gat fundið, er liann
sleppti henni, — liún sökk, bara
sökk og sökk og hugsaði: Ég
vildi heldur vera dauð!
Hún vaknaði og opnaði augun
við ljósinu — dagsljósinu. Hiin lá
stundarkorn kyrr og reyndi að
átta sig á lilutunum, — svo leit
hún snöggt til hvílu lians. Hún
var auð. En eftir nokkra stund var
tekið í liurðarhúninn, og liann
læddist inn á tánum.
Hún lokaði augunum og lét sem
liún svæfi. Hún fann, að hann
var í lierberginu og liorfði á hana,
og Jienni datt í hug, að liún vrði
að anda, svo að svefninn væri sem
eðlilegastur. Þegar liún fann, að
augu lians Iiöfðu sleppt bráð sinni,
pírði hún út á milli augnaliáranna.
Hann stóð við ljórann og horfði
út á hafið. Gráa utanhafnarskyrt-
an hans féll vel að breiöum öxl-
unum, og liann var í grænleitum
golfbuxum og golfsokkum. Hann
lilaut að hafa verið uppi á þilfari,
hugsaði hún, því að golan hafði
ýft hár lians við gagnaugun, en á
hvirflinum voru hvítar lýjurnar
sléttar og gljáandi. Hann japlaði
á eldlausum vindli, og augun virt-
ust heinast með athygli að hrönn-
unum úti fyrir. Hann skotraði
augunum snöggt að Iivílu liennar
og opnaði svo gluggann liægt og
hljóðlega — og það var dásamlegt!
Hressandi gustur blandinn sjávar-
seltu lék um klefann, og liann
ýfði hárið hjá gagnaugum hans, og
hún sá, að liann brosti — eða var
hann aðeins að gretta sig sökuin
strokunnar?
Hún lét seltublandinn svalann
leika um andlit sér og dró djúpt
andann, og hún sá á sjónuin, að
sólfar Var, og hana fór að langa
til að komast upp á þilfar. —
Hana langaði til fólksins þarna
uppi, í ævintýrið, sjá þjónana á
hvítu treyjunum, finna, að hún
hafði sérréttindaaðstöðu, og njóta
þeirrar gleði að geta frjáls ferða
sinna umgengizt aðra útvalda.
Hún opnaði augun og lét þau
hvíla við hinn morgunglaða, ný-
rakaða og snyrtilega klædda mann.
Hann stóð þarna, hinn rólegasti
og drap tittlinga í gustinn, — með
ró þess manns, er getur veitt sér
slíkan inunað sem þessa ferð, eins
og aðrir geta keypt sig inn í kvik-
myndahús. Og hann veitti sér líka
þann munað! Hann var maður,
sem liélt sig ríkmannlega og um-
gekkst einungis þá, sem mest bar
á. Hann var maður, sem skip-
stjórinn þekkti frá gamalli tíð og
bauð til borðs með sér — ásamt
með töfrandi konu! Hún brosti
ögn í kampinn. Hafði hann ekki
einmitt sagt svona? — Og nú er
runninn upp nýr, langur og dá-
samlegur dagur, hugsaði liún og
þráði að komast upp á þilfar.
•— Heyrðu, sagði hún. Hann
sneri sér við og gekk til hennar.
68