RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 57
UST FRUMÞJÓÐA
RM
ekki á því, að Grikkir fullkomn-
uðu natúralismann á minna en 200
árum, svo að hann á ef til vill
aldrei eftir að komast hærra, þann
natúralisma, sem á að hafa verið
unniS að í allri fortíð, gegnum
eitt menningartímabilið af öðru“.
Ennfremur skrifar hann: „Vilji
niaður öðlast önnur verðmæti
niyndlistarinnar, verður maöur að
yfirgefa natúralismann. Ef t. d.
skreytingarlist á að orka sem slík
kygging (konstruktion), hrynj-
flndi o. s. frv., getur hún hvorki
verið né leitast við að vera natúr-
alistísk. Sá eiginleiki er ekki til
þar, og það var án efa það fvrr-
nefnda, sem fornöldin leitaði eftir
í myndlist, því að öll list forn-
aldarinnar, ekki einungis mynd-
Est, heldur og elztu bókmenntir
eru bundnar hrynjandi“.
Og að lokum þessi ummæli um
það, sem Julius Lange kallar upp-
hafslist: „Við erum svo fljót til að
trúa því að það hafi verið hæfi-
leikana sem skorti. En kynnum
við okkur þessa list og íhugum
hvílíkum þroska, íhugunarliæfi-
leikum og livílíkum óratíma við
stöndum andspænis, þá er erfitt
að lialda fast við þessa hugmynd“.
Ég álít, að hvorki hafi verið
meðal náttúrufólks vilji né þörf
fyrir natúralisma. Lífsverðmæti
frummanna áttu bezt við þá inn-
8ýn í list, sem þeir höfðu, og þeir
vildu ekki borga það, sem það
kostaði að öðlast nýja. Þegar tím-
ar liðu, leiddi list Grikkja menn
að hinni natúralistísku list. Það
var ekki neinn einstakur dugnaður
sem leiddi til þessa, heldur trúar-
brögð þeirra og lífsviðhorf. Hvaða
álit hafa listfræðingar og mennta-
skólakennarar nútímans á hugtaki
slíku sem „frumstæð list“ ? Ég veit
ekki um neina misklíð meðal list-
fræðinga um þetta efni. Þó svo
síðla sem árið 1926 finnast í
kennslubók leifar af hugmyndum
Juliusar Lange. Þar eru notuð um
arkaiska list orð slík. sem „klaufa-
legur“ og „óheflaður“. 1 nýrri
kennslubókum er svo til ekkert
eftir af því, sem kallað hefur verið
þróunarkenning Juliusar Lange.
Þróun listarinnar (fyrst og
fremst kúbisminn) hefur opnað
augu okkar fyrir verðmætum
þeim, sem felast í negralist.
Þegar á „negratímabili“ Picassos
gerir hin mikla efasemd vart við
sig, sem fyrir alvöru átti eftir að
raska trú manna á hinum klass-
íska grundvelli Evrópu. Þetta var
eðlileg afleiðing af því, hversu lífs-
viðhorf okkar fjarlægðust meir og
meir „endurfæðinguna“. Við ger-
um okkur ekki lengur eins mikið
far um að endurspegla ytra litlit
mannsins. Við skoðum ekki natt-
úruna sem einskonar fastan órjúf-
andi múr, en sjáum livernig hún
leysist upp í ljósi, sjáum mvnd
hennar taka stakkaskiptum á sér-
hverju augnabliki í síbreytilegri
hrynjandi. Ytri náttúran samlag-
55